Vísbending - 15.12.1983, Blaðsíða 2
VÍSBENDING
2
Tór Einarsson:
Þjóðarbú í þrengingum - þrjú skakkaföll borin saman
Stafa af framboðsbresti
Á tæpum tveim áratugum hafa
fslendingar þrívegis hreppt öflugt
andstreymi í efnahagsmálum. Árin
1967-68 varð þjóðarbúið fyrir
skakkaföllum er síldarafli brast og
útfluttar afurðir féllu í verði. Annar
skellur dundi á 1974-75, þegar
olíuverð margfaldaðist og viðskipta-
kjör rýrnuðu til muna. En hið síðar-
nefnda átti án efa upphaf sitt í olíu-
verðssprengingunni að talsverðu
leyti. Tíðarfjandi knýr dyra þriðja sinni
1982 með aflabresti, og sér raunar
ekki fyrir endann á þeim ógöngum.
Eru jafnvel líkur á enn frekari sam-
drætti árið 1984 vegna þess hversu
tæpt þorskstofninn virðist standa.
Frá fræðilegu sjónarmiði eru öll þessi
áföll af sama tagi. Þau mætti nefna
einu nafni framboðsbresti (e. supply
shocks), þarsem „framboð" áfram-
leiðsluþætti ýmist bregzt (sbr. afla-
brestur) eða hann hækkar í verði
(sbr. olía). Þrengingarnar, sem
hrjáðu þjóðarbúið árin 1967-68 eru
í ætt við núverandi vandræði að því
leyti að hvort tveggja stafar af afla-
bresti. Samdrátturinn 1974-75 á
hins vegar rót sína að rekja til verð-
breytinga; hækkandi olíuverðs og
lækkandi verðs á sjávarafurðum,
m.ö.o. versnandi viðskiptakjara. í
þessu sambandi verður mönnum
e.t.v. spurn: Hversvegnasigldisam-
dráttur ekki í kjölfarið þegar olíuverð
hækkaði engu minnaárin 1979-80?
Skýringarinnar er trúlega að leita í
góðum aflabrögðum þessi ár. Því til
stuðnings má nefna að verðmæti
fiskaflans upp úr sjó (á föstu verði)
jókst um 27% milli áranna 1978 og
1980. Má því með nokkrum rétti
segja, að islendingar séu nú að súpa
seyðið af seinni olíuskellinum. Úr
því skyldi þó ekki dregið, að afla-
brestur veldur sérstökum vandamál-
um eins og fram kemur síðar í þessu
yfirliti.
Áhrifá helstu hagstærðir
Myndin í hægri hlið opnunnar sýnir
samdráttarskeiðin þrjú í fremur
samandregnu formi. Á myndina má
Gengi dollarans framh.
og útlánum er stjórnaö með
beinum hömlum, en ekki vöxt-
um. í Bandaríkjunum njóta lán-
takar skattf rád ráttar vegna
vaxtagreiðslna, og útlánum er
stjórnað með vöxtum. Vextir
eru því löngum hærri í Banda-
lesa bæði lárétt og lóðrétt. Með því
að lesa lóðrétt er unnt að glöggva sig
á þróun hinna ýmsu hagstærða á
hverju tímaskeiði um sig. Ef lesið er
lárétt má bera saman breytingar hag-
stærðar (t.d. þjóðarframleiðslu) á
hinum mismunandi tímabilum. Efsti
hluti myndarinnar sýnir breytingar
fiskafla og útflutningstekna. Árin
1967-68 hrapaði verðmæti fiskafl-
ans upp úrsjó um 27%, áföstu verði
reiknað. Útflutningstekjur rýrnuðu
litlu minna. Að öðru óbreyttu hefði
aflabresturinn ekki haft í för með sér
slíka tekjurýrnun þar sem þjónustu-
útflutningur var (og er) töluverður. En
verðfall á afurðum kom til viðbótar,
svo að útflutningstekjurnar féllu við-
líka og aflaverðmætið.
Árin 1974-75 lækkuðu útflutnings-
tekjur um 5%, eingöngu vegna
versnandi viðskiptakjara. Ekki eru öll
kurl komin til grafar varðandi þau áföll
sem dunið hafa yfir 1982-83, þar
sem aflatölur yfirstandandi árs liggja
ekki fyrir. Myndin sýnir samdrátt upp
á 16-17%, sem gæti e.t.v. reynzt
meiri á endanum. Útflutningstekjur
hafa ekki fallið jafnmikið, því við-
skiptakjör hafa fremur vænkazt en
versnað síðan 1981. Auk þess er lík-
legt að framleiðsla til útflutnings,
önnur en úr sjávarfangi, aukist í ár.
