Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1964, Blaðsíða 171
Skrá um doktorsritgerðir íslendinga,
prentaðar og óprentaðar, 1666-1963
Benedikt S. Benedikz og Ólafur F. Hjartar tóku saman
Sú er forsaga þessarar skrár, að öðrum höfundinum (B. S. B.) var falið fyrir nokkr-
um árum að flokka og skrásetja hið góða safn bóka, er varðar Norðurlönd, í bóka-
safni University College, London. Varð hann þá þess var, að þar var að finna furðu-
Iega margar doktorsritgerðir eftir íslendinga, og gerði það því sér til gamans að taka
þær saman í sérskrá. Vaknaði honum síðan forvitni að komast að því, hve mörgum
hefði hlotnazt sá heiður að teljast fullgildir kennarar í fræðigrein sinni, eins og nafn-
bótin þýðir með réttu. Varð hann þó að láta sér nægja að skrá þá, er prentað höfðu
ritgerðir sínar, eins og heimtað er af Norðurlandaháskólum og mörgurn háskólum
Frakklands og Þýzkalands fram á þennan dag. Leit hann síðan yfir hópinn, og varð
Ijóst, að þessi skrá bar fróðleiksþorsta þjóðarinnar gott vitni. Fundið hafði hann 79
menn, er höfðu látið prenta ritgerðir til doktorsvarnar frá árinu 1666, er Þórður bisk-
up Þorláksson varði rit sitt um landafræði og sögu Islands við háskólann í Wittenberg,
og til ársins 1955, er skránni var fyrst lokið. Hafði höfundur tekið í hana alla þá, er
hann gat fundið, að hefðu lokið doktorsprófi, og einnig sem fyrsta vísi þess, er síðar
varð, þá Þórð Þorláksson og Arngrím Vídalín, er skipa sérstakan sess að því leyti, að
þeir unnu sér heiður sinn nærri öld fyrr en Pétur Thorstensen tók fyrstur Islendinga
doktorspróf.
Talsverður hópur manna hefir bætzt í skrána síðan. Er hún öll frá 1956—1963 verk
meðhöfundar (0. F. H.) og einnig sá hluti hennar, er telur óprentaðar ritgerðir.
Tvenns verður að geta að lokum. I fyrsta lagi, að hér eru látnar slæðast með rit-
gerðir þeirra Þorleifs Repps og Gríms Thomsens. Er það vegna þess, að Grími var leyft
með konungsbréfi 10. maí 1854 að hera doktorsnafnbót fyrir magistersritgerð sína.
Rétt þótti að láta Þorleif fljóta með, þar eð hann var enn á lífi, þegar Grími var veitt
þetta leyfi.
í öðru lagi er einn doktor enn kunnur flestum íslendingum, sem þekkja nokkuð
persónusögu 19. aldar, og mundi þeim finnast undarlegt, ef hann væri eigi hér í röð.
Er það Ólafur Stefánsson Gunnlaugsson (1831—1894), ritstjóri í ParísogfrændiGrön-
dals. En þótt leitt sé frá að segja, reyndist ómögulegt að hafa upp á ritgerðartitli hans.
Gerði ritari háskólans í Louvain leit í bókum háskólans og fann það að vísu, að Ólaf-
ur hafði varið ritgerðina og verið veitt nafnbótin, en hvergi tókst að finna titil. Verður
því að nægja að vitna í Gröndal, þar sem hann segir í Dægradvöl (Benedikt Gröndal
(Sveinbjarnarson), Ritsafn. 4. b. Rv. 1953, 457. bls.): „Ólafur dispúteraði fyrir dokt-