Vísbending


Vísbending - 24.10.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 24.10.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Skilmálar á peningamarkaði Æ algengara að réttur til breytinga á samningstímanum sé áskilinn Optionir á íslandi Svokallaðar optionir eiga sér nú sívaxandi vinsældum að fagna í peningalegum viöskiptum. í skulda- bréfaviðskiptum hér á landi kemur réttur til breytinga á samningstím- anum hugsanlega fyrst til sögunnar með nýjasta flokki spariskírteina ríkissjóðs, svokölluðum skiptiflokki, eða öðrum flokki 1984. Lánstíminn í þessum flokki er allt að fjórtán árum en bæði kröfuhafi og skuldari (eig- andi spariskírteinisins og ríkissjóður) hafa rétt til að rifta samningnum (þ.e. innleysa spariskírteini/kalla til inn- lausnar) að þremur árum liðnum. Þegar annar samningsaðili áskilur sér slíkan rétt gagnvart hinum þarf að jafnaði að greiða sérstaklega fyrir réttinn. Nýjasti flokkur spariskírteina ber 8% ársvexti umfram verðbólgu og því er eölilegt að ríkissjóður vildi áskilja sér rétt til að endurgreiða og endurfjármagna ef vextir fara lækk- andi á næstu árum. Hins vegar kom ekki til verðlagningar á þessum rétti vegna þess að eigendur hafa sama rétt — þ.e. rétt til innlausnar eftir þrjú ár. Kröfuhafi og skuldari hafa þannig sama rétt og því fellur kostnaður niðurábáða bóga. Öryggi eöa óöryggi? Segja má að innlausnar/upp- greiðslurétturinn dragi úr öryggi beggja aðila. Ríkissjóður gæti átt á hættu að þurfa að greiða upp allan flokkinn og endurfjármagna á hærri vöxtum eftir þrjú ár og þannig fengju sparifjáreigendur enn betri ávöxtun. Á sama hátt eiga eigendur spari- skírteina á hættu að ríkissjóður kalli flokkinn til innlausnar ef unnt er að endurfjármagna á lægri vöxtum. Tvöföldunartími skuldar með 8% vöxtum umfram veröbólgu er níu ár en á fjórtán árum þrefaldast skuldin næstum því. Ríkissjóður hefur með rétti þess- um markað spor í sögu íslenskra verðbréfaviðskipta. Á íslenskum peningamarkaði eru ekki til breyti- legir vextir eða markaðsvextir sem hægt er að miða útgáfu skuldabréfa við. Eðlilegt er að útgefendum skuldabréfa hrjósi hugur við að gefa út skuldabréf með 7%, 8% eða 10% vöxtum umfram verðbólgu; ávöxt- unarkrafa á verðbréfamarkaði um þessar mundir er um 14% umfram verðbólgu. Réttur til skuldbreytingar (sjá neðar) kann að sínu leyti að minnka fjármagnskostnað og gera viðskiptin eðlilegri og gæti þannig stuðlað að lengri lánstíma. Optionir í hlutabréfaviöskiptum Optionir urðu fyrst til á hrávöru- markaði og má rekja sögu þeirra margar aldir aftur í tímann. Hrá- vöruverð hefur löngum verið afar sveiflukennt og því leituðust inn- flytjendur hráefna við að tryggja sig gegn tapi vegna verðhækkana með því að kaupa sér rétt til tiltekinna viðskipta á föstu verði eftir ákveðinn tíma. Upphaflega voru optionir því réttur kaupmanns til að kaupa eða selja ákveðna hrávörutegund á til- teknum degi í framtíðinni á því verði sem ákveðið var þegar samningur- inn var gerður. Síðar breiddist kaupa- og söluréttur út I viðskiptum á hlutabréfamarkaði. í kauphöllinni í London hefur í meira en heila öld verið unnt að kaupa eða selja hlutabréf fram í tímann á föstu verði — þ.e. hafi verið unnt að finna mótaðila sem vildi selja eða kaupa verðbréf fram í tímann. Þessar fornu