Vísbending


Vísbending - 01.02.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 01.02.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Erlendar skuldir Miklir hagsmunir í húfi Staðan 1982 og 1983 Erlendar skuldir íslendinga voru taldar hafa numið 19,863 milljón- um króna í árslok 1982. Hér er ein- göngu átt við löng erlend lán, lán til eins árs eða lengri tíma. Endanlegar tölur um stöðu langra erlendra lána í lok síðasta árs liggja enn ekki fyrir en áætlað er að skuldaaukningin talin í krónum hafi numið 2500-2600 millj- ónum og að erlend lán í árslok 1983 hafi numið60% af þjóðarframleiðslu. Erlendar skuldir eða greiðslubyrði vegna þeirra eru oft reiknaðar sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eða útflutningsframleiðslu. Slíkur samanburður er þó oft varasamur og jafnvel misvísandi vegna þess hve hlutföll þessi eru óstöðug. [ fyrsta lagi eru útflutningstekjur okkar og þjóð- artekjur háðar meiri sveiflum en framleiðsla i grannríkjunum og nefn- ari hlutfallanna því óstöðugur. í öðru lagi verður að beita gengistölum (svokölluðu umreikningsgengi) til að reikna skuldirnar saman í eina tölu. Eins og áður hefur verið vikið að í Vísbendingu (1,1.84) verða oft veru- legar sveiflur í stöðu erlendra skulda vegna þess að gengi viðkomandi gjaldmiðla sveiflast upp og niður bæði til skemmri og lengri tíma. Til að komast hjá þeirri bjögun sem sveiflur í tekjum og gengi gjaldmiðla valda kæmi til greina að nota jafnvægis- gengi gjaldmiðla fyrir umreiknings- gengi og einhvers konar meðaltal tekna sem viðmiðun. Auk þess mætti benda á að nær væri að bera erlendar skuldir saman við allar eignir lands- manna (þ.e. þjóðarauð) heldur en þjóðartekjur sem er flæðistærð. Þetta mun þó hvergi tíðkast vegna þess hve erfitt er að mæla þjóðarauð. Hins vegar er rökrétt að reikna greiðslubyrði sem hlutfallið á milli vaxta og afborgana af erlendum lán- um og útflutningstekna vegna þess að þar er um að ræða fæðistærðir i báðum tilvikum. Skipting erlendra skulda eftir gjaldmiölum Eins og fyrr segir liggja ekki fyrir endanlegar tölur um erlendar skuldir í árslok 1983. Til að fá yfirlit yfir skipt- ingu erlendra lána eftir gjaldmiðlum verður þvl að notast við tölur frá 1982. Það kemur þó varla að sök þar sem hlutfallsleg skipting eftir gjald- miðlum raskast tæplega mikið á einu ári. Hér verður aðeins greint frá þeim mynttegundum sem vega þyngst í erlendum lánum þjóðarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í grein Jak- obs Gunnarssonar, „Erlend lán 1982“ í Fjármálatíðindum, 3, ágúst- desember 1983. Þeir gjaldmiðlar sem vega þyngst I erlendum lánum í árslok 1982 eru Bandaríkjadollari, þýsk mörk, japönsk yen, svissneskir frankar, ECU og sterlingspund. Taflan sýnir stöðu erlendra lána í þessum myntum á gengi í árslok 1982, hlutfallslega skiptingu og gengi myntanna gagnvart dollara. Ein helsta regla í gjaldeyrisstýringu er að taka erlend lán nokkurn veginn þannig að skipting þeirra eftir gjald- miðlum sé lík og skipting gjaldeyris- tekna eftir myntum. Sé litið á mynt- vogina (meðaltal 1980-1982, sjá Vísbendingu (4, 20.83)), en í henni kemur hlutfallsleg skipting gjaldeyr- istekna okkar fram, kemur í Ijós að vægi dollarans er 62,7%, þýsks marks 7,6%, yens 1,2%, svissneska frankans 1,1% og sterlingspunds 8,4%. Þessi regla er því nokkurn veginn I heiðri höfð fyrir þjóðarbúið allt, a.m.k. hvað varðar dollara. Hinar myntirnar vega svo miklu minna að frávikin skipta minna máli. Þessi regla gjaldeyrisstýringar á við erlend viðskipti einstakra fyrirtækja og óvíst að hún eigi við fyrir þjóðarbúið allt að meðaltali. Með langvarandi hækkun Hagvöxtur í Efnahagsbanda- lagsríkjunum Hagvöxtur í löndum EBE Verg landsframleiðsla í EBE, Bandaríkjunum og Japan 1971-19841) Breyting frá fyrra ári, %, (raunvirði) 1971- varað meðaltali 0,5% í tyrra en búist er við um Belgía 1980 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1,5% hagvexti t ár og að á 3,2 2,4 3,0 -1,8 1,0 -0,9 0,6 síðari hluta ársins muni Bretland .... 1,9 1,6 -2,0 -2,0 1,5 2,8 2,2 framleiðsluaukningin Danmörk . . . 2,8 4,1 1,9 0,2 -1,0 0,7 2,1 jafngilda 2% hagvexti á ári. Grikkland . . . 4,7 3,7 1,6 -0,7 0,0 -0,2 1,5 í fyrra dróst framleiðsla saman í fimm löndum. í ár Frakkland . .. 3,6 3,2 1,3 0,2 1,8 -0,3 0,4 er aftur á móti búist við að Holland 3,4 2,1 0,9 -1,2 -1,6 0,3 0,0 framleiðsla vaxi i öllum löndunum (sjá töflu) nema írland 4,1 2,5 2,8 1,1 1,2 0,5 1,8 í Luxemburg og Hollandi. Ítalía 3,1 4,9 3,9 -0,2 -0,3 -0,8 1,5 Hagvöxtur í Frakklandi og Luxemburg .. 3,1 4,0 1,7 -1,8 -1,1 -2,4 -1,0 Beneluxlöndunum verður að líkindum innan við 0,5% Þýskaland ... 2,8 4,1 1,9 0,2 -1,0 0,7 2,1 í ár en spáð er að fram- EBE-löndöll . 2,9 3,3 1,3 -0,4 0,4 0,5 1,5 leiðsluaukning í hinum Bandaríkin . . 2,9 2,4 -0,3 2,3 -1,7 3,5 4,7 löndunum verðiábilinu 1,2 til2,2%. (Sjá einnig um verðbólgu í EBE t Vísbend- ingu 18. janúars.l.) Japan 4,8 1) Spá 1984, áætlun, 1983 Heimild: EBE - European Economy 5,1 4,4 3,2 2,9 2,8 3,6

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.