Vísbending


Vísbending - 27.06.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.06.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 Er tímabært aö bregðast gegn samdrættinum upp. Hækkaði vísitala Moores um 22% í maí og dregur hann af því þá ályktun að verðbólgan kunni að verða á bilinu 9-10% seint á þessu ári eða snemma á næsta ári. Sérstaöa Bandaríkjanna Bandarískt efnahagslíf er einstakt vegna stærðarinnar. Þar gilda að vissu leyti önnur lögmál við efnahagsstjórn en í mörgum smærri ríkjum. Launa- hækkanir hafa ekki áhrif á verðlag því að framleiðendur geta ekki hækkað verð nema næg eftirspurn sé fyrir hendi. M.ö.o. hækkun á framleiðslu- kostnaði er ekki velt út í verðlagið nema þegar samkeppnisaðstæður leyfa. Líklega mun óhætt að fullyrða að ekkert annað ríki gæti búið við eins hátt gengi eins lengi og Bandaríkjamenn hafa gert síðan 1980-^81. Ekkert ríki gæti heldur ráðið við eins hratt vaxandi viðskiptahalla eins og nú er í Banda- ríkjunum. Sérstaða Bandaríkjanna stafar að sjálfsögðu einnig af því að dollarinn er notaður í viðskiptum og sem varasjóðsgjaldmiðill víða um lönd. Hlutfallsleg stærö ríkja Áhrif af hlutfallslegri stærð ríkja er áhugavert svið innan hagfræðinnar þótt fremur litlar rannsóknir virðist hafa verið gerðar. ísland er meðal smæstu ríkja í heimi með sjálfstætt efnanhags- kerfi og sjálfstæða mynt. Hér er mark- aður það smár að venjulega leiðir hækkun framleiðslukostnaðar fljótlega til hærra verðlags nema hækkunin sé þeim mun minni. Óhugsandi virðist að hér væri hægt að horfa upp á viðskipta- halla vaxa eins hratt og í Banda- ríkjunum án þess að grípa til afdrifa- ríkraaðgerða. Aukning peningamagns hér hefur önnur áhrif en í Bandaríkj- unum og tafirnar eru allt aðrar. Að lok- um má benda á að raungengi krón- unnar hefur hækkað mikið á síðustu tólf mánuðum og er nú svipað og það var að meðaltali á árinu 1982 - en þá var hallinn á viðskiptum við útlönd um 10% af VÞF og þorskafli um 382 þús- und tonn. Hvort núverandi raungengi reynist of hátt og hve lengi verður hægt að halda því háu verður ekki Ijóst fyrr en niðurstöður þeirrar hagstjórnartil- raunar sem nú stendur yfir liggja fyrir. 1985-86? Hagvöxtur í vestrænum ríkjum hefur jafnan verið nokkuð sveiflukenndur. Skref fyrir skref hefur framleiðsla þó vaxið því að hvert vaxtarskeið hefur meira en bætt upp framleiðslutapið í síðustu lægð. Á árunum eftir stríð urðu sveiflurnar minni og jafnari en áður og sveiflutíminn varð fjögur til fimm ár. Eftir olíuverðsskellinn 1973 hafa lægðirnar orðið dýpri og einnig er eins og tíminn á milli toppa hafi lengst. Frá þvf að framleiðsla var mest 1973 til næsta tinds 1979 liðu sex ár. Ef tíðnin breytist ekki er þess aö vænta að fram- leiðsla nái hámarki á næsta ári og taki þá að dragast saman aftur. Standa því þeir sem ábyrgð bera á hagstjórn andspænis þeim vanda hvort grípa skuli til örvandi aðgerða nú þegar þar sem 12 til 24 mánuðir geta liðið þar til áhrifin taka að segja til sín. Þessar hugmyndir eru samkvæmt hinum fornu kenningum um eftirspurnarstjórn í anda Keynes. Auk framleiðslutapsins vegna hugs- anlegs samdráttar 1985-86 veldur það sérstökum áhyggjum ráðamanna að atvinnuleysi í mörgum Evrópulöndum er yfir 12% jafnvel þótt framleiðsla sé nú talin farin að nálgast hámark í þessari sveiflu. Bandaríkjastjórn hefur dregið á langinn að grípa til ráðstafana vegna geigvænlegs fjárlagahalla og aðhaldsaðgerðir eftir forsetakosning- arnar í nóvember n.k. gætu því valdið meiri samdrætti í viðskiptalöndum þeirra en ella á árunum 1985-86. Auk þess er nú vaxandi ótti við verðbólgu í Bandaríkjunum og svo kynni að fara að bandaríski seðlabankinn yrði að gæta enn frekara aðhalds í peninga- málum eftir kosningar. Það er því ekki að furða þótt stjórnvöld í Evrópuríkjum og Japan velti því fyrir sér hvað sé í vændum 1985-86. í tveimur skýrslum um efnahagsmál sem nýlega hafa komið út er mælt með því að þjóðir utan Bandaríkjanna, eink- um þó Bretland og Þýskaland, auki ríkisútgjöld til að örva atvinnulífið. önnur skýrslan fjallar um efnahagsmál í löndum EBE og frá henni var stutt- lega greint I Vísbendingu þann 30. maí s.l. Hin er eftir James Tobin, pró- fessor, og kom út á vegum Council on Foreign Relations í New York. Til mótvægis við þau rök sem höfundar álitsgerðanna setja fram er á það að líta að atvinnuleysi nú stafar af fleiru en lítilli framleiðslu þar sem hámark framleiðslu í hagsveiflunni kynni að nást í ár eða næsta ár. At- vinnuleysið stafar m.a. af því að vinnu- afl er ekki nægilega sveigjanlegt, þ.e. fólk fæst ekki til að flytja sig á milli at- vinnugreina og landshluta og sækja vinnu þangað sem hana er að fá. Tækniframfarir hljóta einnig að teljast hluti af skýringunni. Og jafnvel þótt laun hafi víða lækkað mikið hlutfalls- lega virðast þau enn fremur of há. í svipinn munu því ekki horfur á að stærstu ríki utan Bandaríkjanna auki ríkisútgjöld (og fjárlagahalla) til að glæða framleiðslu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.