Vísbending


Vísbending - 26.10.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.10.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Þjóðhagsáætlun fyriráríb 1984: Næsta ár afdrifaríkt í efnahagsmálum Horfurnar 1984 Á árinu 1984 er gert ráð fyrir 2,4% samdrætti þjóðarframleiðslu miðað við 1983 en um 1,7% minni fram- leiðslu sé tekið tillit til aukinna vaxta- greiðslna til útlanda, en þær rýra þjóðarframleiðslu. Gert er ráð fyrir 2,5% aukningu á framleiðslu sjáv- arafurða, en varað sérstaklega við óvissu um aflabrögð, ekki síst vegna loðnuveiða. Reiknað er með að einkaneysla verði um 4% minni 1984 en spáð er í ár og að þjóðarút- gjöld í heild (einkaneysla, samneysla og fjárfestingu) lækki um sama hlut- fall. Kaupmáttur ráðstöfunartekna verður svipaður og á síðustu mánuð- um þessa árs, en 5-6% minni en að meðaltali í ár. Verði innflutningur vöru og þjónustu óbreyttur frá 1983, en 3,5% útflutningsaukning, næðist nokkurn veginn jöfnuður í viðskipt- um við útlönd (þ.e. í verslun með vörur og þjónustu, en undir þjónustu falla greiðslur vaxta af erlendum lán- um). Frástríðslokum hefurekki verið afgangur í viðskiptum við útlönd nema í fimm ár; árin 1961, 1965, 1969 og 1970, og 1978. Sum árin, t.d. 1979, var þó halli óverulegur. Með þessu móti stæðu erlendar skuldir í stað, aðeins þyrfti að taka ný lán fyrir afborgunum. Kaupmáttur skuldanna í erlendri mynt færi jafnvel lækkandi. Erlend lán eru ekki verö- tryggð og vegna verðbólgu í útlönd- um fela vextir þar I raun í sér verð- bótaþátt. Hann er greiddur með vaxtagreiðslum og því má segja að raunvirði skuldanna lækki sem því nemur. Ofangreind markmið eru sýnd á myndunum og borin saman við reyndina á liðnum árum. Munu flestir á eitt sáttir um að hallalaus við- skipti við útlönd séu ófrávíkjanlegt markmið á næsta ári. Þjóðarhagur um árabil er kominn undir framvindunni 1984. Jöfnuður í viðskiptum við útlönd næst ekki við þau skilyrði aflabragða og viðskipta- kjara sem búist er við á næsta ári nema með markvissri stjórn efna- hagsmála. Undanfarin ár hefur verið spenna á vinnumarkaði en með þeim samdrætti ríkisútgjalda sem ráð- gerður er gæti dregið nokkuð úr at- vinnu. Ljósteraðfaraverðurmeðgát í kjaramálum, en það er þó tilgangs- laust verði ekki höfð stjórn á peninga- málum, lánamálum, vöxtum og gengi. Á næsta ári ræðst hvort eytt verður minnu en aflað er út á við eða erlendar skuldir vaxa áfram; hvort opinber lánsþörf minnkar eða heldur áfram að aukast; og hvort viðunandi árangur næst í verðbólgumálum eða haldið verður áfram með sama hætti og undanfarin misseri. Glatist það tækifæri sem gefst á næsta ári til að snúa fjármálum þjóðarinnar til betri vegar gætu liðið mörg ár uns færi gefst á ný. Veikir hlekkir í þjóðhagsaætlun í þjóðhagsáætlun er miðað við 7% launahækkun á næsta ári og „sem mestri gengisfestu", þannig að með- algengf haldist innan 5% marka til hvorrar áttar. Gengi krónunnar er

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.