Vísbending - 31.10.1984, Page 3
VISBENDING
3
Hair vextlr og atvinnuleysi
Athygli manna beinist aö dreifingu fjármagns
Ræöa dr. Owens á ársþingi SDP
I ræáu sinni a ursluiuli sosuil-
demókratat'lokksins 1 Bretlandi
(Soeial Democratie Barty. SDP) i
sióasta mánuði lueytði lormaðui
Ilokksins. dr. D;i\ id Owen. við mtili
sem talið er að muni verða æ ntik-
ilvægara 1 hreskum stjórnmtilum a
j næstu árunt: hvernig jaína megi
dreilingu fjármagns i hresku at-
\ innnlíti. Þeirsem viljaað kostii frjals
markaðar fái að njóta sín 1 efna-
hagslífinu hafa jafnan lagt áherslu á
tið eignaraðild i atvimuirckstri verði
sem almennust. Með því rnoti tær
Iramtak einstaklingsins að njóta sín
auk þess sent alntenn hlutahréfaeign
eykur skilning fólks á rckstri lyrir-
tækja og eiginleikum markaðarins.
En þetta eru ekki einu rökin fvrir
jáfnari dreifingu fjármagns í vest-
rænum þjóðfélögum. Miki! aukning
atvinnuleysis á skömmum tírna og
veruleg hækkun vaxta umfram verð-
hólgu hefur vakið menn til tim-
hugsunar unt dreifingu fjármagns i
atvinnurekstri á nvjan leik.
Dr. Owen henti á tvær leiðir til að
gera eignarhald í atvinnurekstri al-
mennt og jafnara en nti er. í stað þess
að selja hlutahréf í ríkisfyrirtækjum á
hlutahréfamarkaði. en þá leið hafa
bresk stjórnvöld valið, mætti ein-
faldlega gefa hlutabréfin og dreifa
þeim jafnt á milli allra þegnanna.
Samuel Brittain, einn af ritstjórum
Financial Times, benti fyrstur manna
á þessa leið til að jafna eignarhaldog
þá vegna dreifingar arðs af olíu-
auðlindum Breta í Norðursjó (sjá
Vísbendingu 30. nóvember 1983).
Síðari leiðin sem dr. Owen riefndi er
miklu umdeildari en hún er fólgin í
því að hlutabréf fyrirtækja flytjist
smátt og smátt í eigu ávöxtunarsjóðs,
en þessi sjóður væri í eigu allra
landsmanna og dreifði þannig arö-
gjöt’jafnt til allra þegna.
Kaupmáttur kauptaxta
Eins og fyrr sagöi hefur aukið
atvinnuleysi í Evrópu og hækkandi
tjármagnskostnaður orðið til þess að
heina s|onum manna að dreifingu
Ijarmtigns. Htigsanlegt er að ny
tækni liafi minnkað verulega eftir-
spurn eltir vinnu — ef til vill til
Irambúðar — að minnsta kosti
miðað við þau laun sem nu gilda. Að
öðru jöfnu þvrfti ekki að skipta
verulegu ntáli þott eftirspurn eftir
öðrum framlciðsluþættinum minnki.
Kennslubókin segir að þa ntuni
eftirspurn eftir hinunt framleiðslu-
þættinum. fjármagni. aukast.
En minnkandi eftirspurn eftir
vinnuafli og lækkandi verð á vinnu
skiptir verulegu máli vegna þess að
flest fólk á ekki aðrar eignir en
húsnæöi sitt og hefur þ\í ekki tekjur
af sölu annarra framleiðsluþátta en
vinnu sinni. A það er bent að óvist sé
að þau laun sem skapa jafnvægi á
vinnumarkaði. þ.e. lítið sem ekkert
atvinnuleysi, séu nógu há til að hægt
sé að lifa af þeim. Raunar bendir allt
til þess að ..jafnvægislaunin" séu
lægri en atvinnuleysisbætur í ýmsum
ríkjunt (dr. Herberg Giersch. for-
stöðumaður Kiel lnstitute í Þýska-
landi, hefur t.d. haldiö því frarn að
launataxtarí mörgum Evrópuríkjum
séu 15-20% hærri en ..jafnvægis-
laun").
