Vísbending


Vísbending - 07.11.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.11.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 44.2 7. NÓVEMBER 1984 Veröbólgan 1985 Nokkur aukning á veröbólgu líkleg í kjölfar kjarasamninga Um 20% hækkun launa á 14 mánuðum Olíklegt er að hækkun verðlags verði innan við 20% frá upphafi til loka næsta árs sé gert ráð fyrir því að óll laun í landinu hækki jafnmikið til loka næsta árs og kveðið er á um í samningi BSRB og ríkisins. Eftir kjarasamninga BSRB og ríkisins bendir allt til þess að almennar launahækkanir til ársloka 1985 verði um 20%. Enn er ósamið við stóra hópa launþega en líklegt verður að teljast að niðurstaðan verði í sama dúr og samkomulag ríkisins og BSRB." Hvorum megin 20% markanna tólf mánaða breyting verðlags verður undir lok næsta árs ræðst að verulegu leyti af gengisþróuninni. Nýgerðir kjarasamningar víkja langt frá töl- unum í samkomulagi stjórnarflokk- anna um efnahagsmál frá ágústlokum sem lagt var til grundvallar við gerð þjóðhagsáætlunar og fjárlaga fyrir næsta ár. Þær hugmyndir sem hér eru settar frarn um verðbólgu á næsta ári eru því án tengsla við markmið stjórnvalda í verðlags-, gengis-, pen- inga- og ríkisfjármálum en fyrri ntarkmið verða nú að endurskoðast. Kaflaskil Segja má að með kjarasamning- unum á þessu hausti verði kaflaskil í átökum ríkisstjórnarinnar við verð- bólguna. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, komst þannig að orði í blaðaviðtali fyrir skömmu að orrustan hafi tapast en stríðinu við verðbólguna verði haldið áfram. í fyrsta áfanga lækkaði tólf mánaða hraði verðbólgunnar úr liðlega 100% í júlí og ágúst 1983 í um 15-16% á fjórða ársfjórðungi 1984. Með til- tölulega stöðugu gengi og lítilli hækkun framleiðslukostnaðar hefur skapast gott svigrúm til áframhald- andi lagfæringa í þjóðarbúskapnum. Umtalsverðrar þenslu gætir enn á peningamarkaði. Þó hefur mjög dregið úr aukningu peningastærða á þessu ári. Breytingahraði peninga- magns M3 og heildarútlána hefur lækkað úr 80-90% í upphafi ársins í urn 30-40% í lok septembermánað- ar, en er enn langt umfram verð- lagsbreytingar. Næsti kafli í öðrum áfanga verðbólgustríðsins þarf fyrst að tryggja að verðbólgan þjóti ekki aftur langt upp úr 20% farinu með því að halda vexti pen- ingastærða í um 20-30% á ári. I öðru lagi þarf að gefa því gaum hvað kostar og hver ávinningurinn er af því að koma verðbólgunni á sama stig og í nágrannalöndunum, þ.e. í 5-10%. Það hljómar sem öfugmæli en til að ná efnahagslegu sjálfstæði (undan því hefur verið grafið síðustu áratugi með langvarandi viðskipta- halla og erlendum lántökum) þarf að fórna sjálfstæði í hagstjórn. Gengi krónunnar verður að bindast gengi erlendra mynta og aukning peninga- magns má ekki fara fram úr pen- ingamagnsaukningu í nágrannalönd- unum (sérstakur gjaldmiðill er raun- ar óþarfur ef viðætlum ekki að hafa sérstaka verðbólgu).TiI að aukning peningamagns fari ekki úr böndun- um verður fjárhagur ríkisins að vera nokkurn veginn í jafnvægi hvort sem vel árareðailla;nemaunnt sé að færa fé frá einkageiranum til ríkisins og öfugt.Launahækkanir mega aldrei fara fram úr 5-8% að meðaltali að viðbættri framleiðniaukningu (aukn- ingu þjóðarframleiðslu á mann). Auk þess verður að horfast í augu við að íslendingar greiða nú um 6-7% af þjóðarframleiðslu í vexti til útlanda og annað eins í afborganir af er- lendum skuldum. Við erum því mun skuldsettari en nágrannaþjóðirnar og megum ekki gleyma því er saman- burður er gerður á lífskjörum. Að haldajafnvæginu í þeirri hugmynd um verðlags- breytingar á árinu 1985 sem sett er frarn í töflunni á bls. 4 helst tólf mánaða hraði verðbólgunnar rétt við 20% allt árið. Haldist raunvextir áfram svipaðir og í nágrannalöndun- um ógna þeir ekki þessu 20% jafn- vægi. Allir aðrir þættir virðast geta orðið til enn frekari hækkunar. I dæminu er gert ráð fyrir að meðalgengi krónunnar lækki um 13% á því sem nú er til ársloka 1985 og yrði þá verð á erlendum gjaldeyri aðmeðaltali 12-13% hærra á næsta ári en í ár. Verð á dollara í árslok 1985 yrði þá kr. 38-39 haldist gengi dollarans stöðugt gagnvart öðrum myntum. Innflutningur yrði um 5% ódýrari en í ár í samanburði við innlenda framleiðslu. Með þróun viðskiptajöfnuðar í ár í huga virðist því teflt á tæpasta vaðið hér og meiri hækkun á verði erlends gjaldeyris til að halda jafnvægi í viðskiptum við Efni: Verdbólgan 1985 1 Krossgengi 2 Yfirlit: EMS, Frakkland, Holland, írland, Belgía 3 Framfærsluvísitala, byggingarvisitala og láns- kjaravísitala 4 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.