Vísbending


Vísbending - 05.09.1984, Síða 2

Vísbending - 05.09.1984, Síða 2
VÍSBENDING 2 Kauphallarviðskipti________________________________________________ Samband hlutabréfaverðs og annarra stærða í efnahagslífinu Kauphallarviðskipti eru snarþáttur í viðskiptalífi margra þjóða og oft eru náin tengsl á milli verðs á hlutabréfum í kauphölium og ýmissa annarra stærða í þjóðarbúskapnum. Á íslandi er enginn eiginlegur hlutabréfamark- aður og Islendingum er óheimilt að kaupa erlend hiutabréf sem og einnig erlend skuldabréf. Hvort tveggja stendur þó vonandi til bóta. I sérstöku erlendu yfirliti sem birtist í Vísbendingu mánaðarlega frá og með næsta mán- uði verður brugðið upp mynd af breyt- ingum hlutabréfaverðs í helstu kaup- höllum í viðskiptalöndunum. Mark- miðið er að auðvelda lesendum að fylgjast með því helsta sem er að ger- ast í kauphallarviðskiptum vegna tengslanna við aðra þætti efnahags- mála í viðkomandi löndum. Hagnaður fyrirtækja og vextir Þaö er engan veginn auðvelt að hendareiðurásamhenginu á milli kaup- hallarviðskipta og árferðis í þjóðarbú- skapnum. Menn hafa lengi velt fyrir sér þeirri spurningu hvort verð á hlutabréf- um ráðist af umsvifum í viðskiptalífinu eða hvort þessu sé öfugt farið, en ekk- ert einfalt svar er til. Það er nokkurn veginn víst að hlutabréfaverð ræðst af veltu fyrirtækja, þjóðartekjum og hagn- aði, en ekki öfugt. Hins vegar gætir þess oft í kauphallarviðskiptum sem menn halda að gerist í þjóðarbúskapn- um á næstunni og þar með er hlut- abréfaverð farið að breytast áður en raunverulegar breytingar koma fram í framleiðslu fyrirtækja eða hagnaði. Einna auðveldast er að rekja sam- band hagnaðar og hlutabréfaverðs. Ef talið er að hagnaður fyrirtækis sé að aukast þá vex eftirspurn eftir hlutabréf- um í fyrirtækinu og verðið fer hækk- andi. Sambandið á milli vaxta og hluta- bréfaverðs er flóknara. Á góðum fjár- magnsmarkaði geta þeir sem fjárfesta valið á milli skuldabréfa með föstum vaxtagreiðslum og hlutabréfa með arð- greiðslum. Síðarnefndu greiðslurnar ráðast af arðsemi fyrirtækja; ef vel árar eru arðgreiðslur háar en lágar eða engar þegar afkoma er slök. Vaxta- lækkun veldur hins vegar því að skuldabréf gefa minna af sér. Það er þvf engin tilviljun að á undan flestum kröftugum uppsveiflum í kauphallar- viðskiptum er að finna tímabil með lágum vöxtum og vaxandi hagnaði fyrirtækja. Hlutabréfaverð sem hagvísir Bandaríska viðskiptaráðuneytið (Commerce Department) gefur út sér- stakan hagvísi mánaðarlega en ætl- unin er að þessi vísitala gefi til kynna hvert stefnir í þjóðarbúskapnum. Vfsi- talan nefnist á ensku „composite index of leading economic indicators". Sem dæmi má nefna að 0,9% lækkun á hagvísinum í júní sl. var talin gefa til kynna að heldur væri farið að draga úr framleiðsluaukningunni - sem einnig getur þýtt að hagvaxtarskeiðið vari lengur án vaxandi verðbólgu eða vaxtasprengingar. Hagvísir þessi er, eins og fram kemur í enska nafninu, samsettur úr um tólf vísitölum og meðal þeirra er vísitala hlutabréfaverðs. Aðrar vísitöl- ur í hagvísinum eru t.d. atvinnuleysis- bætur í hverri viku, pantanir