Vísbending - 24.10.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING
3
og gengi gjaldmiðla orðið til þess að
fyrirtæki leita tryggingar með þess-
um hætti. Sem dæmi má nefna
skuldabréfaútboð Svía sem sagt var
frá í Vísbendingu 12. septembersl.
Svíar þóttu ná afar hagstæðum
samningum; vextirnir eru það sem
lægraeraf ”prime rate” mínus0,4%
eða vöxtum á þriggja mánaða inn-
legssnótum (”certificates of de-
posits”) plús 0,55%. Sem uppbót
fyrir lága vexti fylgir réttur til að
innleysa bréfin á genginu 100 að
viðbættum vöxtum einu sinni á ári.
Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna
um rétt í skuldabréfaviðskiptum á
erlendum markaði.
Optionir á innlendum verðbréfa-
markaði
Eins og fyrr var rakið er ekki unnt
að gefa út skuldabréf á íslandi nú
með breytilegum vöxtum vegna þess
að vaxtaviðmiðunina vantar. Segja
má að fyrir 11. ágúst sl. hafi ,,hæstu
lögleyfðir vextir“ á verðtryggðum og
óverðtryggðum skuldabréfum að
vissu leyti verið breytilegir þótt ekki
réðust breytingarnar alltaf af mark-
aðsaðstæðum. Seðlabankinn hefur
birt þá vexti sem hann telur að svari
nú til þeirra vaxta sem áður voru
,,hæstu lögleyfðir vextir" og eru þeir
23% á óverðtryggöum skuldabréf-
um, 7% á verðtryggðum skulda-
bréfum til tveggja og hálfs árs eða
lengri tíma en 6% á verðtryggðum
bréfum til skemmri tima. Ekki munu
þó hafa verið gefin út skuldabréf með
þessari vaxtaviðmiðun eftir 11. ágúst
sl.
Afar óæskilegt er að útgáfa
skuldabréfa með breytilegum vöxt-
um skuli hafa stöðvast. Vextir eru
háir um þessar mundir og kynnu að
fara lækkandi. Skuldarar sætu þá
uppi með hærri fjármagnskostnað
en nauðsynlegt væri. En einnig gæti
svo farið að vextir hækkuðuennum
sinn. Með því að kaupa skuldabréf
með föstum vöxtum nú yrðu spari-
fjáreigendur af ávöxtun sem þeir ella
gætu notið.
Ein leið til að finna breytilega vexti
er að reikna vegið meðaltal af hæstu
vöxtum bankanna á hverjum flokki
skuldabréfa. Þessir vegnu vextir
munu væntanlega breytast eftir
markaðsaðstæðum hverju sinni og
þannig væri t.d. hægt að reikna
mánaðarleg meðaltöl þessara
vegnu vaxta. Tíminn frá 11. ágúst sl.
er hins vegar svo skammur að ekki er
hægt að treysta á þessa skilgrein-
ingu til viðmiðunar í verðbréfavið-
skiptum.
Önnur leið er að miða við LIBOR
vexti á einhverjum gjaldmiðli eða
SDR-vexti eða ECU-vexti. Þá yrði að
hverfa frá verðtryggingu til gengis-
tryggingar. Hætt er við að slík
vaxtaviðmiðun í innlendum skulda-
bréfaviðskiptum yrði þung í vöfum og
flókin. Þá er óvíst að hún væri heimil
lagalega. Og ekki er einhlítt að
breytilegir vextir á einhverjum er-
lendum gjaldmiðli yrðu réttlátari við-
miðun í íslenskum verðbréfavið-
skiptum en fastir vextir og verð-
trygging miðuð við lánskjaravísitölu.
Vextir á ríkisvíxlum eru ein leið í
viðbót en útgáfa þeirra hefur staðið
of stutt auk þess sem nokkur vafi
leikur á að þar sé um hreina
markaðsvexti að ræða.
Þennan vanda væri ef til vill unnt
að leysa að hluta með því að
skuldari, kröfuhafi eða báðir hefðu
rétt til að endurskoða vexti bréfsins
með vissu millibili. Sem dæmi mætti
taka verðtryggt veðskuldabréf til átta
ára gefið út í október 1984 með
föstum vöxtum og selt á gengi sem
miðast við 14% ávöxtunarkröfu. Slíkt
bréf gæti falið í sér rétt annars eða
beggja aðila til endurskoðunar eftir
tilteknum reglum tveimur, fjórum og
sex árum eftir útgáfu bréfsins.
