Vísbending


Vísbending - 05.10.1983, Qupperneq 3

Vísbending - 05.10.1983, Qupperneq 3
VÍSBENDING 3 (iii) Peningalíkön, en meö þeim er lögö áhersla á mis- mun’ á milli peningafram- boðs og peningaeftirspurnar, sem síðan hefur áhrif á gjald- eyrisvarasjóði og gengi. Segja má að þjóðhagslíkön séu „víðtækust" þeirra líkana sem notuð eru til að spá fyrir um gengi. Með þeim er reynt að ná til allra mikilvægra stærða sem áhrif gætu haft. Kosturinn er sá að miklar upplýsingar eru not- aðar, og fræðilega eru þessi líkön sjálfsagt fullkomnust. Gallinn er að finna þarf tölfræði- legt samband milli allra stærða og eftir því sem líkönin verða stærri verður það sífellt erfiðara og hætt er við að samböndin haldist ekki óbreytt í tímans rás. Peningalíkön eru af svipuðum meiði, en eru í samræmi við þá skoðun peningahagfræðinga að peningastærðir gegni mikil- vægu hlutverki í efnahagslífinu. Færri breytur koma því við sögu og áherslan er á peningamark- aðinn. Greiðslujafnaðarlíkön eru ekki auðveldari í notkun, þótt þau séu heldur einfaldari að gerð. Greiðslujöfnuður hefur áhrif á gengi, en gengi hefur aftur áhrif á alla þætti greiðslujafnaðar, vöruskiptajöfnuð, þjónustujöfn- uð og fjármagnsjöfnuð, og áhrifin eru á hvern hluta. Auk þess er ekki víst að auðveldara sé að spá greiðslujöfnuði og þáttum hans heldur en genginu sjálfu, t.d. með einnar breytu líkani. Jafnvel þótt svo væri, eru fleiri breytur auk greiðslujafn- aðar sem áhrif hafa á gengi (og greiðslujöfnuð). Gott dæmi um það hve vandmeðfarin greiðslu- jafnaðarlíkön eru er gengi doll- arans og utanríkisverslun í Bandaríkjunum (sjá t.d. Vís- bendingu 11.1). Samsett likön Að lokum mætti nefna svokall- aðar samsettar spár. Til eru samvegnar spár til sama tíma, t.d. tólf mánaða. Samsettar spár gefa venjulega betri raun heldur en hver einstök spá sér- staklega, séu vogirnar valdar vel. Til skýringar og saman- burðar má nefna að í aðfalls- greiningu (regression analysis) er venjulega hægt að minnka staðalvillu með því að bæta við skýringarbreytum. Þáeru líkatil spársemeiga aðnýtabæði kosti skammtímalíkana og langtíma- líkana. Einnar breytu líkön gef- ast oft betur þegar verið er að spá gengi á næstu dögum og vikum, en vilja bregðast þegar lengra er litið. Flóknari líkön með fleiri breytum geta oft varpað Ijósi á breytingar gengis á næstu ársfjórðungum eða misserum, en bila þegar á að nota þau til að spá fyrir um næstu daga og vikur. Sam- settar gengisspár af þessu tagi munu njóta vaxandi vinsælda hjá spáfyrirtækjum um þessar mundir. „Jafnvægisgengi“ dollarans? í nýútkominni skýrslu frá „Insti- tute for International Economics" er komist að þeirri niðurstöðu að gengi dollarans sé 24% of hátt og gengi pundsins 18% of hátt. Er þá miðað við það gengi sem kæmi á langvarandi jafnvægi í gjaldeyr- ismálum, bæði á mælikvarða fjár- magns- og viðskiptajafnaðar. Skýrsluna ritaði dr. John Wil- liamsson, sem áður starfaði hjá breska fjármálaráðuneytinu og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gengi dollarans yrði þá 205 yen/ dollara og 2,04 DM/dollara og 1,58 dollarar/pund. Gengi dollar- ans er nú um 242 yen/dollara. 2,66 DM/dollara og 1,51 dollarar/ pund. Á myndunum er sýnd vísitala meðalgengis (ekki raungengis) fimm helstu gjaldmiðla, vegin með viðskiptavog eftir aðferðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vísi- tala meðalgengis 1975=100. Samkvæmt niðurstöðum Wil- liamssons er meðalgengi þýska marksins, yensins og franska frankans um það bil 5-6% of lágt, og krossgengi annarra mynta eru ekki fjarri lagi þegar frá eru talin gengi dollara og punds. „Jafn- vægisgengi" yens m.v. DM er álitið um 100, en er nú um 90 yen/ DM. Vfsitðlur meðalgengls mv. Yen vióskiptavog, 1975=100 Fr.frankar _ 80- -p 19 1 1 1 1 75 19 80 1975 ' ' 198CI Bandarfkjadollari DM Sterlingspund -~ T —* /T\. 1975 ' ' 1980 ' 19 I I 1 I 75 19 1 1 80 1975 ’ ' 1980 Heimild: Alþiáðagialdeyrissjáourinn. IFS Krassgengi milli helstu mynta og krónunnar (m.v. mánudagsmorgun 3. október 1983). DM Yen IKR Fr.fr. Pund Dollari Bandaríkin ................ 0,3817 0,0043 0,0358 0,1256 1,4947 Bretland .................. 0,2554 0,0029 0,0240 0,0840 .... 0,6690 Frakkland ................. 3,0399 0,0340 0,2853 .... 11,904 7,9638 Island ................... 10,6537 0,11943 .... 3,5046 41,718 27,91 Japan ...................... 89,205 .... 8,3731 29,344 349,31 233,69 Pýskaland ................... .... 0,0112 0,0939 0,3290 3,9158 2,6197

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.