Vísbending


Vísbending - 04.01.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.01.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 1.2 4. JANUAR 1984 Gjaldeyrisstýring: Áhrif mismunandi uppgjörsaðferða á fjármagnskostnað vegna erlendra lána Algengast að færa upp er- lendar skuldir miðað við gengi í árslok Sföan skipulag það (alþjóðagjaldeyr- ismálum sem kennt er við Bretton Woods leið undir lok og gengi helstu gjaldmiðla tók að ráðast á frjálsum markaði hafa verið miklar breytingar á gengi milli helstu mynta. Auk þess hafa orðið mjög miklar breytingar á gengi (slensku krónunnar ( verð- bólguróti slðasta áratugar. Það er þv( nokkur hending hvaða gengi gildir milli mynta (árslok. Sem dæmi má nefna að verð á dollara var kr. 8,185 á árslok 1981, en kr. 9,439 eða 15% hærra fyrsta dag sem gengi var skráð 1982 (14. janúar). Verð á doll- ara í árslok 1982 var kr. 16,65, en kr. 18,17 eða 9% hærra 5. janúar 1983, fyrsta dag sem gengi var skráð það ár. Þessi dæmi eru óvenjuleg. Geng- isbreytingar hafa afdrifarík áhrif á bókfærða afkomu fyrirtækja og því hafa verið settar fram ýmsar hug- myndir til að draga úr þessum áhrifum. Dr. Lars Oxelheim, sem hélt erindi á ráðstefnu Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga um geng- is- og gjaldeyrismál í nóvember s.l. (og raunar daglangt námskeið um gjaldeyrisstýringu á vegum Stjórn- unarfélags (slands), ritaði grein ( Journal of Business Finance and Accounting um nýjar uppgjörsað- ferðir1> vegna erlendra eigna og skulda. Flér verður gerð stuttlega grein fyrir nokkrum af hugmyndum Oxelheims og sagt frá helstu niður- stöðum hans. Þess má geta, að það sem hér fer á eftir á eingöngu við meðferð á erlendum eignum og skuldum sem færa þarf upp með gengi, en ekki við vfsitöluuppfærslu á innlendum liðum. Við uppgjör eftir hefðbundnum reikningsskilavenjum eru fastafjármunir endurmetnir sam- kvæmt ákveðnum verðbreytinga- stuðli og verðtryggðar skuldir færðar upp til gildandi vísitölu í árslok. Til eru tvær aðrar uppgjörsaðferðir sem beita má við verðbólguaðstæður, svonefnd staðverðsreikningsskil og gangverðsreikningsskil. Ætlunin er að gera stuttlega grein fyrir þessum aðferðum í Vísbendingu á næstunni. 1) Lars Oxelheim: „Proposals for New Ac- counting Standards forForeign Monetary Items", Journal of Business Finance and Accounting, vol. 10, no. 2. Þörf á betri aðferðum til að jafna fjármagnskostnað af erlendum lánum á milli ára Sveiflur í gengi milli gjaldmiðla, hvort sem þær vara lengur eða skemur, geta leitt til bókfærðs hagnaðar eða taps sem aðeins er til á pappírnum, vegna þess að gengi getur breyst aftur áður en til greiðslu kemur. Hátt eða lágt gengi myntar getur auðvitað varað svo lengi að raunverulega komi til hagnaðar eða taps vegna erlendra skulda eins og hágengi doll- arans síðustu tvö til þrjú árin sýnir. Markmiðið með öðru gengi til geng- isuppfærslu en því sem skráð er ( árslok, er að jafna fjármagnskostnað af erlendum lánum milli tfmabila, þó þannig, að ekki sitji eftir umtalsverð- ur gengishagnaður eða tap við s(ð- ustu greiðslu f lok lánstímans. Það eru því fyrst og fremst áhrif af tilvilj- anakenndum sveiflum á gengi sem reynt er að koma í veg fyrir með því að nota annað en skráð gengi til upp- færslu (lok reikningstímabils. Aldrei verður unnt að jafna fjármagnskostn- að til fulls á lánstímanum, þar sem framhald á bls. 2 Vísitala Visitala Vísitala Vísitala gengis i.jafn- Vísitala gengis „jafn- Vísitala Efni: sænsku vægis- kaup- sænsku vægis- kaup- krónunnar gengis" máttar krónunnar gengis" máttar- Gjaldeyrisstýring 1 Timabil gagnvart S.kr./DM jafnvægis gagnvart S.kr./$ jafnvægis Áramótagengiö 2 DM (1) (2) (1)/(2) (3) $ (4) (5) (4)/(5) (6) Efnahagsmál í Danmörku 4 1973/74 100 100 100 100 100 100 1974/75 1975/76 99,9 98,7 104,5 107,2 95,6 92,0 85.9 90.9 101,5 101,7 84,6 89,4 Töflur: 1976/77 102,6 111,2 92,3 85,3 106,2 80,3 Gengi helstu gjaldmiðla 4 1977/78 130,2 122,6 106,2 97,2 111,0 87,6 Gengi íslensku 1978/79 137,9 128,3 107,5 88,6 108,1 82,0 krónunnar 1979/80 141,8 137,4 103,2 86,2 108,8 79,2 4 1980/81 131,8 145,2 90,8 91,1 108,6 83,9 1981/82 143,5 146,7 97,8 116,0 U 114,4 n -»; 101,4 > ‘,r ■' o r\ sj i/ 0 4 7 .1 m i: i

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.