Vísbending


Vísbending - 21.11.1984, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.11.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL 46.2 21. NÓVEMBER 1984 Bandaríkjadollari Lítillar bjartsýni gætir um lækkandi gengi og vexti Síðustu vikurnar Gengi Bandaríkjadollara féll hægt og sígandi allan síöari hluta októ- bermánaðar og allt þar til forseta- kosningarnar 6. nóvember sl. voru afstaðnar. Pá tók við nokkur hækkun og föstudaginn 16. nóv- ember var gengi dollarans gagnvart þýsku marki DM 2,96. Hefur verð á dollara í þýskum mörkum þá verið neðan við DM 3,00 samfellt frá 2. nóvember sl. Vextir í Bandaríkjunum hafa einnig lækkað síðustu vikurnar. „Prime Rate“ flestra banka er nú 11 3/4% en þeir vextir (vextir helstu banka til stórra lántaka) voru 13% er þeir voru hæstir í sumar og haust. Vextir á Eurodollurum hafa einnig lækkað um liðlega tvö prósentustig frá því sem þeir voru hæstir en nú eru LIBOR vextir á dollurum rétt innan við 10%. Lækkun á gengi Bandaríkjadollara frá því sem það var hæst (DM 3,15 þann 17. október sl.) og nokkur lækkun vaxta eru vissulega breyt- ingar í rétta átt en þó ber að vara við of mikilli bjartsýni. Vextirnir hafa ekki lækkað meira en svo að þeir eru svipaðir og í byrjun ársins og gengi dollarans gagnvart helstu myntum er enn langtum hærra en það var í ársbyrjun. Engu að síður gæti verið meiri stöðugleiki fram- undan. Peningastefna Bandaríkjamanna Síðustu tólf mánuði hefur vöxtur peningamagns M1 í Bandaríkjunum verið nokkuð stöðugur og vel innan þeirra marka sem stjórnvöld höfðu sett sér. Þeirri stefnu hefur verið fylgt að aukning í M1 (seðlar og mynt og veltiinnlán) sé frá 4% til 8% á ári. Raunar hafa allar peninga- magnsstærðirnar, Ml, M2 og M3, verið innan settra marka í Banda- ríkjunum. Þetta þótti lítill vöxtur á fyrri hluta ársins er aukning þjóð- arframleiðslu var 8 til 9% á ári, en engu að síður hélt seðlabankinn sínu striki. A þriðja ársfjórðungi var aukning þjóðarframleiðslu um 3% samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum og enn er peningamagnsaukningu haldið innan settra marka. Að þessu leyti má segja að stjórnvöld í Bretlandi (sjá Vísbendingu 14. september sl.) og Bandaríkjunum fylgi áþekkri stefnu í peningamál- um. Reynt er að auka á stöðugleika með því að halda peningamagns- aukningu stöðugri hvað sem á gengur. Að baki þeirri stefnu liggur sú skoðun að ekki sé á færi stjórnvalda að stuðla að betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum með því að auka og minnka peninga- framboð til að hafa áhrif á heild- areftirspurn. Heldur hægari hagvöxtur með haustinu og stöðugt framboð á peningum hafa þannig orðið til þess að vextir hafa lækkað um liðlega 2% frá því í sumar. Og á sama hátt hefur hægari aukning framleiðslu, lítil verðbólga (um 4,5%) og nokkur lækkun á gengi dollara frá því sem það var hæst orðið til að styrkja þá skoðun manna að bandaríski seðlabankinn muni fylgja áfram óbreyttri stefnu í peningamálum. Geta vextir haldið áfram að lækka? Vaxtalækkunin í haust stafaði aðallega af hægari aukningu fram- leiðslu en á fyrri hluta ársins og lítilli verðbólgu með hægum og stöðugum vexti peningamagns. Pví er óttast að hvort sem væri gæti orðið til að hækka vexti aftur, meiri framleiðsluaukning eða meiri verð- bólga; eða raunar aðeins það að menn fari að búast við meiri verð- bólgu eða hagvexti. Eins og bent hefur verið á í Vísbendingu áður Efni: Bandaríkjadollari 1 Lánstraust Islendinga 2 Erlendir vextir 3 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.