Vísbending


Vísbending - 21.11.1984, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.11.1984, Blaðsíða 2
VÍSBENDING 2 Lánstraust og hagsæld íslendingar njóta trausts en farnast illa í samkeppni þjóöanna Óbreytt lánstraust, en... Tímaritin Institutional Investor og Euromoney, sem eru meðal víð- lesnustu bankarita, birta í sept- ember og október niðurstöður sín- ar um lánstraust þjóðanna. Birtast niðurstöður slíkra kannana tvisvar á ári í fyrrnefnda ritinu en árlega í því síðarnefnda. Lánstraust íslend- inga er að dómi sérfræðinga beggja ritanna svipað og áður, jafnvel ögn betra en fyrir sex mánuðum og tólf mánuðum samkvæmt niðurstöðum Institutional Investor. ísland er í 35. sæti af 109 í flokkun þess blaðs. Aðeins þrjár þjóðir í Vestur-Evrópu njóta þó minna trausts en íslend- ingar. í Euromoney er ísland í 40. sæti af 116. Af Vestur-Evrópuþjóð- um njóta Tyrkir minna trausts en íslendingar (eru nr. 42) en bæði Grikkir (nr. 29) og Portúgalir (nr. 37) njóta meira trausts. Pessar niður- stöður eru á vissan hátt þungbærar og þær gætu verið betri; þó er lánstraust okkar nægilegt til að tryggja erlend lán eftir þörfum á viðunandi kjörum. í Euromoney er hins vegar einnig greint frá samanburði á þjóðarbú- skap í 93 ríkjum. Frá þeim þung- bæru niðurstöðum er greint hér á eftir. Institutional Investor Aðferð Institutional Investors til að bera saman lánstraust þjóða byggist á svörum við spurningum sem' lagðar eru fyrir starfsmenn alþjóðlegra banka. Bankamenn eru beðnir að gefa 109 þjóðum einkunn á bilinu frá 0 til 100 eftir því hvernig þeir meta traust þeirra. Þjóðir sem einskis trausts njóta hljóta eink- unnina 0 en þær sem minnstar líkur eru taldar á að bregðist trausti bankanna og endurgreiði ekki lán hljóta einkunnina 100. Institutional Investor hefur tvisvar á ári samband við 75 til 100 banka og hver um sig raðar löndunum eftir lánstrausti. Niðurstöðum hvers banka er haldið algerlega leyndum en starfsmenn blaðsins sjá um að vega saman einkunnirnar. Við það er notuð sérstök formúla blaðsins þar sem tekið er tillit til hversu víðfeðm starfsemi hvers banka er og hversu fullkomnu greiningar- kerfi beitt er við einkunnagjöfina. Eins og fyrr segir er ísland nr. 35 í septemberkönnun blaðsins en var nr. 36 í mars sl. Hljóta íslendingar einkunnina 52,1. Meðaltal allra landanna er 39,9. Næstu lönd fyrir framan eru Bahrain (31), Qatar (32) Algería (33) og Thailand (34), og næstu lönd fyrir neðan eru Grikk- lahd (36), Oman (37), Indónesía (38), Trinidad og Tobago (39) og Portúgal (40). Traustustu fimm þjóðirnar eru (frá 1 til 5) Banda- ríkjamenn, Japanir, Svisslending- ar, Pjóðverjar og Bretar, en þær neðstu (frá 106 til 109) eru Zaire, Nicaragúa, Úganda og Norður- Kórea. í Vestur-Evrópu juku öll lönd lánstraust sitt í augum bankanna nema Grikkland. Þau sem færðust mest upp á listanum eru Tyrkland, Danmörk, Portúgal og Spánn. Af 18 Vestur-Evrópuríkjum eru íslend- ingar fjórðu síðastir en Grikkir, Portúgalir og Tyrkir njóta minna trausts. Meðaltal Vestur-Evrópu- þjóða er 71,8. Euromoney Aðferð Euromoney til að meta lánstraust þjóða er að nokkru frá- brugðin því sem hér hefur verið lýst. Gefin er einkunn fyrir þrennt: hversu greiðan aðgang þjóðir eiga að alþjóðlegum fjármagnsmarkaði, hversu góðra kjara hver þjóð nýtur á markaðinum (álag bankanna og lánstími), og að lokum hve mikið lækka þarf skuldabréf frá nafnvirði er þau eru seld á markaðinum. Til að reikna eina einkunn er fyrsta atriðinu gefið vægið 50%, öðru atriði 30% og því þriðja 20%. í Euromoney lenda íslendingar í 40. sæti með einkunnina 63,1. Tyrkir eru nr. 42 með 59,9. Grikkir eru nr. 29 með 71,7 og Portúgalir nr. 37 með 65,4. Níu þjóðir hljóta einkunnina 100; þ.e. sömu fimm og efstar voru hjá Institutional In- vestor og að auki Astralíubúar, Kanadamenn, Svíar og Finnar. Þjóðarbúskapurinn veginn og metinn Eins og fyrr segir er einnig greint frá öðrum samanburði í Euro- money. Þar eru teknir þeir fimm þættir sem best sýna ásigkomulag þjóðarbúsins að dómi blaðsins, en þeireru — hagvöxtur — verðbólga — gengi gjaldmiðilsins miðað við SDR — viðskiptajöfnuður í hlutfalli við VÞT, og — aukning útflutningstekna. Þessir þættir eru vegnir saman með sérstakri aðferð blaðsins til að fá finna bandarísk fyrirtæki ekki svo mjög fyrir því hve vextir eru háir. Samkvæmt könnun sem einn bandarísku bankanna hefur gert eru raunvextir á skammtíma- skuldabréfum eftir að vaxtagjöld hafa verið dregin frá tekjum til skatts aðeins um 3%. Það munu vera svipaðir vextir og snemma á sjöunda áratugnum. Þannig verða skattlagning vaxtatekna og frá- dráttarbær vaxtagjöld til þess að jafnvægi á fjármagnsmarkaði næst ekki nema með mun hærri vöxtum en nauðsynlegt væri. Mismunandi skattameðferð á vaxtatekjum og vaxtagjöldum er ein helsta skýr- ingin á því hve vextir eru miklu hærri í Bandaríkjunum og Bretlandi en í Japan (LIBOR vextir á dollurum og pundum eru um 10% en LIBOR vextir á yenum 6-7%. Hér á landi hefur skattlagning vaxtatekna af sparifé og skulda- bréfum verið til umræðu. Enginn vafi leikur á því að skattur á vaxtatekjur yrði til þess að hækka enn vexti. Miklu nær væri að fella niður frádrátt vegna vaxtagjalda. Þyngri greiðslubyrði húsbyggjenda mætti létta með lengri lánum — og lægri vöxtum er jafnvægi hefur náðst á peningamarkaðinum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.