Vísbending


Vísbending - 26.10.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.10.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 þannig sem næst fast miðað við ákveðna myntkörfu, en 5% frávik leyfð. Þessi stefna er ekki í samræmi við raunverulegar tölur úr bankakerf- inu. Lán bankakerfisins síðustu 12 mánuðina til ágústioka hækkuðu um 98% (Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1984, bls. 21) og er ástæðan að hluta rakin til versnandi afkomu ríkissjóðs og mikilla endurkaupa Seðlabanka á afurðalánum og skuldbreytingalán- um. Vegna þessa gæti verið hyggi- legra að búa sig undir meiri verð- breytingar og lægra gengi á næsta ári en gert er í þjóðhagsáætlun til að draga úr innflutningseftirspurn og bæta hag útflytjenda. Á árinu 1982 var hallinn f viðskiptum við útlönd 10% af þjóðartekjum. Á árinu 1984 er reiknað með svipuðu raungengi og árið 1982, eða 10,7% hækkun frá ársmeðaltali 1983. Verður að telja óvíst að markmiðið um jöfnuð í við- skiptum við útlönd náist með svo háu raungengi. [ kaflanum um markmið er ekki einu orði vikið að peningamálum. í kafla II um stefnu og ráðstafanir segir svo um stefnuna í peningamálum: „Mikilvægt er, að aðhald í peninga- málum stuðli að því ásamt aðhaldi ( erlendum lántökum og ríkisrekstri, að árangur náist í lækkun verðbólgu og bata í viðskiptajöfnuði við útlönd á næsta ári. Auk raunhæfrar láns- kjarastefnu verður stuðlað aö þessu með því að halda aukningu peninga- magns og útlánum bankakerfisins innan eðlilegra marka miðað við þróun þjóðarframleiðslu og þau markmið um minnkandi verðbólgu sem ríkisstjórn hefur sett“. Síðan er að því vikið stuttlega að takmarka verði útstreymi fjár úr Seðlabankan- um til innlánsstofnana vegna endur- kaupa og annarrar fyrirgreiðslu og að stefnt skuli að því að endurskoða núverandi afurða- og rekstrarlána- kerfi bankanna. Enn verður því bið á að markmið um vöxt peningamagns eða útlán banka- kerfisins verði sett fram í tölum. Engin leið er að stjórna peningakerfi landsmanna án áætlana. Jafnvel þótt markmið hafi verið sett um tak- mörkun á vexti peningamagns er það erfiðasta eftir, en það er að benda á aðferðir til að takmarka vöxt peninga í umferð og síðan framkvæmdin sjálf. Gengisstefnunni, launastefnunni og markmiðum í verðlagsmálum er stefnt f bráða hættu ef vöxtur pen- inga í umferð er ekki takmarkaður. Með fjárlagafrumvarpi næsta árs er ætlunin að eyða hallanum á A-hluta ríkisreiknings. Verulega er dregið úr ppinberum framkvæmdum og nokkuð úr samneyslu, en í stórum dráttum gert ráð fyrir óbreyttum skatthiutföllum. Skatttekjur lækka því vegna minni umsvifa. Hluti af lækkun ríkisútgjalda er ekki til lang- frama og veikir því von um hugsan- lega skattalækkun síðar. til að lækka verðbólgu til frambúðar verður að draga úr opinberri lánsþörf, og óvíst er að það reynist unnt nema með óbreyttum eða hærri skatthlutföllum, sé litið til reynslu þeirra þjóða sem orðið hefur ágengt í þessum efnum, til dæmis Breta. Gengisstjórn: Fastgengisstefna og dollarafótur Uppi varð fótur og fit í fsrael á dögunum og raunar í fjármálaheiminum öllum er Yoram Aridor, fjármálaráðherra í nýskip- aðri stjórn Yitzaks Shamir lagði fram áætlun á ríkisstjórnarfundi um að tengja gengi shekelsins við gengi dollarans. Hugmyndir Aridors, sem að sögn höfðu verið í undirbúningi í hálft ár og voru lagðar fram með vitund Bandaríkja- stjórnar, hlutu harðagagnrýni i Israel, og sagði ráðherrann af sér er þeim hafði verið hafnað. Þegar gjaldmiðill rikis er tengdur við annan gjaldmiðil eða myntkörfu afsalar viðkomandi riki sér því sjálfræði að geta ráðið gengi gjaldmiðils slns. í fljótu bragði kann slik tenging að viröast fá- sinna og raunar hefur mörgum orðið hált á því svelli vegna þess að ekki hefur verið tekíð tillit til þess á öðrum sviðum við stjórn efnahagsmála að gengið er I raun fast. Gengistengingin þýðir í raun að vöxtur peningamagns verður að vera sá sami í viðkomandi riki og f landi við- miðunarmyntarinnar. Verðbólga verður einnig að vera álíka mikil. Genjjistenging er því skerðing á sjálfræði ríkis f efna- hagsmálum eins og bent var * fsrael er Aridor lagði fram tillögur sínar. En á hverju máli eru tvær hliðar. fsraels- mönnum hefur gengið illa við stjórn efnahagsmála undanfarin ár og gengi shekelsins hefur lækkað ört. Þegar litið er yfir lista um ýmis ríkí að frátöldum þeim iðnvæddustu og þróuðustu kemur I Ijós að af 65 hafa 45 tengt gengi gjald- miðils síns, ýmist við dollarann, pund, SDR eða aðra körfu. Meðal þeirra 20 sem ekki hafa slika tengingu eru Island, Rússland, Israel, Grikkland, Nígería, Uganda og fleiri. Aðrír telja hag sínum betur borgið án þess sjálfræðis sem óbundið gengi veitir. En það kostar tak- markanir á peningaprentun og verð- bólgu. „Gengisfestan" á Islandi er i reynd tenging við myntkörfu þótt ef til vill sé hún ekki með formlegum hætti að því leyti að rlkisstjórnin hefur ekki afsalað sér þvi sjálfræði að breyta gengi krón- unnar; það yrði að öllu leyti innlend ákvörðun. En aukning krónunnar má heldur ekki verða meiri en aukning pen- ingamagns að meðaltali í þeim löndum sem í okkar myntkörfu eru eref „gengis- festan" á ekki að tefla í tvísýnu öðrum þáttum efnahagsmála. Dollarinn gagnvart DM og yeni: textavíxl Þau mistök urðu í mynd með grein um Bandarikjadollar í síð- asta blaði (bls. 2-3) að texti á myndinni víxlaðist, bæði á ásum og á línunum sjálfum. Þar sem stóð yen átti að standa DM og öfugt. Myndin birtisthérafturleið- rétt og að viðbættu gengi síðustu viku. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Geng ooiiétans neiur nofcfcvá WiJá unoantend. e>nkum gtgnvert Þvshu markt og yen tr nugsemegt et oktomrDr'iun mark «»««i • geng oonartns ’

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.