Vísbending


Vísbending - 25.07.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 25.07.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Euromarkaður____________________________________ Breytingar vegna afnám skatts á vaxtagreiðslur? Vaxtamunur vegna skattlagn- ingar Bandarísk stjórnvöld hafa nú ákveðið að fella niður skatt á vaxta- greiðslur til útlendinga sem eiga bandarísk skuldabréf (sjá Vís- bendingu 11. júlí sl.), svonefndan „Withholding Tax“. Þessi skattur var 30% og hann var innheimtur af þeim vaxtagreiðslum af bandarískum skuldabréfum sem runnu til útlendinga - hvort sem útgefandinn var banda- rískt fyrirtæki eða ríkið. Skatturinn hefur dregið nokkuð úr ásókn Evrópu- búa í bandarísk skuldabréf. Á Euromarkaði eru vextir greiddir til eigenda skuldabréfa án nokkurrar skerðingar. Hafa þvf kaupendur skuldabréfa sætt sig við nokkru lægri vexti af skuldabréfum á Euromarkaði heldur en í Bandaríkjunum og út- gefendur skuldabréfa hafa því notið heldur betri kjara á Euromarkaði vegna skattleysisins. Euromarkaður Skuldabréfaútgáfa á Euromarkaði hefur vaxið gífurlega síðustu tvo ára- tugina. Útgáfa nýrra skuldabréfa ásíð- asta ári nam alls næstum 40 milljörð- um dollara og á fyrri helmingi þessa árs hafa verið gefin út skuldabréf að and- virði um 24 milljarða dollara. Til gam- ans mætti geta þess að talið er að fyrsta útgáfa skuldabréfa á Euromark- aði hafi verið þann 17. júní 1963svoað sá dagur er merkur víðar en í íslands- sögunni. Útgefandinn var ítalska fyrir- tækið sem rekur þjóðvegakerfið þar, „Autostrada" að nafni. Nam þessi fyrsta útgáfa Euroskuldabréfa 15 milljónum dollara en sala hófst á vegum Banque Internationale frá Lúx- emborg mánuði síðar. Tekið skal fram að ekki eru allir á eitt sáttir um hvaða útgáfu skuldabréfa skuli telja hina fyrstu á Euromarkaði og skiptir þar skil- greiningin á Euroskuldabréfi eða Euro- bond verulegu máli. Hvaö er Eurobond? Samkvæmt „Euromoney", víðlesnu mánaðarriti um bankaviðskipti og alþjóðlegan skuldabréfamarkað, eru það viss lágmarksskilyrði til að skulda- bréf geti talist Eurobond eða Eurobréf að skuldabréfin séu boðin til sölu á al- mennum markaði og í annarri mynt en heimamynt útgefandans. Þessi skil- greining er þó ekki einhlít. Skuldabréf gefin út í mörgum flokkum og seld samtímis í mörgum löndum í mynt hvers lands gæti hugsanlega talist Eurobréf að mati Euromoney. Þá er einnig vafamál hvort skuldabréf skráð á nafn eða skuldabréf sem ekki eru undanþegin „withholding tax“ geti tal- ist Eurobréf. Ekki er því alveg Ijóst hvort samtímis útgáfa ( mörgum löndum eða skráning á handhafa séu takmarkandi þættir. Langflest skuldabréf á Euromarkaði eru þó aðeins skráð á handhafa. Hver sem hefur slíkt bréf með höndum telst eiqandi. Engin skrásetning er nauð- symeg og greitt er af bréfunum við afhendingu miða („coupon") sem klipptur er af skuldabréfunum. Flyst markaðurinn til Banda- ríkjanna? Skuldabréf í Bandaríkjunum eru á hinn bóginn öll skrásett og einnig skráð á nafn við sölu og hafa þessar reglur verið í gildi til að hindra skattsvik. Sagt er að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi nú ráðagerðir um að heimila út- gáfu handhafabréfa í Bandaríkjunum séu þau seld útlendingum. Spurningin er því hvort sá skuldabréfamarkaður sem hingað til hefur verið nefndur Euromarkaður flyst að hluta til Bandaríkjanna. Flestir telja afar ólíklegt að svo fari. Afnám „withholding tax“ og heimild til útgáfu handhafabréfa í Bandaríkj- unum sé engan veginn nóg til að flytja útgáfu nýrra skuldabréfa, sem selja á í Evrópu, í stórum stíl frá Evrópu til Bandaríkjanna. Þeir sem kaupa skuldabréf á Euromarkaði eru ekki síst einstaklingar víðs vegar um Evrópu- lönd með hinar og þessar sérþarfir og evrópskir bankar þekkja markaðinn og þá sem fjárfesta þar. „Smásöludreif- ingarkerfi" evrópsku bankanna og það að Eurobréf eru gefin út á formi sem hentar kaupendunum - hinum betur stæðu meðal evrópskra sparifjár- eigenda - eru séreinkenni Euromark- aðarins. Dreifingarkerfið í Evrópu er því heldur dýrara en í Bandaríkjunum þar sem Eurobréf eru oft seld í mjög smáum einingum. Eurobréf gefin út í ECU kosta t.d. allt niður í 1,000 ECU en það er jafnvel heldur minna en ódýr- ustu veðskuldabréf á skulda- bréfamarkaði í Reykjavík. Þóknun ev- rópskra banka vegna skuldabréfa- útgáfu er því heldur meiri vegna meiri þjónustu við dreifingu en á móti kemur að vextir á Eurobréfum hafa verið heldur lægri en t.d. í Bandaríkjunum. Einn markaöur? Fram til þessa hafa bandarísk fyrir- tæki ekki átt hlut að skuldabréfaútgáfu á Euromarkaði í stórum stíl og lántökur þeirra hafa numið aðeins um 15% af heildinni. Ríkissjóöur Bandaríkjanna sem nú er vafalaust stærsti lántaki í heimi hefur enn ekki selt skuldabréf á markaði í Evrópu. Það er á hinn bóginn áhugavert að velta því fyrir sér hvort skattalegt jafnrétti, sem fékkst með afnámi „withholding tax“, geti stuðlað að einhverju leyti að vaxtajöfnuði á milli markaðsins í Evrópu og í Bandaríkj- unum - og þá með lækkun vaxta á síðarnefnda markaðinum. Fram til þessa hafa bandarísk fyrirtæki gefið út skuldabréf á mismunandi formi eftir því hvar þau hafa ætlað að selja þau. En nú er talið hugsanlegt að gefa út skuldabréf til sölu hvar sem er í heim- inum og gæti lántakinn með því móti nýtt sér vaxtakjörin þar sem þau eru hagstæðust á hverjum tíma. Vegna mikillar lánsþarfar ríkissjóðs Banda- ríkjamanna velta menn því nú fyrir sér hvort reynt verði í náinni framtíð að gefa út bandarísk spariskírteini á markaði í Evrópu og hvort þannig tak- ist að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs- ins.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.