Semjist ekki um ávöxtun yrði bréfið
greitt upp. Æski hvorugur endur-
skoðunar framlengist samningurinn
óbreyttur. Hafi bæði kröfuhafi og
skuldari slíkan rétt jafnast kostn-
aðurinn út. Hafi aðeins annar þeirra
rétt til endurskoðunar selst bréfið á
lægra gengi en ella ef rétturinn er
skuldarans en hærra gengi en ella ef
rétturinn er kröfuhafans.
Raunvextir á innlendum og erlendum lánum
Vextir umfram verðbólgu eða raun-
vextir á innlendum lánum eru oft reiknaöir
sem mismunurinn á nafnvöxtum og
verðbólgu. Ef verðbólgan er t.d. 10% og
vextir 15% er sagt að raunvextir séu (15-
10 = ) 5%. Þetta er þó ekki alveg
nákvæmt því að með frádráttaraðferðinni
taþast verðbætur á vexti (eða vextir á
verðbætur). Til að reikna rétta vexti um-
fram verðbólgu í þessu dæmi þarf að
deila 1,10 upp í 1,15: (1,15/1,10) =
1,04545, svo að vextir umfram verðþólgu
eru þá4,55% áári.
Erfiðara er að reikna raunvexti á er-
lendum lánum. Til að bera saman
kostnað vegna erlendra lána við inn-
lendan lánskostnað verður þó ekki hjá því
komist að meta raunvexti á erlendum
lánum með einhverjum hætti. í Vís-
bendingu hefur sú leið verið farin að
reikna svokallaða vísitölu lánskostnaðar
vegna erlendra lána, en hún sýnir hvemig
erlent lán hækkar umfram hækkun láns-
kjaravísitölu vegna áfallinna erlendra
vaxta og gengisbóta. Vísitalan er reiknuð
á eftirfarandi hátt. Vextir eru lagðir við
höfuðstól í erlendri mynt. Síðan ersú fjár-
hæð færð upp með hækkun á verði við-
komandi gjaldmiðils í krónum á árinu. Að
lokum er tekið tillit til hækkunar
lánskjaravísitölu. Tökum sem dæmi lán í
þýskum mörkum. Höfuðstóll er 100 í
ársbyrjun, ársvextir í mörkum 8%.
Höfuðstóll í árslok er 108. Verð á þýsku
marki í ársbyrjun er kr. 8,00 og kr. 9,00 í
árslok. Hækkun lánskjaravísitölu á árinu
er þá (108 x (9,00/8,00)/1,15) eða
105,65; vextir umfram hækkun láns-
kjaravísitölu eru 5,65%.
Þannig er unnt að reikna vexti umfram
lánskjaravísitölu á erlendum lánum
þegar allar upplýsingar eru þekktar, þ.e.
eftirá, og þeir vextir eru sambærilegir við
vexti á verðtryggðum innlendum lánum.
Á hinn bóginn er erfitt að áætla raunvexti
á erlendum lánum fram í tímann eins og
þó verður að gera þegar erlend lán eru
tekin. Til að reikna vísitölu lánskostnaðar
fram í tímann verður að gera ráð fyrir
tilteknum breytingum ágengi viðkömandi
myntar og breytingum lánskjaravísitölu á
sama tíma. Ein leið er að notast við regl-
unaumkauþmáttarjöfnuð; en hún segirað
gengi gjaldmiðla breytist til aö halda
kauþmætti óbreyttum á milli gjaldmiðla.
Ef verðbólga á Islandi er 15% og verð-
bólga í Þýskalandi er 2,5% verður verð á
marki hér á landi að hækka um (1,15/
1,025) 12,2% til að verð á þýskum vörum
haldist óbreytt hér á landi miðað við inn-
lendar vörur. Þannig er einnig hægt að
áætla vfsitölu lánskostnaðar fram í
tímann eftir reglunni um kaupmáttar-