Vísbending


Vísbending - 24.08.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 24.08.1983, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 6-1 24. ÁGÚST 1983 Vextir og verðbólga: Háir raunvextir í viðskiptalöndunum. Verðbólga fer víðast iækkandi. Efnahagskreppan, samstilltar hagstjórnaraðgerðir og lækkun á olíuverði og verði á öðrum hrávörum voru helstu þættir sem stuðluðu að lækkun verðbólgu í vestrænum ríkjum á síðasta ári. Á síðasta ári var verðbólga um 7% að meðaltali í helstu iðn- ríkjum og búist er við um 5% verðbreytingum 1983 og 1984 í stærri ríkjunum, en um 8-9% að meðaltali í minni löndunum. Raunvextir eru enn mjög háir. Raunvextir hafa staðið í stað eða jafnvel farið hækkandi síðasta árið. Nafnvextir hafa að vísu lækkað mikið frá því sem þeir voru hæstir á árinu 1981, en enn sem komið er hafa þeir ekki lækkað meira en verðbólgan. Ásetningur leiðtoga helstu landa um að lækka vexti til að örva hagvöxt og draga úr atvinnuleysi virðist þar litlu máli skipta. Vextir í helstu iðnríkjunum ráðast á frjálsum markaði og ótti við að verðbólga fari vaxandi á nýjan leik heldur 'vöxtum háum, einkum í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Raunvextir á Islandi. Hvernig sem á málin er litið er mikill munur á raunvöxtum á ís- landi og í flestum viðskipta- löndum okkar. Skipting útlána innlánsstofnana eftir láns- flokkum í árslok 1982 er sýnd í meðfylgjandi töflu. Um 27% af útlánum innlánsstofnana voru verðtryggð um síðustu áramót Afurðalán .................. 3934 Víxlar ................... 1206 Skulda- og vaxtabréf ... 1879 Vísitölubundin lán........ 3062 Yfirdráttarlán ................ 701 Önnurlán ...................... 504 og báru 2-3% vexti umfram verðtryggingu. Auk þess voru lán opinberra sjóða og lán lífeyr- issjóða einnig að mestu verð- tryggð. Um 73% af útlánum inn- lánsstofnana voru hins vegar óverðtryggð og báru allt niður i 33% vexti. Þriggja mánaða breyting fram- færsluvísitölu var 15,2% í febrúar 1983, 23,2% í maí, 21,5% í ágúst og 9% í nóvember (áætlað). Umreikn- aðartilárshraðaeru þessartölur, í sömu röð, um 76%, 130%, 118% og41% (áætlun). Vextir á miklum hluta útlána innláns- stofnana hafa því verið langtum lægri en verðþólga. 34,6 33% 10,6 38% 17,3 47% 26,9 2-3% auk verötr. 6,2' 39% 4,4 Þegar bornit eru saman raun- vextir á íslandi og í útlöndum verður að hafa hugfast að vextir af hinum ýmsu lánsflokkum eru mjög misháir og raunvextir m.v. einn lánsflokk, t.d. bankalán til stórra lántaka, segja ekki alla söguna. En raunvextir á íslandi hafa að undanfömu verið miklu lægri en í grannlöndunum og því er hætt við, að kröfur til arð- semi við ráðstöfun fjármuna hér á landi hafi verið lakari fyrir vikið. Efni: Vextir og verðbólga 1 Þjóðarbúskapur á íslandi 2-3 Hvernig eru raunvextir reiknaðir? 4 Hrávöruverð 4 Töflur: Gengi íslensku krónunnar 4 Gengi nokkurra gjaldmiðla 4 Heimild: Morgan Guaranty Trust, IMF. Nafnvextir miðast við vexti á bankalánum til stórra lántaka í des- ember á ári hverju nema í júlílok 1983. Verðbólga miðast við breytingar neysluvöruverðs. Bilið milli lín- anna táknar raunvexti. Skipting útlána innlánsstofnana. Milljónir króna % Vextirfrá 1.1.1983 11377 100,0

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.