Vísbending


Vísbending - 25.07.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.07.1984, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMAL 29.2 25. jÚLÍ 1984 ECU Notkun evrópska gjaldmiðilsins fer ört vaxandi Evrópski gjaldmiðillinn ECU (Eur- opean Currency Unit) á vaxandi vin- sældum að fagna í Evrópu vegna þess að sem samsettur gjaldmiðill (myntkarfa) ergengi hans stöðugra en gengi einstakra mynta. Til að kynna lesendum Vísbendingar eiginleika ECU er hér greint stuttlega frá þessum gjaldmiðli, en gengi íslensku krón- unnar gagnvart ECU eins og það reikn- ast eftirskráningu Seðlabanka íslands á hverjum degi verður framvegis birt í gengistöflunni á bls. 4. Mánaðarlega verða einnig birtar krossgengistöflur (sjá bls. 3) og þar er að finna gengi ECU gagnvart sex helstu gjaldmiðl- unum. Samsetta myntin ECU Segja má að ECU hafi verið horn- steinninn í evrópska myntkerfinu, EMS (European Monetary System), sem stofnað var 13. mars 1979 (sjá Vísbendingu 29. mars sl.) ECU er sett saman úr ákveðnum brotum úr gjald- miðlum Efnahagsbandalagslandanna. í einu ECU eru nú t.d. 8,85 hundraðs- hlutar úr sterlingspundi, 82,8 hundraðshlutar úr þýsku marki, 1,15 franskir frankar, o.s.frv. Til að reikna út Núgildandi ECU-samsetning Mynt Hve mikið af hverri mynt Vog, %1) Þýskt markt 0,828 37,0 Franskurfranki 1,15 16,7 Sterlingspund 0,0885 14,9 Hollenskt gyllini 0,286 11,4 Llrur 109 7,9 Belgískirfrankar 3,66 8,1 Lúxemborgarfr. 0,14 0,3 Danskar krónur 0,217 2,7 Irskpund 0,00759 1,0 1) M.v. 16. júlí 1984. hvað eitt ECU kostar í einhverri mynt (t.d. í krónum) þarf því aðeins að taka hvert myntbrot í körfunni og reikna hvað það kostar í krónum og leggja síðan saman. Gengi ECUs breytist því á hverjum degi en samsetningin breytist ekki nema sjaldan. Samsetn- ing ECU eftir myntum er sýnd í töflunni. ECU er samsett úr sömu mynthlut- um og evrópska reiknieiningin (Euro- pean Unit of Account, EUA) sem notuð var þar til í mars 1979. Þess ber að geta að Bretar taka ekki þátt í evrópska myntkerfinu EMS þótt sterlingspund sé ein af myntunum í ECU. Gengi ECUs gagnvart dollara, pundi og þýsku marki Myndirnar á bls. 1 sýna gengi gagn- vart dollara, sterlingspundi og þýsku marki. Vegna þess hve þýska markið vegur þungt í ECU er eðlilegt að ekki verði mikil röskun á gengi ECUs gagn- vart þýsku marki. Gengi ECUs er einnig stööugra gagnvart pundi heldur en gengi flestra annarra mynta er gagnvart pundi, en gengi ECUs gagn- vart dollara breytist eðlilega nokkuð með sveiflum dollarans. Hreyfingarnar eru þó hægari og jafnari en er um ein- stakar myntir er að ræða. Þess ber að gæta að gengi svissneska frankans kemur ekki við sögu er gengi ECUs er reiknað og því geta orðið nokkur frávik í gengi hans gagnvart ECU-myntum. Kostir ECUs og vaxandi not ECU var upphaflega einkum notuð í viðskiptum á milli seðlabanka Efnahagsbandalagslandanna auk þess sem myntkarfan hefur gegnt lykil- hlutverki í evrópska myntkerfinu frá stofnun þess 13. mars 1979 (Vfs- bending 29. mars sl.) En notkun ECUs fer nú ört vaxandi í viðskiptum einka- fyrirtækja og banka í Evrópu. í skulda- bréfaútgáfu er ECU nú þriðja framh. á bls. 4. Efni: ECU 1 Euro-skuldabréfamarkaðurinn 2 Krossgengi 3 Töflur: Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Gengi ECU gagnvart dollara, pundi og þýsku marki 1984

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.