Vísbending - 04.01.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING
2
Áramótagengið:
Sterku gjaldmiðlarnir 1983 voru dollari og yen
Gengi dollarans í krónum hækkaði um 73%
á árinu
Gengi dollarans var á gamlársdag 1982kr. 16,65, en kr.
28,71 þann 30. desember s.l. og hækkaði því verð á
dollaranum um 72,4% á árinu 1983. Á sama tíma
hækkaði meðalgengi krónunnar um nálægt 65%, en
gengi dollarans hækkaði mjög gagnvart flestum helstu
gjaldmiðlum á síðasta ári.
I meðfylgjandi töflu sést, að samkvæmt gengisskráningu
Seðlabankans síðasta virkan dag hvors árs, 1982 og
1983, hækkaði dollarinn um 14,56% gagnvart þýska
markinu, 9,07% gagnvart svissneskum frönkum,
17,38% gagnvart dönsku krónunni, 9,34% gagnvart
sænsku krónunni, o.s.frv. (næstsíðasti dálkur í efri hluta
töflunnar). Gengiyensins hefurþó nokkurn veginn haldið
í við dollarann. Breytingará gengi helstu mynta á sfðasta
ári eru því einkum fólgnar í hækkun á gengi dollara og
yens gagnvart öðrum helstu myntum. Kemur þessi
þróun líka fram í skráningu á gengi krónunnar. Frá miðju
ári (aftasti dálkur í neðri hluta töflunnar) hefur verð á
erlendum gjaldeyri hækkað að meðaltali um 2,27%. Á
sama tima hefur verð á dollaranum hækkað um 4,29%,
verð á yeni um 7,33%, en verð á þýsku marki lækkað um
2,45% oghollenskaflórínanlækkaðum2,67%. Þessmá
geta, að neikvæðu tölurnar i efstu línu í öftustu þremur
dálkum töflunnar eru vegna þess að í þeirri línu er skráð
gengi dollarans gagnvart pundi (en ekki gengi punds í
dollurum). Mínustölurnar sýna því lækkun á verði
pundsins í dollurum.
Horfur í verðlags- og gengismálum
Á síðustu vikum nýiiðins árs varhljótt um spámenn á
sviði verðlags- og gengismála hér á landi, og má ef til vill
segja, að menn haldi niðri í sér andanum á meðan beðið
erátekta. Á spástefnu Stjórnunarfélags íslands, sem
haldin vará Hótel Loftleiðum 8. desembers.l., varaðeins
lögð fram ein sjálfstæð spá um verðlags- og gengismál,
auk spár Þjóðhagsstofnunar sem áður hafði birst að hluta
í þjóðhagsáætlun. Varþað spá Þórðar Magnússonar,
framkvæmdastjóra fjármálasviðs Eimskipafélags íslands,
og er spáin notuð sem efnahagslegar forsendur við
fjárhagsáætlunargerð fyrirtækisins. Þá má nefna, að í
desemberhefti Viðskiptamála, fréttabréfs Verzlunarráðs
íslands, erað finna spá um lánskjara- og byggingarvísi-
tölu fram til miðs árs 1984.
Á litlu myndinni eru til gamans sýndar þær spár sem
handbærar eru um breytingar verðlags á nýbyrjuðu ári.
Stefna stjórnvalda, eins og hún er sett fram í þjóðhags-
áætlun, felurí sérað verðbólgan verði komin undir 10%
í lok ársins. í launamálum var upphaflega stefnt að um
6% hækkun launa á árinu, en þau mörk hafa nú verið
lækkuð um2% til samræmis við lakari aflahorfur og lægri
þjóðartekjurá árinu. Stefnt erað gengisfestu, þ.e. sem
stöðugustu gengi gagnvart erlendum gjaldeyri, en
tilgreind eru 5% mörk „ til hvorraráttar eftirþvísem nánar
verður ákveðið". Þá eráskilinn nokkur sveigjanleiki eftir
breytilegu gengi helstu gjaldmiðla erlendis.
Forsendur Þórðar Magnússonar vegna fjárhagsáætlana
Eimskips, sem vikið varað hérað framan, gera ráð fyrir
22% hækkun byggingarvísitölu frá upphafi til loka ársins.
Reiknað ermeð launahækkun íþremuráföngum á árinu,
6% ímars, 5% íjúníog4% íoktóberfhéreraðsjálfsögðu
aðeins um reikniforsendurað ræða, en ekki beina spá um
líklegustu atburði), alls um 15,8%> hækkun launa á árinu.
Þá erreiknað með að gengi dollarans í árslok I ár verði kr.
34 og gengi þýska marksins kr. 13,90. í reikningunum
felstaðgengidollaransm.v. DMlækkarúrDM2,66ÍDM
2,44 á árinu. Verð á dollara íkrónum hækkarþá um 20%
á árinu, en verð á DM um 30%. Eins og fyrr greinir voru
ekki lagðar fram á Spástefnunni aðrar spár en spá Þórðar
Magnússonar og spá Þjóðhagsstofnunar, sem að nokkru
hafði birst fyrr.
Spá Verzlunarráðs íslands nær sem fyrrsegir til miðs árs
og aðeins til lánskjara- og byggingarvísitölu. Lánskjara-
vísitala var í desember s.l. 836, en er áætluð 950 í júní I
reikningum Verzlunarráðsins og erhækkunin 14% eða
30% miðað við heilt ár. Áætlað gildi byggingarvísitölu í
maí (þ.e. mælt í apríl) er2490. Hækkunin nóvember '83
til apríl '84 er 9% eða 23-24 % miðað við heilt ár.
Gjaldeyrisstýring, framhald
skráö gengi allan lánstímann er ekki
þekktfyrirfram.
(grein Oxelheims er lagt til aö miðað
sé við einhvers konar jafnvægis-
gengi til gengisuppfærslu, og bendir
höfundurinn á þrjár leiðir sem helst
koma til greina við að reikna jafn-
vægisgengið. Aðrar leiðir eru þó
auðvitað hugsanlegar. Þær aðferðir
sem Oxelheim nefnir eru (i) að miða
við gengi sem reiknað er eftir kaup-
máttarjafnvægi (Purchasing Power
Parity, PPP), (ii) að miða við gengi
sem reiknað er eftir vaxtajafnvægi
(Interest Rate Parity), og (iii) eftir
Fishers-reglunni, en hún er nokkurs
konar kaupmáttarjafnaðarregla á fjár-
magnsmarkaði (sjá Vísbendingu,
2.1,27. júlf s.l., bls. 3).
Kaupmáttarjöfnuður
í kenningunni um kaupmáttarjöfnuð
felst að mismikil verðbólga milli landa
ráði mestu um breytingar á gengi
gjaldmiðla landanna, þegar lengra er
litið. Reglan á því helst við, þegar litið
er á breytingar gengis yfir nokkurra
ára skeið, en er síður gagnleg til að
skýra skammtímabreytingar. Væri
reglunni beitt til að reikna nokkurs
konar „bókhaldsgengi" yrði litið á
frávik frá því gengi sem tilviljunar-
kennd eða háð áhrifum stjórnvalda
og að þau jöfnuðust út að fullu með
tímanum. Þannig mætti líta á vísitölu
kaupmáttarjafnaðar (sem einnig er
kunn sem vísitala raungengis) sem
mælikvarða á það, hvort erlendar
eignir og skuldir séu vanmetnar eða
ofmetnar í reikningum fyrirtækja.
Tæknilega séð er sá vandi tengdur