Vísbending


Vísbending - 27.06.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.06.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Verðbólga í Bandaríkjunum____________________ Nokkur óvissa ríkir og spár eru allt frá 5 til 10% Háar og lágar spár Verðbólguspár valda nokkrum heila- brotum í Bandaríkjunum um þessar mundir og er misvægið í þjóðarbúskap Bandaríkjamanna án efa helsta orsök óvissunnar í verðlagsmálum þar. Opinberar spár hljóða upp á 5 til 6% verðbólgu undir lok ársins og regluleg könnun meðal tæplega fimmtíu hag- fræðinga hefur staðfest að þeir eru sama sinnis (að meðaltali). Spá þeir 5,5% verðbólgu í árslok 1984og 6,5% í árslok næsta ár. Aðrar spár benda til þó nokkuð meiri verðbólgu, næstum 7% í ár og 8,5% undir árslok 1985 og eru t.d. hagfræðingar Citibank í New York meðal þeirra sem aðhyllast hærri tölurnar. Röksemdir fyrir háum og lág- um spám verða nú raktar í stuttu máli^. Helstu röksemdir Spárnar um 5-6% eru aðallega reistar á kostnaðarskýringum. Launa- hækkanir hafa verið litlar síðustu mán- uði. Laun hækkuðu með 6% árshraða á fyrsta ársfjórðungi í ár en framleiðsla á mann jókst um 3,5%. Launakostnað- ur að teknu tilliti til framleiðslu jókst því aðeins um 2,4% m.v. heilt ár á fyrsta ársfjórðungi í ár. Til samanburðar má geta þess að í fyrra jókst launakostn- aður á framleidda einingu um 2,3%. Önnur rök þeirra sem spá lítilli aukn- ingu verðbólgu eru að verðbólga hefur farið minnkandi og því ólíklegt að hún aukist skyndilega þegar aðeins er eitt og hálft ár liðið frá byrjun uppsveiflu. Peningahagfræðingar eru margir á annarri skoðun, einkum harðlínumenn í þeirra hópi. Þeir benda á að ekkert töl- fræðilegt samband sé á milli launa- kostnaðar nú og verðlags síðar. Launagreiðslur eru að vísu stór hluti framleiðslukostnaðar en fremur virðist sem laun hækki í kjölfaraukinnarverð- bólgu. Peningahagfræðingar benda á Raunvextir muni haldast enn um sinn, þ.e. hán verð á fjármagni og lágt verð á vinnu- afli. Á síðustu tólf mánuðum hefur breyt- ing i þessa átt einnig átt sér stað á ís- landi. Kaupmáttur launa hefur lækkað verulega miðað við árin á undan og raunvextir hafa hækkað eins og fram kemur í töflunni. Ólíklegt virðist að jafnvægi geti náðst í þjóðarbúskapn- að mikil aukning varð á peningamagni fyrir um það bil tveimur árum en sam- kvæmt mælingum eftir bandarískum hagstærðum líða oftast um tvö ár á milli bráðrar aukningar peningamagns og hækkunar verðlags. Reynslan frá tveimur síðustu hagsveiflum sýnir að verðbólga getur aukist skyndilega eftir að hafa verið stöðug alllengi. Um mitt ár 1978 breyttist hraði verðhækkana t.d. á skömmum tíma úr 6-6,5% í 9% og lækkaði ekki niður fyrir 8% aftur fyrr en í samdrættinum 1982. Friedman og Galbraith spá 10% verðbólgu Bandarisku hagfræðingarnir Milton Friedman og John K. Galbraith hafa löngum verið á öndverðum meiði í efnahagsmálum en nú bregður svo við að báðir spá 10% verðbólgu í árslok 1984 - sem er næstum helmingi meiri verðbólga en flestir aðrir spá. Að báðir hafi komist að sömu niðurstöðu mun þó einskærtilviljun: „Two random lines in space will occasionally intersect", um hér á landi ef hlutfallið milli launa og vaxta raskast á nýjan leik á næstunni. Hlutfallsleg hækkun launa getur leitt til þess að útflutningsvörur verða ekki samkeppnisfærar á erlendum mark- aði. Lægri raunvextir draga úr sparn- aöarhneigð og auka hættu á viðskipta- halla. Lækkun á hlutfallinu milli fjár- magnskostnaðar og launa gæti þegar í stað stofnað í hættu þeim árangri sem náðst hefur í verðbólgumálum. svo að vitnað sé til orða Friedmans sjálfs. Báðir eru þó einnig sammála um að breytingar launa hafi hverfandi áhrif á verðlag á næstunni. Friedman reisir spá sína á röksemdum peningahag- fræðinnar. Peningamagn jókst hratt frá öðrum ársfjórðungi 1982 til þriðja ársfjórðungs 1983 og nú eru liðin um þaö bil tvö ár frá upphafi þessa tíma- bils. Galbraith telur hins vegar hallann á fjárlögum Reaganstjórnarinnar helstu orsök þess að verðbólga muni brátt fara vaxandi. Fjárausturinn vegna hall- ans verði annaðhvort til þess að gripið verði til aðhaldsaðgerða í peningamál- um til að draga úr spennu - eða til þess að verðbólgan aukist. Hið síðarnefnda virðist þó sennilegra á ári forsetakosn- inga. Nýtt spátæki Ekki munu margir á sama máli og Friedman og Galbraith en þó greinir Wall Street Journal frá því að Geoffrey Moore hafi f;omist að sömu niðurstöðu, en hann er forstöðumaður Centre for International Business Cycle Re- search við Columbiaháskóla í New York. Moore hefur sett saman líkan með þremur hagvísum til að spá fyrir um verðbólgu. Þessir hagvísar eiga að sýna nú hvernig verðlag breytist síðar (leading indicators), en þeir eru 1) aukning útlána til einstaklinga og fyrir- tækja, 2) eftirspurn eftir vinnuafli, og 3) verð á hráefnum til iðnaðar. Síðast- nefnda stærðin hefur hækkað svolítið undanfarið en hinar tvær hafa þotið

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.