Vísbending - 23.11.1983, Blaðsíða 3
VÍSBENDING
3
Peningamál á Bretiandi:
Eru stefnubreytingar í vændum eða aðeins áherslubreytingar?
Peningamálin í öndvegl
Á Bretlandi hafa peningamál
löngum skipað verðugan sess,
bæði meðal þeirra sem hafa með
höndum stjórn efnahagsmála
hverju sinni og í umræðu fræði-
manna um hagfræði og efnahags-
mál. Á þetta ekki síst við eftir að
ríkisstjórn Thatchers settist að
völdum 1979, en sem kunnugt er
hefur hún lagt megináherslu á
stjórn peningamála til að hafa
hemil á verðhækkunum. Mótun
langtímaskipulags í efnahags-
málum á Bretlandi hefur verið til
umræðu í sumar eftir að annað
kjörtímabil stjórnarinnar hófst, og
kemur þar skýrt í Ijós hve mikil-
væg opinber lánsþörf (Public
Sector Borrowing Requirement)
og peningamál eru i augum
stjórnarliða.
Á Bretlandi er venja að leggja fjár-
lög fram að vorlagi, en undirbún-
ingur fer fram um sumarið og
haustið áður, og hefur fjármála-
ráðherra nýlega flutt þingi skýrslu
sína um fjárlagagerð.
f síðasta mánuði var kunngert að
nýrri peningastærð yrði bætt við
og höfð til viðmiðunar við stjórn
peningamála. Þessi stærð er (
megindráttum grunnfé seðla-
banka, en hefur hlotið nýtt nafn og
er nú kölluð MO. Grunnfé er skuld
seðlabanka í hverju landi við al-
menning og innlánsstofnanir (sjá
nánar um skilgreiningu grunnfjár
í Vísbendingu 3. ágúst). Nákvæm
skilgreining grunnfjár er þó háð
því hverníg viðkomandi peninga-
kerfi starfar. Á íslandi er megin-
hluti grunnfjár innistæður innláns-
stofnana í Seðlabanka og aðeins
að litlu leyti seðlar og mynt í um-
ferð.
f Bretlandi er þessu alveg öfugt
farið, þar er stærsti hluti MO seðlar
og mynt í umferð. í fljótu bragði
virðist þarna komin einföld aðferð
til að hafa stjórn á peningamagni.
Ef hægt er á seðlaprentun og
þannig dregið úr aukningu seðla
og myntar í umferð, er um leið
dregið úr getu banka til nýrra útl-
ána. En Lawson fjármálaráðherra
hefur vísað á bug öllum slíkum
bollaleggingum. Enn er því ekki
Ijóst enn hvaða breytingar á stjórn
peningamála hann hefur í huga,
en menn eru þó sammála um, að
nánar gætur á MO muni gefa vís-
bendingu um væntanlegar að-
gerðir stjórnvalda í efna-
hagsmálum. Jafnframt hafa menn
velt fyrir sér hvort íhaldsstjórnin
breska hyggi á áherslubreytingu.
Eins og fyrr segir hafa markmið í
peningamálum verið sett á odd-
inn ( baráttunni við verðbólguna
og vextir og gengismál fallið í
skuggann.
...
Efnahagsstefnan frá 1979
Kenningar íhaldsflokksins frá
1979 byggðust á því að eina leiðin
til að ráða við verðbólguna væri að
stjórna peningamagni.
Pegar aukning peningamagns
væri innan þeirra marka sem
stjórnin setti sér og opinber láns-
þörf skapaði ekki óeðlilega
þenslu, færu vextir lækkandi, en
minni verðbólga héldi gengi
pundsins i horfinu gagnvart
öðrum gjaldmiðlum.
Segja má að í stórum dráttum hafi
tekist að ná þvi marki sem að var
stefnt, en núna eru aðstæður allar
aðrar. Verðbólga er innan við 5%
og Lawson fjármálaráðherra hefur
vísað á bug spám eða viðvörun-
um um að verðlag kunni að
hækka hraðar á næsta ári. Stefnt
er að því að halda gengi pundsins
í kringum $1,50 og vegna hárra
vaxta í Bandaríkjunum hefur enn
ekki verið hægt að lækka-vexti í
Bretlandi. Auk þess hefur ekki
reynst neitt gamanmál að stýra
peningamagni. Peningamagn M3
(viðasta skilgreining peninga-
magns, þ.e. seðlar og mynt auk
almenns sparifjár og bundinna
innlána) jókst á síðasta kjörtíma-
bili um 13,5% á ári að meðaltali og
um 22% frá miðju ári 1980 til miðs
árs 1981.
Hvad er peningamagn og hvernig
er hægt að hafa stjórn á þvi?
Pegar stefnan í peningamálum
var mótuð á Bretlandi 1979 var
hvorki talið fullnægjandi að miða
árangur við M0 eða M1 (á Bret-
landi á M1 við seðla og mynt auk
óbundinna reikninga) því auðvelt
er að ráðstafa fé af reikningum
þótt þeir séu bundnir vissan tíma.
Þess vegna varð M3 fyrir valinu,
þ.e. peningar i víðasta skilningi.
En þá kom upp vandamál sem ís-
lendingar hafa einnig fengið að
kynnast, ekki síst eftir að verð-
binding var innleidd á fjármagns-
markaði hér 1979. Hærri vextir,
sem samkvæmt bókunum eiga að
draga úr peningamagni (vegna
þess að fólk færir verðmæti úr
peningum í verðbréf), urðu til að
auka við M3, þar sem hærri vextir
reiknast á innistæður. í upphafi
annars kjörtímabils í sumar var
því reynt að skilgreina betur þær
stærðir á sviði þeningamála sem
stjórna á eftir. Þótt niðurstöður
séu enn ekki fyrirliggjandi eða hafi
---------------
ekki leitt til nýrra aðferða, virðist
sem áherslan hafi í reynd færst
yfir á grunnfé, auk þess sem
lækkun opinberrar lánsþarfar
verður þungamiðja efnahags-
stjórnar enn sem fyrr.