Núverandi dreifing tjármagns í
Evrópuríkjum leiöir til þess að fólk
þarf að segja sig á sveitina, meö öllu
sem því tylgir. rnissi það vinnu sína
eða lækki laun svo aö ekki sé hægt aö
lifa af þeint. Eignatekjur tlestra eru
svo litlar að þær skipta ekki máli.
Væri fjármagn í atvinnurekstri hins
vegar dreifðara gætu fleiri hætt sér
upp lág laun eða engin laun og lifað
af eignatekjum.
Talið er að dreifing fjármagns
verði meðal mikilvægustu mála sem
stjórnmálamenn verða að takast á
við á næstu árum. Þau ötl sem ráða
því að tjármagn verður meira virði
en vinnuafl minna virði berast víða
vegna alþjóðlegs fjármagnsmarkaðs
og utanríkisverslunar. Félagsleg rök
gegn háum vöxtum og lágum laun-
um, gegn vaxandi hlut fjárntagns í
framleiðslutekjum. eru eingöngu
þau að fleiri hafa tekjur af vinnu cn
fjármagni. Þessi rök hyrfu eöa yrðu
amk. léttari á metunum ef jatnari
drcifing fjármagns tækist.
Dæmisaga prófessors Meades
Jantes Meade hcfur dregið upp
lýsingu af þessum vanda í nýlegri
grcin i Journal of Social Policv (Vol.
13. nr. 2. 1984). Meade bendiráað
framleiðslutæki verði brátt nokkurn
veginn jafnhæf og mannlegar
hendur. Við núverandi launastig
kynnu vélmenni brátt að verða mun
arðbærari við framleiðslustörf en
he fðb u ndið vin n uafI.
Við slíkar aðstæður kynnu laun að
lækka þannig að full atvinna haldist
nokkurn veginn. Af þessu hlytistenn
ójafnari dreifing fjármagns en nú
þannig að „auðugir eigendur vél-
ntenna gætu haft í þjónustu sinni
fjölda bryta og þjóna á lágum
launtim". Einnig kynni svo að fara.
og það telur prófessor Made lík-
legra. að verkalýðsfélögum takist að
halda rauntekjum háum. Þá fer
launþegum sífækkandi og atvinnu-
levsi sívaxandi.
Niöurstöður Meades eru á þann
veg að laun eigi að fá að „breytast á
þann veg að allir sem þess óska geti
átt kost á að vinna. Það er hugsanlegt
og ásættanlegt ef allir nytu sann-
gjarns hluta arðs af vélmennum og
tölvurn. og raunar af eignum al-
mennt".
Prófessor James Meade. nóbels-
verðlaunahafi í hagfræði, Samuel
Brittan, ritstjóri Financial Times, og
dr. David Owen, læknirog formaður
sósíaldemókrata á Bretlandi, eru
ólíkir menn og eiga sjálfsagt ekki
margt sameiginlegt. en hafa þó allir
komist að sameiginlegri niðurstöðu.
Ódýr vélmenni sem geta leyst af
hólmi hefðbundið vinnuafl geta
orðið til blessunar eða mikillar
bölvunar eftir því hvernig til tekst aö
dreifa eignarhaldi fjármagns í vest-
rænunt ríkjunt. Jafnvel án tækni-
breytinga í anda vísindaskáldsagna
er jafnari dreifing fjármagns æskileg
til að unnt sé aö skapa atvinnu-
tækifæri fyrir þá sem vilja vinna án
skaðvænlegra áhrifa af breyttri
skipan framleiðslutekna ntilli vinnu-
afls og fjármagns.