Vísbending


Vísbending - 21.09.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.09.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Tór Einarsson: Opinber fjármál og áhrif þeirra á peningakerfið Inngangur Ríkisfjármál eru ofarlega á baugi um þessar mundir vegna fjárlagageröar.en áhrifum opin- berra fjármála á peningaþenslu og verðbólgu er sjaldan gefinn sá gaumur sem skyldi. Flestum eru kunnar afleiöingar þess að mæta ríkissjóðshalla með yfir- drætti í Seðlabanka. Fleiri seðlar eru prentaðir, grunnfé eykst svo og peningamagn. Þarflaust er að útlista þetta frekar fyrir lesendum. í sjötta tölublaði Vísbendingar var hins vegar bent á að tölur um jöfnuð á ríkisreikningi (þ.e. svonefnd- um A-hluta) gætu gefið ranga mynd af áhrifum ríkisrekstrar á peningakerfið. Veigamiklar framkvæmdir ríkisins væru utan fjárlaga. Opinber lánsþörf (OPL) Áhrif hins opinbera á peninga- kerfið má sameina í hugtak sem á ensku er nefnt „Public Sector Borrowing Requirement" (PSBR). A íslensku mætti kalla það „lánsþörf hins opinbera" eða „opinbera lánsþörf". í Bretlandi er hugtak þetta á allra vörum og hefur stóru hlutverki að gegna j efnahagsstefnu stjórnvalda. íslenskar hagtölur sama eðlis eru ekki handbærar, en reynt verður að draga tölur úr ýmsum áttum saman í eina stærð sem ætti að nálgast þetta hugtak. Lánsþörf hins opinbera verður til af því að skattheimta þess og önnur gjaldtaka hrekkur ekki fyrir útgjöldum. Lánsþörfinni má mæta með tvennum hætti; skuldabréfaútgáfu eða seðla- prentun. Flér á landi hefur seinni leiðin lengstum verið farin, meðal annars með erlendum lántökum. Þærfjölga krónum í umferð, þótt um leið sé safnað skuldum við önnur lönd. Eins og fyrr greinir þykir PSBR ómissandi við stjórn opinberra fjármála í Bretlandi. Markmið stjórnarinnar er að minnka láns- þörfina í 2% af þjóðarfram- leiðslu en hún nemur nú 2,8 af hundraði. Ríkisstjórn Thatchers settist að völdum með þeim ásetningi að lækka skatta. Til að ná tökum á verðbólgunni (sem var um 15-20% við upphaf kjörtímabils, en er nú um 5%) var þó lagt allt kapp á að draga úr hallanum á opinberum rekstri. Þetta tókst, en aðeins að hluta með því að skera niður ríkisútgjöld og selja hlutabréf í eigu ríkisins. Því eru skattar almennt hærri nú en fyrir stjórn- arskiptin, ekki lægri. ( viðtali sem birtist nýlega í Financial Times segir Nigel Lawson, fjármálaráðherra, að hann stefni að skattalækkun á kjör- tímabili því sem í hönd fer. Ofar öllu er þó sú fyrirætlun að draga enn úr opinberum hallarekstri. Reynt er að komast nærri hinu íslenska PSBR Á mynd 1 er sýnd „opinber lánsþörf" á árunum 1965 til 1982 í hlutfalli við grunnfé um næstliðin áramót. A þetta má líta sem bráðabirgðaútkomu í þeirri viðleitni að leita hliðstæðu PSBR í íslenskum hagtölum. „Opinber lánsþörf" (hér eftir skammstöfuð OPL til hægðar- auka) er fengin með því að leggja saman eftirtaldar stærð- ir: Tekjuhalla ríkissjóðs + ný lán hins opinbera, tekin í útlöndum - afborganiraf fyrri lánum - innflutning til virkjana. í því skyni að glöggva sig á áhrifum OPL á peningakerfið hefur hlutfallið milli OPL og grunnfjár í ársbyrjun verið reiknað. Skylt er að taka fram, áður en lengra er haldið, að ýmislegt orkar tvímælis í reikningum þessum. Með þeim er framar öllu reynt að leiða í Ijós áhrif opinbers búskapar á grunnfé Seðlabankans og þar með framboð peninga. Þegar til lengdar lætur verður ríkið að standa straum af útgjöldum sínum með eigin tekjum, einkum skattheimtu í einni eða annarri mynd. Stór- framkvæmdir verður annað- hvort að kosta með gjald- stofnum hlutaðeigandi fyrir- tækja eða með styrkjum af hallalausum fjárlögum. Sama gildir um innflutning til þess konar framkvæmda. Stærðin OPL lýsir því m.a. áhrifum Helmildlr: Buskapur hlns oplnbera 1945-1980. Þjóbhagsstofnun júnf 1983. Ársskýrslur Seðlabanka Islands, Hagtölur mánaftarlns.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.