Vísbending


Vísbending - 05.09.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.09.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING £ í) VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL V/ 35.2 5. SEPTEMBER 1984 Gengi krónunnar___________________________________________ Verð á gjaldeyri hækkar um 3% við breytta gengisvog Meðalvog - landavog Meöalgengi íslensku krónunnar er nú miðað við landavog í stað meðaltals landavogar og myntvogar áður. Gengi var skráð í fyrsta sinn eftirWeytinguna föstudaginn 31. ágúst sl. Végna þess að leiðréttingin er látin ná aftur til 27. maí 1983 leiðir hún til um það bil 3% hækkunar á verði erlendra gjaldmiðla. Þessi breyting á skipulagi gengis- skráningar hér á landi er spor í rétta átt en ástæðulaust var að draga hana til loka ágústmánaðar. Landavog, eða viðskiptavog, hefði hiklaust mátt taka upp um síðustu áramót eða fyrr. Meðalgengi hefur í sjálfu sér enga viðskiptalega þýðingu, það er aðeins notað til að mæla breytingar á gengi krónunnar að meðaltali gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Hugmynd um meðalgengi má gefa með eftirfarandi dæmi með mikilli einföldum. Ef aðeins væri skráð gengi þriggja mynta hér á landi, dollara, marks og punds, og doll- ari hækkaði um 10% í verði, markið um 5% og pundið um 3% mætti segja að verð á erlendum gjaldeyri hækkaði að meðaltali um 6% (þ.e. (10% + 5% + 3%)/3). í þessu einfalda dæmi hefur hvergjaldmiðilljafnavog. I reyndinni er skráð gengi átján mynta hér á landi, auk samsettu myntarinnar SDR. Jafn- framt þykir ekki rétt að láta breytingar á gengi t.d. írska pundsins hafa jafn- mikil áhrif á gengi krónunnar og breyt- ingar á gengi dollarans og er því leitast við að láta mikilvægi hvers gjaldmiðils í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar endurspeglast í gengisvoginni. Fyrir breytinguna 31. ágúst sl. var tekið tillit til vöru- og þjónustuviðskipta við hvert land (landavog) og einnig vartekið mið af því í hvaða gjaldmiðli var greitt fyrir þessi viðskipti (myntvog). Frá 31. ágúst er aðeins miðað við landavog. Vægi Bandaríkjadollara við útreikning meðalgengis íslensku krónunnar lækkar þannig úr 46% (meðaltal landa- og myntvogar) í tæplega 30%. Margar þjóðir nota einhvers konar vogir við stjórn gengismála. Þar sem gjaldeyrismarkaður er nógu stór til að unnt sé að láta gengi gjaldmiðilsins fljóta þarf engu að síður að notast við vogir til að mæla breytingar gengisins. Er þá algengast að miðað sé við við- skiptavog, þ.e. landavog. Efni: Gengi krónunnar 1 Kauphallarviðskipti 2 Ávöxtun í kauphöllum 3 Breyting á gengisreikningum í Vísbendingu 4 Töflur: Gengi helstu gjaidmiðia 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Geómetrískt meðaltal og norska vogin Mikil hækkun á gengi Bandaríkja- dollara hefur bakað vanda víðar en á Islandi. Hafat.d. Finnardregið úr vægi dollarans í myntvog sinni vegna þess að gengi rúblunnar er tengt gengi doll- ara í utanríkisviðskiptum Rússa. Vegna mikilla viðskipta við Rússland hefur gengi finnska marksins hækkað talsvert og þannig hækkað verð á útflutningi Finna í vestrænum ríkjum. Hækkun á gengi dollarans hefur einnig haft áhrif á gengisskráningu í Noregi. Vægi dollarans í norsku vog- inni er 11 % en alls eru 14 myntir í vog- inni. Hafði gengi norsku krónunnar leitað upp á við gagnvart EMS mynt- unum og þannig þrengt að útflutningi Norðmanna til landa Efnahagsbanda- lagsins. Nýlega gripu því Norðmenntil þess ráðs að miða við geómetrfskt meðaltal ( reikningum meðalgengis. Við breytinguna frá venjulegu vegnu meðaltali eins og notað er hér á landi í geómetrískt meðaltal lækkaði gengi norsku krónunnar um 2,25% miðað við gömlu viðskiptavogina. Væri geó- metrfsku meðaltali beitt við reikning meðalgengis hér á landi og leiðrétt- ingin látin virka aftur til 27. maí 1983

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.