Vísbending


Vísbending - 21.09.1983, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.09.1983, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 10.1 21. SEPTEMBER 1983 Lánskjör: Vextir á erlendum peningamarkaði Vaxtahækkun í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki í Þýskalandi hefur verið búist við vaxtahækkun um nokkra hríð. Fimmtudaginn 8. septem- ber voru svonefndir Lombard vextir hækkaðir úr 5% í 5,5%, en þessir vextir gilda á lánum þýska seðlabankans til annarra banka, og eru því til grundvallar öðrum vöxtum í Þýskalandi. Samsvarandi vextir í Austurríki voru hækkaðir úr 4,25% í 4,75% og í Hollandi úr 5% í 5,5%. Þótt verðbóiga í Þýskalandi síð- ustu 12 mánuði hafi aðeins ver- ið 3% hefur hún vaxið örlítið, en tólf mánaða breyting verðlags til júlí var 2,5%. I þeim löndum sem taka með festu á verð- bólgumálum eru hafðar nánar gætur á peningamagni í um- ferð, og nú þykir þörf á að herða stefnuna í peningamálum í Þýskalandi. Þá hefur veik staða marksins gagnvart dollara einn- ig valdið áhyggjum í Þýska- landi, en hærri vextir styrkja markið gagnvart dollara. Eins og fram hefur komið í Vísbend- ingu (sjá 6.1, 24. ágúst) er þó enn mikill munur bæði á nafn- vöxtum og raunvöxtum í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Dæmium vexti á erlendum markaði Sé miðað við 9. september s.l. mætti taka eftirfarandi dæmi um vexti á alþjóðlegum markaði. Samsvarandi Euro-vextir eru birtir til hliðsjónar. Alls staðar er átt við vexti á lánum til sex mán- aða nema með vöxtum í New York, þareráttvið „primerate" og í Japan og Sviss er um vexti á lánum til 90 daga að ræða. NewYork 11 London 1H Þýskaland 6,375 Frakkland 12,5625 Jaþan 6,78125 Sviss 42. 16 Holland : o>|£ CD SDR 98 ECU 104 Euro-vextir, 90 daga lán US.dollar 10I St. pund 10^ Dönskkróna 12 Þýsktmark 6-1- 16 Holl.flór. o> CD Svi. frankar 4! Yen 6!l Fr. frankar 162 4 Kjör íslendinga á lánum í útlöndum Þessir vextir gilda í viðskiptum banka á milli á alþjóðlegum peningamarkaði. Þegar bankar lána til útlanda kemur allajafna til vaxtaálag. [ álaginu endur- speglast meðal annars áhrif af lánstrausti viðkomandi lands, fjárhæð lánsins, lánstíma og endurgreiðslum. Norðurlönd hafa verið í hópi þeirra landa sem tekið hafa lán með lágu álagi, og hefur ísland ekki verið undantekning þar. Undanfarin ár hefur álag á grunnvexti á peningamarkaðiveriðum|% á þeim lánum sem íslenskir bankar hafa tekið hjá erlendum bönkum. Seðlabankinn nýtur þó heldur betri kjara. Þegarvið- skiþtabankarnir endurlána ís- lenskum fyrirtækjum erlend lán bætist enn við vaxtáálag sem nemur kostnaði bankanna. Vaxtakostnaður íslenskra fyrir- tækja af erlendum lánum er því nokkru hærri en sem nemur grunnvöxtunum I töflunni. Vextir í Bretlandi Vextir í Bretlandi hafa verið mjög háir og mjög líkir dollara- vöxtum, en sveiflast nokkuð upp og niður. í Bretlandi eins og víðast I Vestur-Evrópu er litið svo á að vextir í Bandaríkjunum verði að byrja að lækka áður en vextir í öðrum löndum geti lækkað. En vöxtur peninga- magns í Bretlandi virðist nokk- urn veginn eftir áætlun. Vegna áhrifanna á verðbólgu er fylgst mjög náið með aukningu pen- ingamagns í Bretlandi. Ekki er talin þörf á hertri peningastefnu um þessar mundir og gætu vextir þess vegna lækkað að- eins án þess að stangast á við verðbólgumarkmið stjórnvalda. Efni: Vextir á alþjóðlegum peningamarkaði 1 Opinber fjármál og áhrif þeirra á peningakerfið 2 Hrávörumarkaður 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.