Vísbending


Vísbending - 15.08.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.08.1984, Blaðsíða 3
VISBENDING 3 Mynd 2. Samband gengis og ávöxtunar n Dæmi um mismunandi nafnvexti og lánstima —v- \ - \ \ v **• \ % \ \ \ \\ \ \v s\ S V . s * V \ ^— > N nafnvextir 10% og lánstími 5 ár ■ nafnvextir 10% og lánstími 10ár ^nafnvextir 5% og lánstími 5 ár nafnvextir 5% og lánstími 10 ár Mynd 1. Samband gengis og nafnvaxta Dæmi um mismunandi ávöxtun og lánstíma gengi 140 gengi 120 100 80 60 gengi 10 15 20 % ávöxtun Mynd 3. Samband gengis og lánstíma Dæmi um mismunandi ávöxtun og nafnvexti nafnvextir 10% ogávöxtun 15% nafnvextir 5% og ávöxtun 10% nafnvextir 5% ogávöxtun 15% 2 4 6 8 10 12 14 16 18 lánstími, ár Hvaða áhrif hafa vaxtabreytingar á gengi skuldabréfa? Gengi skuldabréfa Vaxtabreytingar geta haft veruleg áhrif á gengi skuldabréfa ef nafnvextir eru fastir. Gengi skuldabréfa ræðst af ávöxtunarkröfu kaupandans, lánstfma og nafnvöxtum. Sem dæmi mátaka skuldabréf til eins ársmeð20% ársvöxtum að fjárhæð kr. 10 þúsund. Til að reikna gengi þessa bréfs þarf fyrst að finna þá fjárhæð sem greiða ber eftir eitt ár (þ. e. 10.000 + 10.000x0,2= 12.000). Ef kaupandinn gerir hærri ávöxtunarkröfu en 20% á ári verðursölu- verð bréfsins lægra en nafnverð (þ.e. tægra en kr. 10.000). Ef ávöxtunarkrafa á verðbréfa- markaði er t.d. 40% á veðskuldabréfum til eins árs verður söluverð þessa bréfs kr. 8.571,43 (þ.e. (12.000/1,4)) og gengi bréfsins verður 85,7143. Skuldabréf með breytilegum vöxtum Flest skuldabréf á verðbréfamarkaði eru með föstum nafnvöxtum, þar með talin sparí- skirteini rlkissjóðs. Gengi allra skuldabréfa með föstum nafnvöxtum breytist er vextir á markaðinum breytast og er meðfylgjandi linu- rítununum ætlað að gefa nokkra hugmynd um samband gengis og þeirra stærða sem það ræðst af. Gengi skuldabréfa með fljótandi vöxtum væri vafalaust mun stöðugra, væríslik bréf að finna á íslenskum verðbréfamarkaði. Þau skuldabréf sem næst komast þvl að vera með fljótandi eða breytilegum vöxtum eru veð- skuldabréf með hæstu lögleyfðu vöxtum. Þessir vextir hafa fram til þessa veríð háðir ákvörðun Seðlabankans og hafa ekki tekið breytingum umfram bankavexti. Hvaða merk- ingu „hæstu lögleyfðir vextir“ hafa eftir að vextir hafa verið gefnir frjálsir er ekki augljóst. Er þessar línur eru ritaðar hefur Seðlabankinn ekki tilkynnt opinberíega við hvað skuli miða það sem áður varnetnt hæstu lögleyfðir vextir. En heyrst hefur að Seð/abankinn muni vega saman hæstu vexti innlánstofnana hverju sinni og skilgreina framvegis það meðaltal sem „hæstu vexti". Vafalaust myndast sérstakt gengi á þessum bréfum eftir að Ijóst er hver vaxtaviðmiðunin verður. Gengi - nafnvextir Mynd 1 sýnir samband gengis og nafnvaxta og eru tekin fáein dæmi um mismunandi ávöxt- unarkröfu og lánstíma. Sé ávöxtunarkrafa á markaðinum t.d. 10% og nafnvextir skulda- bréfa einnig 10% selst bréfið á genginu 100, þ.e. á nafnverði. Sé miðað við sömu ávöxtun- arkrötu en bréf með lægri nafnvöxtum lækkar gengi niður fyrír 100 og þvi meira fyrir hverja nafnvaxtaprósentu sem lánstíminn er lengri (sjá dæmi um 5 ára og 10 ára lánstíma). Séu nafnvextir skuldabréfs hins vegar hærri en ávöxtunarkrafa á markaðinum verður gengi bréfsins hærra en 100 og munarþá því meiru um hverja nafnvaxtaprósentu sem lánstfminn erlengri. Gengi - ávöxtun Gengi skuldabréfa stendur i öfugu sam- bandi við ávöxtun á markaðinum; þ.e. þvi hærrisem ávöxtunarkrafan eraðgefnum nafn- vöxtum og lánstima, þvi lægra verður gengi bréfsins. Mynd 2 sýnir að nafnvextir og láns- timi hafa veruleg áhrif á sambandið á milli ávöxtunar og gengis. Sem dæmi má taka skuldabréf með 10% nafnvöxtum til 5 ára. Gengier 100 efávöxtun er10%, en lækkar i 89 ef ávöxtunarkrafa hækkar í 15% og verði ávöxtunarkrafan 20% lækkar gengið.í 80%. Sé lánstími þessa bréfs 10 ár i stað 5 ára verðurgengi bréfsins 83 við 15% ávöxtun og 71 við 20% ávöxtun. Gengi - lánstími Eins og dæmin að ofan bera með sér verður gengi skuldabréfa því næmara fyrir breyt- ingum á ávöxtun og nafnvöxtum sem lánstlm- inn er lengri. Þetta kemur vel í Ijós á mynd 3 en þar eru sýnd áhrif lánstíma á gengi fyrír þrjú dæmi um nafnvexti og ávöxtun. Menn reyna því að minnka áhættu i lánaviðskiptum með þvi að stytta lánstímann og erþað ekki séris- lensktfyrirbæri. Meðan vextirbreyttusttitiðgat verðtrygging fjárskuldbindinga tryggt ávöxtun gegn áhrifum af verðbreytingum og stuðlað þannig að lengri lánstima. Verðtrygging heyrir nú vonandi sögunni til en í staðinn koma fljót- andi vextir til að tryggja eigendum skuldabréfa markaðsávöxtun án tillits til iánstima og hafa slík bréf rutt sér til rúms í nágrannalöndunum síðustu misserin. Á næstunni skýrist hvort arf- taki “hæstu lögleyfðra vaxta" verður nægilega fljótandi til að tryggja skuldabréfaeigendum markaðsávöxtun.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.