og samn- ingar um smíði nýrra verksmiðja og tækja, veiting byggingarleyfa og víð- asta skilgreining peningamagns (M3). f Bandaríkjunum eru tvær vísitölur hlutabréfaverðs algengastar. Hin víð- tækari nær til hlutabréfa 500 fyrirtækja og er í daglegu tali kölluð Standard & Poor’s 500 (eða S & P 500). Sú einfald- ari nær til hlutabréfa 30 fyrirtækja og er kennd við Dow Jones. í raun er afar lít- ill munur á þessum tveimur vísitölum þannig aðbreytingaráverði hlutabréfa 30 helstu fyrirtækjanna breytist nokk- urn veginn eins og verð á hlutabréfum 500 fyrirtækja. Nákvæmur saman- burður á mikilvægi hverrar vfsitölu í hagvísinum hefur leitt í Ijós að vísitala hlutabréfaverðs (S & P 500) er sá hluti hagvísins sem hvað áreiðanleg- astur var talinn. Eiginleikar S & P 500 sem hagvísis sjást einnig af eftirfarandi. f banda- rískum þjóðarbúskap hafa verið átta samdráttarskeið á árunum eftir stríð. í öll skiptin nema einu sinni hafði vísi- tala Standards og Poors lækkað veru- lega mörgum mánuðum áður en hægja tók á framleiðslu. Eina skiptið sem þetta gerðist ekki var stutta sam- dráttarskeiðið 1980 sem raunar var afbrigðilegt að mörgu levti. leiddi sú breyting til um 2% hækkunar á verði erlends gjaldeyris (til viðbótar við 3% hækkuninn a sem varð 31. ágúst sl.) Yrði lækkun meðalgengis samt innan þeirra marka, sem sett hafa verið, þ.e. um 5% á yfirstandandi ári. En gengi dollarans færi hátt í kr. 33,00. Peningamál, gengi, verðlag Línuritin á bls. 1 sýna vísitölu lána og endurlána bankakerfisins frá árs- byrjun 1982 til miðs árs 1984 (janúar 1982=100), vísitölu meðalgengis og lánskjaravísitölu. Innfellda myndin sýnir tólf mánaða breytingar þessara stærða. Á fyrsta stigi efnahagsstefnu núverandi ríkisstjórnar voru launataxt- ar lögbundnir og gengi krónunnar var bundið fast. Ekki er þó hægt að stjórna gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum lengi með þeim hætti; til lengdar ræðst gengi af fjölgun króna i umferð í samanburði við vöxt gjald- miðla í viðskiptalöndunum. Tekjur í landinu hafa ekki minnkað að raungildi neitt nærri því sem lækkun kaupmáttar kauptaxta gefur til kynna. Ástæðan er m.a. að innstreymi erlends lánsfjár hefur veriö afar mikið. Þjóðin hefur eytt um efni f ram eins og kemur fram í 10% viðskiptahalla í fyrra og ef til vill 4-5% viðskiptahalla í ár. Á öðrum áfanga í efnahagsáætlun stjórnvalda hefur orðið vaxtahækkun með frelsi innlánsstofnana til vaxta- ákvarðana, og rekstur ríkissjóðs gengur betur en áætlað hafði verið. Mikil aukning útlána ógnar þó enn þeim árangri í verðbólgumálum sem náðist í vetur. Minni verðbólga og þar með minni veltuhraði peninga og einn- ig hærri vextir stuðla að því að hand- bært fé (raungildi peningamagns) getur aukist án hættu á meiri verð- bólgu. Enginn veit þó hversu mikið. Það er burðarásinn í efnahagsstefnu stjórnvalda að halda meðalgengi krón- unnar stöðugu og frá því ber ekki að hvika. Tíminn leiðir í Ijós hvort það tekst að hægja nægilega á vexti pen- ingamagns áður en alvarlegt misvægi skapast vegna þess að gengið er of hátt skráð.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.