Vísbending


Vísbending - 15.08.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 15.08.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Gengisstjórn_______________________________________________ Áætlað gengi í árslok 1984 eftir þremur mismunandi vogum Hver er „rétta“ gengisvogin? Stefna stjórnvalda í gengismálum er að halda meðalgengi krónunnar stöðugu þannig að frávik til annarrar hvorrar handar verði innan við 5% á árinu. Meðalgengi krónunnar er sem kunnugt er reiknað með því að vega saman gengi hinna ýmsu mynta sem skráðar eru hér á landi eftir mikilvægi þeirra í viðskiptum landsmanna. Það meðalgengi sem oftast er vitnað til er reiknað eftir meðaltali myntvogar og landavogar, en með því er tekið tillit til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta og gjaldeyrisviðskipta (t.d. innkominnaer- lendra lána svo og afborgana og vaxta- greiðslna vegna erlendra lána). Vægi dollarans í þessari meðalvog er 46,24% en í myntvog er dollarahlut- fallið 62,66%. Margir hafa orðið til þess að benda á að erf itt sé að rökstyðja svo hátt vægi dollarans í gengisvog okkar og eru talsmenn Félags íslenskra iðn- rekenda þar fremstir í flokki. Mikil hækkun á gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu misserin hefur orðið til þess að styrkja gengi krónunnar úr hófi gagnvart flestum Evrópumyntum vegna þess hve dollar- inn vegur þungt í gengisvog okkar (þ.e. sé miðað við meðalvog). Ekki er auð- velt að kveða á um hvað sé „rétt“ í þessum efnum. Þó má benda á að Bandaríkjadollari hefur sérstöðu vegna þess hve öflugt efnahagslíf Bandaríkjamanna er og vegna mikil- vægis dollarans í alþjóðlegum við- skiptum. Þessi sérstaða dollarans hefur haft mikil áhrif á gengi hans gagnvart öðrum myntum og það er umhugsunarefni hvort ekki væri ráð- legt að draga verulega úr vægi hans í íslensku gengisvoginni. Meöalgengi reiknað eftir þremur vogum Taflan sýnir breytingar á meðal- gengi krónunnar í lok síðustu viku frá áramótum, síðustu tólf mánuðina og frá 27. maí í fyrra er gengi krónunnar var skráð á nýjan leik eftir um 17% hækkun á verði erlends gjaldeyris. Breyting á meöalgengi krón- unnar í % til 10. ágústsl. frá 27. maf ágúst 31.12. reiknaö eftir 1983 1983 1983 meðaltali mynt- vogar oglanda- vogar 7,66 6,31 5,12 landavog ... 4,42 4,21 3,60 ECU-vog ... -1,89 1,16 1,74 Af töflunni er Ijóst að miklu máli skiptir við hvaða vog er miðað og af meðfylgj- andi töflu yfir þrjár gengisvogir, með- altal landa- og myntvogar, landavog og ECU-vog sést að vægi dollarans skiptir þar mestu máli. Vægi dollarans í landavog ræðst ekki aðeins af vöru- og þjónustuviðskiptum við Bandarikin heldur einnig af viðskiptum við t.d. Rússa en þau viðskipti miðast við doll- ara. Sé eingöngu miðað við Banda- ríkjaviðskipti verður vægi dollarans miklu minna, ef til vill nær 20%. Til samanburðar má nefna að vægi dollar- ans í sænsku, norsku og finnsku mynt- vogunum er aðeins 18,1%, 11,0% og 10,6%, en þessar þjóðir búa við svipað fyrirkomulag í gengismálum í beitt er hérá landi nú. Áramótagengið m.v. 5% gengissig Mikilvægt er að stjórnvöld taki afstöðu til þess við hvaða gengisvog ætlunin er að miða. Algengt er að orða- lagið um 5% frávik meðalgengis til hvorrar handar sé túlkað á þann veg að gengi krónunnar verði látið síga um 5% á árinu, en þá skiptir miklu máli við hvaða gengisvog er miðað. Til gamans og fróðleiks hefur verið reiknað „ára- mótagengið“ eftir forsendunni um 5% gengissig á árinu (hér tekið sem 5% hækkun á verði erlendsgjaldeyris) eftir þremur mismunandi vogum (sjá töflu á bls. 4). Til að reikna verð á hverri mynt í krónum verður að miða við ákveðin hlutföll á milli gengis erlendra gjaldmiðla og í töflunni er miðað við þau hlutföll sem giltu í lloksíðustu viku (sjá nánar gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum þann 10. ágústsl. í töflunni á bls. 4). Það skal tekið fram að ekki ber að líta átölurnar í töflunni sem spá um áramótagengi. Miðdálkarnir þrír eru allir í samræmi við 5% lækkun á gengi krónunnar á árinu, þó er mun- urinn á gengisdálkunum talsverður. Meðal- Landa- vog vog ECU US$ 46,24 29,81 - UK pund . . . 12,34 16,33 14,89 Kanada $ .. 0,59 0,82 DKR 6,14 6,05 2,65 NKR 4,08 4,74 - SKR 4,38 4,83 - Finnsktmark 1,31 2,25 - Fr. franki . . . 1,85 2,44 16,75 Bel. franki .. 1,40 1,86 8,09 Svi. franki . . 1,61 2,09 - Holl. florina . 2,94 4,50 11,33 DEM 8,57 9,50 37,00 Itölsklíra .. 1,87 3,18 7,93 Aust. sch. . . 0,29 0,34 - Port. escudos 2,82 5,64 - Sp. peseti .. 1,36 2,36 - Jap. yen .. . 2,21 3,26 - frskt pund . . - - 1,04 Lux. tranki - - 0,32 Alls 100,00 100,00 100,00 Vextir framh. á verðbólgu geta tæpast orðið varan- leg. Veröbréfamarkaöur Annars staðar í Vísbendingu ergerð grein fyrir áhrifum vaxtabreytingar á gengi verðbréfa. Meðfylgjandi tafla sýnir áhrifin af hækkun ávöxtunarkröfu úr 5,8% í 8,5% á gengi þeirra flokka spariskírteina sem [ umferð eru. Hærri ávöxtun leiðir til gengislækkunar en breytingin er mjög mismunandi milli flokka. Að sjálfsögðu breytist ekki ávöxtun þeirra bréfa sem þegar hafa verið keypt. En lækkandi gengi gefurtil kynna að eigendur hefðu getað gert betri kaup væru þeirað ráðstafa spari- fé sínu núna eftir að vextir hafa al- mennt hækkað. Þeir sem „tapa“ minnstu eru yfirleitt þeir sem innleyst geta spariskírteini sín fljótlega, t.d. I september nk. Því vaknar sú spurning hvernig forsvarsmenn ríkissjóðs bregðast við þeirri hættu að eigendur innleysanlegra spariskírteina innleysi þau I stórum stíl I haust. Réttu við- brögðin virðast þau að næsti flokkur spariskírteina ríkissjóðs verði með fljótandi vöxtum og boðinn út á sama hátt og ríkisvíxlar eru nú.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.