Vísbending


Vísbending - 11.01.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.01.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Yfirlit Ætlunin er að birta annað veifið yfiriit um þróun efnahagsmála og spár um framvinduna í helstu við- skiptalöndum íslendinga. í lok hverrar greinar um hvert land verður þess getið hvenær síðast var birt efni um það land. Til dæmis merkir(1, 12.83) í lok frásagnarinnar um efnahagsmál í Frakklandi aðá1. bls. í 12. tölublaði 1983 sé að finna meira efni um Frakkland. Frakkland_______________________ Lækkandi verðbólga Áætlað er að hagvöxtur í Frakklandi á síðasta ári hafi verið 0,2%. Sú niðurstaða er heldur betri en búist hafði verið við, en óttast var að sam- dráttarskeið tæki við í kjölfar efna- hagsaðgerða Mitterandstjórnarinnar í fyrravor. Búist er við að neysluvöru- verð í Frakklandi hækki um 3,8% á fyrri hluta þessa árs, en á seinni árs- helmingi 1983 var hækkunin 3,9% (árshraði 7,95%). Tólf mánaða hækkun neysluvöruverðs í júní í ár yrði þá um 7,7%, að því eropinberar heimildir herma í Frakklandi. Viðskiptahalli Frakka á fyrri hluta árs 1983 var 34 milljarðar franka, en talið er að hallinn verði ekki nema 4 millj- arðar franka á síðari hluta ársins. Þessi snögga breyting til hins betra er rakin til minni eftirspurnar heima fyrir og til aukins útflutnings með lækkandi gengi frankans. Þá hefur hagvöxtur í viðskiptalöndunum al- mennt glætt útflutning Frakka. Horf- urnar á þessu ári eru ekki eins góðar, m.a. vegna þess að stærri hluta útflutningstekna verður að verja til aukinna vaxtagreiðslna á erlendum skuldum. Þannig er búist við að við- skiptahallinn á þessu ári verði enn um 25-30 milljarðar franka. Veltur á niðurstöðum kjarasamninga í þess- um mánuði hvernig innlend eftir- spurn breytist. Á síðasta ári stefndu stjórnvöld að um 9% vexti peningamagns (M2, seðlar og mynt auk óbundinna bankainnistæðna), en útkoman mun nær8%, að hluta vegna þess hve vel tókst að fjármagna hallarekstur hins opinber með sölu skuldabréfa á inn- lendum markaði. Stjórnvöld hafa ný- lega kynnt stefnu sína í peningamál- um á þessu ári og stefna að 5,5- 6,5% vexti M2, og á með því að minnka verðbólgu í 5% í árslok. Margir eru svartsýnir á að það tak- mark náist og spá um 7% verðbólgu áárinu. Þegar að því kemur að viðmiðun- argengi EMS-myntanna verður end- urskoðað, gæti gengi frankans því lækkað um 5-6% gagnvart þýska markinu, einkum vegna meiri verð- bólgu í Frakklandi en í flestum öðrum löndum Efnahagsbandalagsins. (1,12.83) Ítalía Erfið stjórn ríkisfjármála Fjárlög ársins 1984 á Ítalíu voru afgreidd fyrir áramótin 1983/4 og þótti það merkur áfangi í hagstjórn þar. Ríkisfjármálin eru engu að síður með erfiðustu viðfangsefnum ríkis- stjórnar Bettinos Craxis, en hún hefur nú setið að völdum í fjóra mán- uði. Helstu markmið stjórnarinnar voru að ná tökum á ríkisfjármálum og að minnka verðbólgu. Hallinn á ríkis- búskapnum í fyrra nam 17% af þjóð- arframleiðslu þess árs og var liðlega 60 milljarðar bandaríkjadollara, en í nýafgreiddum fjárlögum þessa árs er raunar gert ráð fyrir um 65 milljarða dollara halla. Svartsýnustu sþárfela i sér enn hærri halla, allt að 25-30% af VÞF á þessu ári, en hallinn hefur tvö- faldast síðan á árinu 1980. Flafa hag- fræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins jafnað hallarekstri hins opinbera á Ítalíu við að „tímasprengju" hafi verið komið fyrir í hagkerfinu. Verðbólga á Ítalíu er ríflega helmingi meiri en í öðrum stórum iðnríkjum. Verðbólga í árslok 1983 var 13%, en um 15% að meðaltali áárinu. Stefnir ríkisstjórnin að því að koma verð- bólgunni úr 13% í 10% í lok þessa árs. Vonlaust virðist að ná því marki í verðlagsmálum nema það takist að hemja opinbera lánsþörf. Til þess þarf bæði að skera niður útgjöld ríkis- ins og að hækka skatta, en hvort tveggja hefur gengið hægt fram að þessu. Árangur hefur heldur ekki náðst f viðræðum til að draga úr áhrifum vísitölubindingar launa. Stefna stjórnarinnar er að halda launahækkunum á þessu ári innan við 10%. Þrátt fyrir dimmar horfur er ekki búist við að gengi lírunnar falli mikið á árinu. Vextir eru allháir á Ítalíu, um 18%, og vöruskiptajöfnuður er heldur að lagast. Mikið er þó komið undir gengi dollarans. Líklegt er að gengi lírunnar lækki ef gengi dollar- ans lækkar á árinu og á það sama við um flesta veika gjaldmiðla í Evrópu. Þannig má búast við að gengi lír- unnar lækki gagnvart þýsku marki ef dollarinn fellur, en gengi lírunnar gæti staðið í stað gagnvart marki ef gengi dollarans helst hátt áfram. (3, 5.83) Svíþjóð Vaxandi útflutningur Útflutningur Svía var 10,5% meiri á síðasta ári en 1982, og bætti 16% gengisfelling sænsku krónunnar ( október 1982 samkeppnisstöðu Svía á erlendum markaði verulega. í skýrslu frá samtökum iðnrekenda í Svíþjóð er talið að þjóðarframleiðsla hafi vaxið um 1,7% í fyrra og spáð er um 1,6% aukningu í ár. Ennfremur jókst hagnaður útflutningsgreina mjög á síðasta ári, og er búist við áframhaldandi aukningu í ár. Búist er við að vöruskiptajöfnuður hafi verið jákvæður um 10,1 milljarð sænskra króna í fyrra, en hann var neikvæður um 5,7 milljarða sænskra króna árið 1982. í ár er reiknað með afgangi sem nemur 16-17 milljörðum sænskra króna í vöruskiptum við útlönd, og yrði þá viðskiptajöfnuður nokkurn veginn í jafnvægi. í fyrra var viðskiptahallinn um 7,2 milljarðar sænskra króna og um 22 milljarðar árið 1982. Búist er við að verðlag hækki um lið- leg 7% í ár, en stjórnvöld stefna að því að minnka verðbólgu í 5,5% undir lok ársins. Ifyrra hækkaði verð- lag um tæplega 9% frá upphafi til loka ársins. Ekki er því búist við verulegum breytingum á meðalgengi sænsku krónunnar í ár. Kjarasamningar sem f hönd fara í Svíþjóð gætu þó ráðið nokkru um það hvort verðbólga á árinu verður meiri eða minni en búist er við. Talið er að gengi sænsku krónunnar gæti veikst á árinu, verði samið um meiri launahækkanir en þær sem felast í markmiðum stjórn- valda. Á hinn bóginn er hugsanlegt að gengi dollarans veikist á árinu og gæti þá gengi sænsku krónunnar styrkst gagnvart dollaranum. (4.21.83) (1.16.83)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.