Áhrif skakkafallanna á þjóðarfram-
leiðslu (VÞF), þjóðartekjur (VÞT) og
atvinnu má sjá á miðhluta myndar-
innar. Eins og að líkum lætur varð
samdrátturinn mesturárin 1967-68.
Þá minnkaði VÞF um 8% og VÞT um
12%. Þjóðarframleiðslan skrapp
saman um 2% 1975, VÞT um 6%. Á
árunum 1982-83 hefur VÞF fallið
um rúm 7% og VÞT um 6% eftir því
sem næst verður komizt. Heildar-
framleiðsla þjóðarinnar virðist því
hafa minnkað ámóta og í afturkippn-
um 1967-’68. Þá kom til verulegs at-
vinnuleysis, sem á myndinni má sjá.
í þessu viðfangi er rétt að vekja
athygli á tvennu. í fyrsta lagi stafar
rýrnandi þjóðarframleiðsla upp á síð-
kastið að nokkru af stórauknum
vaxtagreiðslum til útlanda. Því er
svonefnd „verg landsframleiðsla”
ríkjunum en Japan, bæði af
þessum ástæðum og öðrum,
en með skattabreytingum
mætti draga nokkuð úr mis-
muninum.
Verði þessi áform og hug-
myndir stjórnvalda að veru-
(sjá skýringar) einnig sýnd fyrir
núverandi samdráttarskeið. En hún
er betri vísbending um vinnuaflseftir-
spum en VÞF. Sýnt er, að landsfram-
leiðslan hefur ekki dregizt saman til
jafns við þjóðarframleiðsluna. j öðru
lagi fór atvinna ekki að bresta að
marki fyrr en veturinn 1968-69.
Atvinnuleysistölum fyrir landið allt
var fyrst safnað í desember 1968.
Þó áreiðanleg gögn liggi ekki fyrr hér
um, er talið að nokkurt atvinnuleysi
hafi ríkt veturinn 1967-68, snöggt
um minna þó en síðar varð. Nokkuð
bryddaði á atvinnuleysi í fyrravetur.
Erfitt er að spá um framhaldið, en
ólíklegt er að atvinna verði meiri í
vetur en þann sem leið, að óbreytt-
um aflahorfum. Ekki gætti atvinnu-
leysis svo neinu nam árin 1974-76.
Hins vegar styttist vinnutími sumra
stétta nokkuð.
Á myndinni er líka sýndur við-
skiptajöfnuður I hlutfalli við þjóðar-
framleiðslu. Öllum er þessum mis-
ærum sameiginlegt, að verulegur
halli hefur myndazt í viðskiptum við
útlönd, um og yfir 10% af VÞF. Svo
virðist sem hallinn verði minni nú en
á fyrri samdráttarskeiðum. En þá er
þess að gæta, að innflutningur skipa,
flugvéla og véla til virkjana og ann-
arra stórframkvæmda var mun fyrir-
ferðarmeiri þá en nú.
Neðsti hluti myndarinnar sýnir þróun
þjóðartekna og atvinnutekna á starf-
andi mann, auk kauptaxta. Þar kemur
m.a. fram, að þjóðartekjur á mann
hafa rýrnað ámóta nú og í kreppunni
1974-75. Þær lækkuðu hins vegar
nokkru meira árin 1967-’69.
Niðurstaðan af ofangreindri
samantekt er því í stuttu máli sú, að
hvað framleiðslu og atvinnu í landinu
áhrærir, voru áföllin 1967-68 hast-
arlegust þeirra þriggja, sem hér eru
könnuð. Þetta er vitaskuld sagt með
þeim fyrirvara, að ekki komi til veru-
legs aflabrests umfram þann sem
þegar er orðinn. Hvað viðvíkur breyt-
ingum á þjóðartekjum - einkum
þjóðartekjum á starfandi mann -
svipar þessum tímabilum meir
saman.
leika, mætti búast við einhverri
hækkun á gengi yensins gagn-
vart dollara. Enn sem komið er
virðist slík hækkun þó ekki lík-
leg nema staða dollarans á al-
þjóðlegum markaði taki að
veikjast.