Vísbending


Vísbending - 05.10.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 05.10.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gjaldeyrisstýring: Hvaða aðferðir eru notaðar til að spá fyrir um gengi? Gengisspár og framvirkt gengi Nákvæmar spár um gengi helstu gjaldmiðla væru gulls ígildi, ef til væru. Mikil vinna hefur því verið lögð í að búa til aðferðir sem nota mætti til að spá fyrir um gengi. Eins og rakið var í 8. tbl. Vísbendingar ræðst raunverulegur kostnaður við að verjast gengistapi, til dæmis með framvirkum við- skiptum, af mismuninum milli framvirks gengis á samnings- degi og daggengis við afhend- ingu. Þar sem framvirkur markaður er til má líta á fram- gengi sem nokkurs konar „gengisspá" markaðarins. Til að meta gildi mismunandi að- ferða við gengisspár er árangur þeirra því oftast borinn saman við framvirkt gengi. Gengislíkön Allar hagspár byggjast á því að notuð séu einhvers konar líkön, formleg eða óformleg. Oft er sagt að ajaldeyrissalar fái hlut- ina á „tilfinninguna"; af reynsl- unni læra þeirað dragaályktanir um áhrif mikilvægra atburða og breytinga hagstærða á þróun gengis. Þessi „ líkön “ eru ekki verri en önnur. Ef „tilfinning“ gjaldeyrissala bregst honum æ ofan í æ á hann á hættu að fara á hausinn og annar fær þá að spreyta sig í staðinn. í formlegri líkönum er alltaf hægt að skrifa niður hvað það er sem hefur áhrif til breytingar á gengi. Sagt er að gengi gjald- miðils skýrist af ákveðnum breytum; breytur gætu til dæmis verið viðskiptajöfnuður eða vextir eða verðbólga og yrðu þá kallaðar skýringabreyt- ur. Gengið sjálft er þá sú breyta sem verið er að skýra, einnig kölluð háða breytan. Formlegu líkönunum er skipt í tvennt. í einnar breytu líkönum er gengi aðeins skýrt með fyrri gildum sama gengis. í flóknari líkönum koma fleiri breytur til sögunnar, til dæmis viðskiptajöfnuður, vextir eða gengi annarra gjald- miðla. Líkön með einni breytu f einnar breytu líkani til að skýra DM/$ gengið væri gengi t.d. í næsta mánuði skýrt eingöngu með DM/$ gengistölum frá liðnum tíma. Þessi líkön eru stundum kölluð tímaraðalíkön og fór notkun þeirra mjög vax- andi á áttunda áratugnum á ýmsum sviðum, bæði á tækni- sviðum og í viðskiptalífinu. Notkun tímaraðalíkana við gengisspár hefur aukist mjög síðan fljótandi gengi tók við af fastgengiskerfinu 1973. Tímaraðalíkönin byggjast á því að hægt sé með tölfræðilegum aðferðum að finna dæmigerða hegðun stærðarinnar ( fortíð- inni, sem að einhverju leyti muni haldast áfram. Margir munu kannast við svokölluð Box-Jenkins líkön, en víða eru til tölvuforrit sem nota má til að meta einnar breytu líkön eftir aðferðum Box og Jenkins. Kostirnir við þessi líkön eru að þau eru einföld og nýta vel þær upplýsingar sem fólgnar eru í fyrri gildum tímaraðar. Helsti gallinn er að gamlar tölur gefa ekki alltaf rétta mynd af því sem koma skal. Tímaraðalíkön þau sem mest eru notuð við gengisspár grein- ast síðan í fáeinar tegundir og verða þeim gerð nánari skil síðar. Líkön með fleiri en einni breytu í líkönum með einni breytu er ekki notuð nein önnur vitneskja til að spá eftir en þær upplýs- ingar sem felast í fyrri gildum sömu breytu. Fleiri skýringar- breytum er ætlað að bæta úr þessu. Helstu tegundir gengislíkana með fleiri en einni breytu eru: (i) Þjóðhagslíkön, þar sem dregnar eru ályktanir um breytingar gengis af mis- muninum á milli heildar- framboðs og -eftirspurnar í hagkerfinu. (ii) Greiðslujafnaðarlíkön, þar sem ályktanir eru dregnar af vöruskiptajöfnuði, við- skiptajöfnuði eða greiðslu- jöfnuði um breytingar gengis. Helstu gerðir gengislíkana Þjóðhagslíkön ------r---------- Peningalfkön -------1----- I I I J I „Samsett Ifkön"

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.