Vísbending


Vísbending - 16.11.1983, Blaðsíða 3

Vísbending - 16.11.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 ísraelska peningakerfid: Var Aridoráætlunin reist á sandi? Það er sagt að munurinn á þjóðhag- fræði og ýmsum raunvísindagrein- um sé að í fyrrnefndu greininni sé ekki hægt að gera tilraunir til að prófa kenningar. Þess vegna verða menn að láta sér nægja líkön til prófana. Um daginn komust ísra- elsmenn þó nærri því að gera allrót- tæka breytingu á peningakerfi sínu með áætlun Aridors, fyrrverandi fjármálaráðherra, um að tengja shekelinn við dollara. Ekkert varð þó úr, en ráðherrann varð að segja af sér. Árangur þessarar tilraunar sér því aldrei dagsins Ijós, svo að vangaveltur peningahagfræðinga um niðurstöðurnar verða að duga. Forsaga þessa máls hefur að nokkru verið sögð í Vísbendingu (sjá 15.1 og 16.1), en hér koma frekari skýringar, sem að hluta hafa birst í Financial Times í grein eftir Nicholas Colchester. Höfundar tillagnanna voru þeir Ari- dor, þáverandi fjármálaráðherra, og Þlessner, aðstoðarseðlabanka- stjóri. ( ársbyrjun 1984 átti að fella gengi shekelsins þannig að 100 shekelar væru í dollara, og um leið yrði bandaríkjadollari að heima- mynt í ísrael. í þessari myntbreyt- ingu átti að felast að í stað shekels á reikningum, bankainnistæðum, skuldabréfum, o.s.frv. kæmi eitt bandarískt sent. Til að tryggja breytinguna átti að fá að láni í bandaríska seðlabankanum 1,5 milljarða dollara, þannig að grunn- fé ísraelska seðlabankans tvöfald- aðist. Eftir skiptin yfir I stöðugan gjaldmiðil (dollara) átti að fella niður alla vísitölubindingu í landinu, en um leið afsalaði stjórnin sérforræði í peningamálum. Þetta tfmabil skyldi standa í hálft ár og á meðan mátti ekki verða meiri halli á ríkis- sjóði en hægt yrði að fjármagna með lánum í dollurum (ekki hægt að prenta). Að þessum tfma loknum átti að taka upp nýshekel, en gengi hans átti að miðast við myntkörfu. Peninga- prentun til að fjármagna halla á ríkissjóði yrði bönnuð meö lögum. Skiptin yfir í nýshekelinn yrðu einnig lögbundin og svo virðist sem gert hafi verið ráð fyrir verulegum gjaldeyrishöftum á nýjan leik. Höfundarnir rökstuddu tillögur sínar með tvennum hætti. Þeir sögðu verðbólgu (fsrael eingöngu peningalegs eðlis. Jafnframt álitu þeir að afnám vísitölubindingar á öllum sviðum væri eina leiðin út úr verðbólguvandanum. En til að drepa alveg niður alla verðbólgu- væntingu væri ekki nóg að binda gengi shekelsins við dollarann, til þess þyrfti sjokkið af því að nota dollara í hálft ár og af myrítbreyting- unni eftir það. Þótt tillögur þessar hlytu ekki hljómgrunn hjá seðlabankastjóra ísraels, dr. Mandelbaum, flugu höfundarnir til Bandaríkjanna og ræddu tillögurnar við Regan, fjár- málaráðherra Reagans forseta, og við McKinnon, virtan prófessor ( peningahagfræði við háskólann í Stanford. McKinnon var fljótur að koma auga á veilur í hagfræði þeirra Aridors og Plessners. Hann taldi óvíst að verðbólgan f ísrael væri eingöngu peningalegs eðlis og að stjórnvöld nytu í engu ávaxtanna af peninga- sláttunni og væru henni alveg óháð. Allar stjórnir í verðbólguríkj- um hafa verulegar tekjur af mynt- sláttu. Af þessum ástæðum taldi McKinnon óvíst að hægt yrði að draga svo úr hallanum á rekstri ríkissjóðs að lán ! dollurum dygðu til að fjármagna hann (þ.e. eftir að ríkið hefði misst tekjurnar af pen- ingaprentuninni). En höfundarnir halda því hins vegar fram að ríkissjóður í ísrael tapi á verðbólgunni og hafi alls ekki hreinar tekjur af henni. Beinar tekjur og gjö'd eru vísitölutryggð og eru því ekki mjög háð verðbreyting- um. Tap vegna óverðtryggðra lána ríkissjóðs til fyrirtækja og einstak- linga er meira en tekjur af myntsláttunni. Niðurstaðan er því að ríkissjóður tapar álíka á þessum lánum til einkagcirans og einka- geirinn tapar á peningaeign sinni (þ.e. handbæru fé). Beenstock, prófessor í City Uni- versity í London, tekur í sama streng og McKinnon og dregur í efa að engar nettótekjur séu af mynt- sláttu í Israel. Jafnframt telur hann vafasamt að skella allri skuld á vísi- tölukerfið. „Ef ekki er fyrir hendi pólitískt þor til að skera niður opin- bera lánsþörf og halda gengi fljót- andi á sama tíma, dugir heldur ekki sú brella að festa gengið eða skipta yfir í dollara". Það er margt líkt með megrunarkúr og aðgerðum til að lækna verð- bólgu. Það erfiðasta er ekki að ná af sér nokkrum kílóum, heldur hitt, að bæta þeim ekki á sig aftur. Það er dýrt spaug að gera tilraunir á eigin hagkerfi og taka þá áhættu sem fylgir. En umræðan sem spunnist hefur vegna hugmynda Aridors og Plessners hefur orðið til að varpa Ijósi á ýmsar hliðar verðbólguvand- ans sem stundum verða út undan hérá landi. Gengi shekelsins shekel/$ 100 50- 25 lógariþmaskali f i I I l I i i i l I i i ! I i ll l l I II i II l I 1982 1983 1984 * Gengi dollarans um næstu áramót og fram eftir næsta ári ef farið hefði verið eftir tillögum Aridors og Plessners, 100 shekelar pr. dollara eða einn shekel pr. US. cent. Á íslandi var myntbreyting um ára- mótin 1980/81. Gengi krónunnar var fest miðað við dollara, en sfðar miðað við myntkörfu. Ekki var þó dregið úr opinberri láns- þörf að marki eða aukning peninga- magns hindruð með öðrum hætti.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.