Vísbending - 16.11.1983, Page 1
VISBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
18.1 16. NÓVEMBER 1983
Vinnumarkaður:
Launakostnaður og samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði
Kostnaðarverð í erlendri mynt
Hagvöxtur, tekjur og lífskjör tlestra
þjóða ráðast af harðfylgi þeirra við að
selja framleiðslu sína á alþjóðlegum
markaði og á þetta ekki síst við um
smáríki. Greina má þá þætti, sem
einkum hafa áhrif á framleiðslu sem
send er á alþjóðlegan markað í
tvennt:framleiðslukostnað innanlands
og gengi innlenda gjaldmiðilsins
gagnvart öðrum myntum. Vert er að
leggja áherslu á að hér er verið að
fjalla um framleiðslukostnað útflutn-
ings reiknaðan í erlendri mynt, en
ekki söluverð þess sem flutt er út.
Hið síðarnefnda ræðst á markaðin-
um, en hagur útflutningsgreina
ákvarðast af mismuninum á sölu-
verði og framleiðslukostnaöi.
Raungengi
Sé litið framhjá breytingum á fram-
leiðslukostnaði útflutnings gefur
raungengi nokkra hugmynd um
samkeppnisstöðu þjóðar út á við. í
Vísbendingu hefur nokkuð verið fjall-
að um raungengi íslensku krónunnar
(sját.d. 2.1,3.1 (skilgreining), 6.1 og
14.1) en einnig um raungengi helstu
gjaldmiðla (sjá 16.1 og 17.1). Raun-
gengi er meðalgengi myntar gagn-
vart myntum viðskiptalandanna eftir
að reiknað hefur verið með mismun-
andi verðbreytingum í löndunum.
Það skiptir þvi máli hvernig þær verð-
breytingar eru reiknaðar. Innlenda
verðvísitalan ætti að vera vísitala
framleiðslukostnaðar þeirra vöruteg-
unda, sem framleiddar eru innan-
lands í samkeppni við erlenda fram-
leiðslu, annað hvort heima fyrir eða
á erlendum markaði. Meðal iðnríkja
er slik vísitala oftast ekki vandreikn-
aðri en aðrar, en öðru gegnir um
þjóðir með sérhæfða útflutnings-
framleiðslu. Hér á landi er tæpast völ
á öðru en vísitölu framfærslukostn-
aðar eða neysluvöruverðs til að
mæla innlendar verðbreytingar, en
þær hafa þann galla að hlutfall inn-
flutnings í þeim er um þriðjungur.
Innlendur kostnaður
Launin vega þyngst af þeim liðum
sem ráða innlendum framleiðslu-
kostnaði. Mælikvarðinn sem oft er
notaður til að bera saman launa-
kostnað í mismunandi löndum er
launakostnaður á framleiðsluein-
ingu, „unitlabourcost". Þarerumað
ræða hlutfall launa í virðisauka
hverrar framleiðslueiningar, og eru
launatengd gjöld reiknuð með. Ekki
er til slík röð fyrir íslenska útflutn-
ingsframleiðslu, svo að vitað sé, og
verður því að fara aðrar leiðir til að
gera grein fyrir þessum kostnaðar-
mælikvarða. Ein leið er að reikna
tekjur á vinnandi mann og deila með
þjóðarframleiðslu á mann til að fá
launakostnað á hverja framleidda
einingu. Önnur leið er að miða ein-
göngu við launataxtaeðavegið með-
altal launataxta og framfærslukostn-
aðar. Síðari leiðin gæfi hugmynd um
þann launakostnað sem framleiðandi
stendur andspænis, en sú fyrri á að
vera mælikvarði á raunverulegan
launakostnað við framleiðslu.
Samanburður á raunverulegum launa-
kostnaði mllli landa
Á mynd 1 er sýndur samanburður á
„unit labour cost“ í helstu iðnríkjum.
Hér hefur ekki verið reynt að meta
launakostnað á íslandi á þennan
Efni:
Vinnumarkaður 1
ísraeiska peningakerfið 3
„Unitary Taxation" 4
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4
Mynd 1 Hlutfallslegur launakostnaður eftir löndum
Linurnar sýna hvernig launakostnaður á hverja framleiðslueiningu I hverju landi hefur
breyst miðað launakostnað í öðrum löndum síðan 1980, en meðaltal ársins 1980 er
við-100 fyrir öll löndin.
Heimild: IMF, IFS