Vísbending - 14.09.1983, Qupperneq 1
VÍSBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
9.1 14. SEPTEMBER 1983
Brasilía:
Sligandi erlendar skuldir
Frá örum hagvexti til óstjórnar og
erlendra skulda
Á árunum frá 1965 til 1975 var
hagvöxtur í Brasilíu 9% á ári að
meðaltali, og 11 % að meðaltali
áári frá 1968 til 1973. Frá1920
til 1967 varframleiðsluaukning-
in 6% áári. Sú aukning ein á47
árum svarar til meira en fimm-
tánföldunar á framleiðslu. Jafn-
vel eftir fyrri olíukreppuna
1973-1974 var hagvöxtur í
Brasilíu enn 6,5% á ári að með-
altali á árunum 1974 til 1980.
Það er því ekki að undra þótt
bankar á Vesturlöndum hafi
óhræddir lánað fé til Brasilíu á
þessum árum. Fyrir olíuverðs-
hækkun voru erlendar skuldir
Brasilíumanna litlar. Erlendar
skuldir nettó höfðu aukist úr 3,6
milljörðum dollara 1968 í 6,2
milljarða dollara 1973. Eftir það
voru tekin lán til að fjármagna
olíuhalla og til að fjármagna
mikla fjárfestingu. Þegar olíu-
verðshækkanir skullu yfir að
nýju árið 1979 námu erlendar
skuldir Brasilíumanna 41,3
milljörðum dollara. Þá reyndist
erfiðara um vik að auka enn á
lántökur í útlöndum. Síðar
hækkuðu vextir á lánum í doll-
urum úr um 10% í um 22%.
Þegar Brasilíumenn sneru sér
til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
nóvember 1982 námu erlendar
skuldir um 80 milljörðum doll-
ara og gjaldeyriseignir voru
engar. í desember 1982 lýsti
Carlos Langoni, þáverandi
seðlabankastjóri, sem nú hefur
nýverið sagt af sér, því yfir að
Brasilíumenn gætu ekki staðið
við skuldbindingar sínar vegna
erlendra lána á árinu 1983 og
þyrftu 4,4 milljarða dollara við-
bótarlán auk skammtímafyrir-
greiðslu. Brasilíumenn skulda
nú um 90 milljarða dollara í út-
löndum, bæði bönkum, erlend-
um ríkisstjórnum og alþjóðleg-
um stofnunum.
Endurbætur á efnahagsstjórn
Eftir byltingu hershöfðingjanna
1964 og allt til ársins 1979 réðu
embættismenn og „teknókrat-
ar“ mestu um stjórn efnahags-
mála. Fjármálum landsins var
stjórnað með þremur fjárhags-
áætlunum án heildaryfirsýnar.
Var þar um að ræða „fjárlög"
ríkissjóðs, fjárhagsáætlanir
sveitarfélaga og eins konar
' lánsfjáráætlun, sem þó tók ekki
til erlendra lána. Ríkisgeirinn
þandist út allt þetta tímabil og
fjármál ríkisfyn: ækja voru að-
haldslaus. Til að gefa hugmynd
um ástandið mætti nefna að ár-
ið 1978 nam fjárfesting ríkisfyr-
irtækja 52% af heildarfjárfest-
ingu þjóðarinnar.
Frá árinu 1979 hafa verið
gerðar miklar endurbætur á
hagsstjórn, bæði stjórnarfars-
legar og efnahagslegar. En
þrátt fyrir aðhaldssamar efna-
hagsaðgerðir tókst stjórn-
völdum ekki að komast hjá
Efni:
Efnahagsmál og erlendar
skuldir í Brasilíu 1
íbúðaverð í Reykjavík 2
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4
Á fyrrl timum....
Verðbólga og hagvöxtur Nýting útflutningstekna
Heimildir: IMF, Financial Times, Economist
Eftir efnahagsaðgerðirnar 1983-1984
Verðbólga Vöruskíptajöfnuður
1981 1982 1983 1984 1981 1982 1983 1984