optionir eru nú á undanhaldi í kauphallarviðskiptum og munu fáir verðbréfasalar stunda þau viðskipti sérstaklega nú. Þæreru venjulega til þriggja mánaða í senn en aðeins er unnt að kaupa eöa selja fyrstu tíu dagana. í staðinn eru komnar optionir sem geta sjálfar gengið kaupum og sölum sem verðbréf (“traded options"). í gömlu optionunum felst samningur á milli tveggja aðila og í lok samningstím- ans eru viðskipti þeirra gerð upp. Nýju optionirnar eru eiginlega verð- bréf (samningur um kaup eða sölu) sem seld eru á markaðinum á til- teknu verði. Verðið er breytilegt frá degi til dags og ræðst af mismun- inum á milli verðsins sem fram kemur í bréfinu (bréfið kveður á um rétt til kaupa eða sölu á því verði) og raunverulegs skráðs verðs í kaup- höllinni á þeim flokki hlutabréfa sem samningurinn á við. Vísitöluoptionir Þær optionir sem gengið geta kaupum og sölum sem eiginleg verðbréf fela í sér rétt til kaups eða sölu á tilteknum flokki hlutabréfa á föstu verði á vissum tíma. Enn nýrri eru svokallaðar vísitöluoptionir. í þeim viðskiptum koma engin hluta- bréf við sögu heldur er í raun verið að veðja á vísitölu hlutabréfaverðs í kauphöllinni. Viöskipti með slík bréf hófust í LIFFE í London (London International Financial Futures Ex- change) í maí sl. og erFTSE 100 vísitalan lögö til grundvallar I við- skiptunum. Sú vísitala mælir verð- gildi hundrað stærstu fyrirtækjanna sem skráð eru í kauphöllinni I London. Vísitöluviðskiptin gegna tvíþættum tilgangi. Þeir sem eiga mikið af hlutabréfum (t.d. lífeyris- sjóöir, tryggingafélög o.fl.) og eiga þannig mikið undir því að vissar verðbreytingar verði ekki (verð- lækkun á bréfum sem þeir eiga eða hækkun á flokkum sem þeir eiga ekki) geta tryggt sig fyrir slíkum verðbreytingum með vísitöluopti- onum. Aðrir stunda svo vísitöluvið- skiptin eingöngu með hagnaðarvon í huga, þ.e. sem sþákaupmennsku. Optionir á gjaldeyrismarkaði Réttur til að kaupa eða selja gjaldeyri á föstu verði í tiltekinn tíma (“currency options“) varð til sem trygging í erlendum viðskiptum. Með gjaldeyrisrétti er hægt að tryggja sig gegn gengistapi en jafnframt halda gengishagnaði verði óvæntar breyt- ingar á gengi á þann veginn. Sem dæmi má taka þýskt fyrirtæki sem kaupir hráefni í Afríku en greiðir fyrir í dollurum. Gengi dollarans er DM 2,90 þegar samningurinn er gerður en afhending og greiðslur fara fram eftir þrjá mánuði. Þýska fyrirtækiö óttasthækkun á gengi dollaransog til að tryggja sig fyrir henni kaupir það rétt til að kaupadollara á DM 2,90 í næstu þrjá mánuði. Ef hækkun verður á gengi dollarans á þessum þremur mánuðum getur fyrirtækið notað sér rétt sinn og keypt doll- arana á DM 2,90. Ef lækkunverður á gengi dollarans gagnvart þýsku marki (niður fyrir DM 2,90) notar fyrirtækið sér ekki réttinn heldur kaupir dollarana á lægra verði á gjaldeyrismarkaði. Optionir á skuldabréfamarkaöi Á erlendum fjármagnsmarkaði færist nú í vöxt að samningar feli í sér rétt til endurskoðunar með ein- hverjum hætti á samningstímanum. Þessa þróun má án efa rekja til þess að vextir hafa farið hækkandi sí úustu ár og menn óttast að festast með hávaxtalán til langs tíma og verða fyrir tapi ef vextir lækka aftur. Einnig hafa óvenju miklar sveiflur í vöxtum

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.