Vísbending


Vísbending - 23.11.1983, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.11.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Porskveiðar við ísland: Áhrif þorskaflans á þjóðarbúskapinn Álit Hafrannsoknarstofnunar á aílahorfum 1984 í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar til sjávarútvegsráðherra, sem birt var í upphafi þessa mánaðar, kemurfram að takmarka þyrfti þorskafla á árinu 1984 við um 200 þúsund tonn til að heildarstofn þorsksins og hrygning- arstofn minnki ekki. Gert er ráð fyrir um 290 þúsund tonna þorskafla í ár og því verður um verulegan samdrátt að ræða bæði í ár og næsta ár, ef afl- inn er takmarkaður við 200 þúsund lestir næsta ár. Allt frá árinu 1950 hefur afli íslendinga aðeins þrisvar sinnum farið niður fyrir 200 þúsund tonn, árin 1950, 1951 og 1967. En afli íslendinga hefur heldur ekki farið yfir 300 þúsund tonn nemaá árunum 1977 til 1982, eftir að útlendingar hættu þorskveiðum að mestu hérvið land. Auk þess stækkuðu bæði heildarstofn þorsksins og hrygning- arstofn á árunum 1977 til 1981, að hluta vegna stóra árgangsins frá árinu 1973. Heildarþorskafli á ís- landsmiðum hefur að vísu verið yfir 300 þúsund tonn allt frá árinu 1950 og oftyfir 400 þúsund tonnum, en afli útlendinga hafði ekki bein áhrif á efnahagslíf hér og er því ekki til umfjöllunar. Hægari vöxtur og slakir árgangar Ljóst er að verulega hefur dregið úr vaxtarhraða þorsksins hér við land og eru kuldi sjávar og minni fæða taldar meðal helstu skýringa. Þannig er álitið að í ár verði landað um 87 milljónum þorska og að þungi þeirra verði um 290 þúsund tonn. ( skýrslu Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að þyngd þorskaflans hefði orðið um 380 þúsund tonn ef vaxtarhraði stofnsins væri jafn nú og á árunum 1977 til 1979. Jafnframt er talið að nýliðun þorsk- stofnsins hafi verið „verulega slök að jafnaði allt frá árinu 1977“. Nýliðun nefna fiskifræðingar þann fjölda hvers árgangs, sem bætist við stofn- inn við þriggja ára aldur, en meðalár- gangur er talinn um 225 milljónir ný- liða. Talið er að árgangarnir 1978 og 1981 séu slakir eða um 150 til 200 milljón nýliða, en árgangarnir frá árunum 1979 og 1982 „ með afbrigð- um lélegir" eða um 100 milljónir nýliða. Árgangurinn frá 1976 var löngurn tal- inn mjög sterkur, en er nú talinn um 280 milljónir nýliða. Horfurnar næstu ár eru því ekki góðar. Mikilvægi þorskins í þjóðarbúskapnum Til eru greinargóðar tölur um afla á íslandsmiðum eftir fisktegundum og einnig eru til hagtölur um framleiðslu og útflutning sjávarafurða eftir vinnsluaðferðum og tegundum afurðafremuren eftireinstökumfisk- tegundum. Þannig fara hinar ýmsu tegundir botnfisks í svipaða vinnslu og ekki auðvelt að greina þátt þorsksins sérstaklega eftir útgefnum tölum. Til að meta hlut þorsksins í myndun þjóðartekna þarf að reikna þau verðmæti sem skapast með veiðum, vinnslu og sölu á þorski. Þetta verðmætishugtak, sem nefnt er vinnsluvirði, fæst með því að draga hráefniskaup fyrirtækja frá tekjum. Nánar tilgreint er til dæmis vinnsluvirði í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, reiknað með því að draga aðföng (hráefni, rafmagn og olíu, veiðarfæri, umbúðir, viðhald o.fl.) frá tekjum (skilaverðmæti útflutnings, innlandssala afurða og aðrar tekjur). Með nokkurri einföldun mætti segja að þjóðarframleiðsla væri summan af vinnsluvirði allrafyrirtækja, þ.e. verð- mæti brúttóframleiðslu að frádregn- um aðföngum. Þjóðarframleiðsla er því nettóhugtak. Útflutningur er hins vegar brúttóhug- tak. Það er því strangt til tekið ekki rétt að bera saman útflutning og þjóðarframleiðslu, þvl að fyrri stærðin er „brúttó", en hin síðari „nettó". En sé reiknað þannig munu útfluttar þorskafurðir vera um 12- 15% af þjóðarframleiðslu. Þriðjungs samdráttur í sölu þorskafurða leiðir því til um 4-5% minni þjóðarfram- leiðslu, eins og fram kom í viðtali við forsætisráðherra á dögunum. Þá á eftir að taka tillit til þess kostnaðar sem sparast bæði við veiðar og vinnslu á um 100 þúsundum tonna af þorski. Enginn veit ennþá hvernig til tekst með þennan sparnað, en þar vegur vafalaust þyngst hve mörgum veiðiskipum verður lagt. Draga verður úr tilkostnaði eins og frekast er unnt Eftirfarandi dæmi er eingöngu ætlað til skýringar og því frjálslega farið með tölur. Vinnsluvirði í sjávarútvegi (veiðum og vinnslu) var 40,77% af tekjum árið 1981 (sjá „Þjóðarbú- skapinn", rit Þjóðhagsstofnunar, ágúst 1983, bls. 123). Ef vinnsluvirði í veiðum og vinnslu þorskafurða er 41% af heildartekjum (100%) og þær lækka um þriðjung (í 67%), þá þyrfti kostnaður að lækka úr 59% af tekjum í (67 - 41 = ) 26% af tekjum til að vinnsluvirði héldist óbreytt við aflasamdráttinn. Þetta er auðvitað ekki raunhæft, endadæmið settfram til.skýringar, eins og fyrr segir. Það má þó ætla, að minnkun þjóðartekna yrði miklu minní en 4-5% við þriðj- ungs samdrátt í þorskafla, ef hægt yrði að draga verulega úr kostnaði við veiðar og vinnslu. Vinnsluvirði, Aðföng, Tekjur í sjávarútvegi 1981,7947 milljónir króna, alls. kr. 3240 milljónir kr. 4707 milljónir Þús. tonn Heimildir: Ástand nytjastofna á íslandsmiöum og aflahorfur 1983, Hafrannsóknastofnunin 1983. Þjóðarbúskapurinn, yfirlit 1982 - framvindan og horfur 1983, Þjóöhagsstofnun 1983.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.