Vísbending - 15.12.1983, Síða 1
VÍSBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_
22.1 15. DESEMBER 1983
Gengi dollara gagnvart yeni:
Þrýstingur á Japani að hækka gengi yensins
Japanir reynast tregir til
gengishækkana
För Reagans Bandaríkjaforseta
til Japans í síðasta mánuði var
meðal annars í þeim tilgangi að
knýja á um ráðstafanir af hálfu
Japana sem leitt gætu til hag-
stæðara gengis milli yens og
dollara - þ.e. hærra gengi
yensins gagnvart dollaranum.
Talsvert hefur verið deilt á Jap-
ani undanfarna mánuði vegna
lággengis yensins, en flestir
munu á eitt sáttir um aö gengi
yensins á alþjóðlegum markaði
sé of lágt, ekki síst gagnvart
Bandaríkjadollara. Afgangur
Japana í viðskiptum við útlönd
hefur verið um eða yfir 20 millj-
arða dollara miðað við heilt ár,
og fer fremur vaxandi. Talið er,
að útflutningsgreinar í Japan
yrðu vel samkeppnishæfar,
pótt gengi yensins hækkaði í
210 pr. dollara eða jafnvel yfir
200 pr. dollara, en undanfarnar
vikur hefur gengi yensins verið
um 235 yen í dollara.
Veikt gengi yensins, einkum
gagnvart dollara, hefur valdið
nokkurri spennu í .viðskiptum
milli Japana og Bandaríkja-
manna. Síðan 1980 hefur raun-
gengi yensins lækkað um 8%,
en raungengi dollarans hefur
hækkað um a.m.k. 15% ásama
tíma. Því hefur löngum verið
haldið fram, að japönsk stjórn-
völd beittu ýmsum brögðum til
að koma í veg fyrir hækkun
yensins. En gengi yensins er
jafnvægisgengi í þeim skilningi,
að gífurlegur viðskiptaafgangur
á sér mótvægi þar sem er halli
á fjármagnsjöfnuði; þ.e. fjár-
streymi frá Japan og aðallegatil
Bandaríkjanna.
Fjárlagahalli í Bandaríkjunum
fjármagnaður með yenum
Nokkuð var rýmkað um gjald-
eyrisviðskipti í Japan árið 1981
og allar götur síðan hefur fjár-
festing í dollurum gefið vel af
sér. Þannig hefur innstreymi
fjár frá Japan fjármagnað
drjúgan hluta af sívaxandi halla
á fjárlögum í Bandaríkjunum.
Flugmyndir Bandaríkjamanna
á fundi Reagans forseta og
ráðamanna í Japan voru á þá
leið, að hækka mætti „jafn-
vægisgengi" yensins með því
að jafna útstreymi yensins frá
Japan með fjárstreymi til Jap-
„,.s frá öðrum þjóðum. En til að
koma þessu í kring, þyrfti
annað hvort að hækka vexti í
Japan eða gera japanskar fjár-
skuldbindingar hagkvæmar
öðrum þjóðum á einhvern
annan hátt. Innlánsvextir við-
skiptabanka í Japan eru
næstum 7%, en verðbólga
innan við 1 %, svo að raunvextir
gætu naumast hækkað. Á hinn
bóginn telja fjármálamenn, að
auka mætti fjölbreytni skulda-
bréfa á japönskum peninga-
markaði og gera þau seljanlegri
með því að draga verulega úr
skriffinnskunni, sem sögð er
afar mikil. Þessar hugmyndir
hafa verið viðraðar, en undir-
tektir á alþjóðlegum fjármála-
markaði enn sem komið er
dræmar.
Vaxtamunur
En það kynnu að vera til fleiri
leiðir til að vinna gegn lággengi
yensins, náist um það sam-
vinna með Japönum og Banda-
ríkjamönnum. í Japan njóta
sparifjáreigendur skattaívilnana
Efni:
Gengi yens gagn vart dollara 1
Þjóðarbú í þrengingum 2
Töflur:
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4