Vísbending


Vísbending - 01.02.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 01.02.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING & 5 VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL w 5.2 1. FEBRÚAR 1984 Evrópulöndin Minni hagvöxtur en í Bandaríkjunum Samanburður 1974 til 1984 Framleiðsla í Bandaríkjunum í fyrra var um 3,5% meiri en árið áður og innlend eftirspurn þar í fyrra er talin hafa aukist um 4,5%. í flestum Evr- ópulöndum var hagvöxtur mun minniL t.d. aðeins 1 % að meðaltali í fjórum stóru iðnríkjunum (Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi). Inn- lend verðmætaráðstöfun í þessum ríkjum jókst að meðaltali aðeins um 0,75% milli áranna 1982 og 1983. Sama er uppi á teningnum í ár. í Bandarlkjunum erspáð5% hagvexti en aðeins 1 % í ofantöldum löndum í Evrópu. Búist er við að innlend verðmætaráðstöfun vaxi um 5,75% i Bandaríkjunum en aðeins 1% í löndunum fjórum. Þessi samanburð- ur er ekki aðeins hagstæður Banda- ríkjunum 1983 og 1984. Á árunum 1975 til 1984 gæti framleiðsla vaxið um 8,6% meira (á tímabilinu öllu) í Bandaríkjunum en í Evrópulöndum OECD og ekki eru horfur á að saman dragi í nánustu framtíð. Vöruútflutningur íslendinga Bandaríkin hafa löngum verið helsti markaður fyrir frystar sjávarafurðir Islendinga og hefur tekjuaukningin þar á síðustu árum vafalaust átt sinn þátt ( að vel hefur gengið að selja þangað vel unnar vörur úr góðu hrá- efni fyrir hátt verð. Taflan hér á síð- unni sýnir hlutfallslega skiptingu vöruútflutnings Islendinga síðustu árin. Samkvæmt meðaltali áranna 1979 til 1983 (jan.-sept. 1983) hafa 26% vöruútflutnings verið flutt til Norður-Ameríku, mestallt til Banda- ríkjanna en örlítið til Kanada. Á árinu 1982 virðast sjávarafurðir hafa numið um 87% af útflutningi til Bandarikj- anna en meðal annarra afurða sem fluttar voru þangað voru prjónavörur og kísiljárn. Um 56% af vöruútflutn- ingi fór til Evrópulanda að meðaltali á þessum árum. Því ætti að vera hægt að flytja meira út til Bandaríkjanna af öðrum vörum en sjávarafurðum og nokkur fyrirtæki hafa þegar gert átak í markaðs- og sölumálum þar. Aukinn hagvöxtur í vændum í Evrópulöndum? Reynt hefur verið að skýra hægan hagvöxt í Evrópu með ýmsum hætti. Talið er að áhrifa af olíuverðshækk- uninni 1979 gæti enn í sumum lönd- um. Flækkun á hrávöruverði veldur því að þjóðartekjur dragast saman um sinn. Því verður lækkun raun- tekna að koma í kjölfar olíuverðs- hækkunar í landi sem háð er olíuinn- flutningi og þau lönd sem tóku ekki á sig lækkun rauntekna strax eftir 1979 eru nú verr sett en hin. (Segja má að hluti þeirrar lækkunar á rauntekjum sem orðið hefur á síðastliðnu misseri hér á landi hafi verið nauðsynlegur vegna áhrifa sem rekja má til olíu- Vöruútflutningur íslendinga 1979-1983 Hlutfallsleg skipting, % 1979 1980 1981 1982 19832) Meðaltal Evrópulönd” . . . 57,8 58,3 54,5 56,7 52,5 56,0 N.-Amerika . .. 28,5 22,2 21,5 26,3 31,0 25,9 Önnur lönd .... 13,7 19,5 24,0 17,0 16,5 18,1 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 1) Aö frátöldum Au.-Evrópulöndum 2) Jan.-sept. 1983 Efni: Evrópulöndin 1 Erlendarskuldir 2 Fjárfesting Dana í erlendum verðbréfum 4 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Hagvöxtur í EBE 2 verðshækkunarinnar 1979. Vegna mikillar aflaaukningar 1980 og 1981 frestaðist tekjufallið til ársins 1983 en var engu að síður óumflýjanlegt). Aðrar skýringar á hægum hagvexti í Evrópulöndum eru taldar að arðsemi í atvinnuvegum sé minni en víða annars staðar og að hlutur hins opin- bera sé mikill í mörgum löndum. Ríkið ráðstafar um 40 til 50% þjóðar- tekna ísumum löndum. Meðal helstu úrræða sem stjórnvöld hafa gripið til er að hafa hemil á launahækkunum til að lækka rauntekjur og auka sam- keppnishæfni atvinnuveganna út á við. Jafnframt er leitast við að lækka skatta á atvinnurekstri og draga úr útgjöldum ríkisins.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.