Vísbending


Vísbending - 28.11.1984, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.11.1984, Blaðsíða 3
VÍSBENDING 3 ástæöa fyrir þessum ótrúlega vexti í viðskiptum alþjóðlegra banka — vexti sem er margfaldur í saman- burði við aukningu utanríkisvið- skipta í heiminum á sama tíma. Þannig vill til að aukningin í al- þjóðlegum skuídum hefur einnig um það bil þrítugfaldast frá því sem þær voru 1970. Greiðslur afborgana og vaxta af öllum þessum skuldum valda verulegum viðskiptum á al- þjóðlegum gjaldeyrismarkaði og þau viðskipti hafa í för með sér eftirspurn eftir dollurum. Eignir og skuldir alþjóðlegra banka í eðli sínu eru útlán alþjóðlegra banka löng en innlán bankanna oftast stutt. Útlán bankanna eru oft með fimm til tíu ára lánstíma og þótt framlengingar lána séu oft til styttri tíma eru bankarnir oft viðbúnir því að ekki sé staðið við greiðslur á tilskildum tíma. Skuldir bankanna eru hins vegar í stórum dráttum innlánsreikningar eða banka- skírteini til þriggja mánaða. Þess vegna verða bankarnir að endur- fjármagna allar langtímaskuldir að meðaltali á þriggja mánaða fresti. Þeir bankar sem í svipinn eru fjár- vana verða að taka fjármuni að láni í öðrum bönkum og þau millibanka- innlán eru aðeins til einnar viku eða jafnvel til eins dags. Af þessum ástæðum hafa millibankaviðskipti vaxið gífurlega. Þessi mismunun á lánstíma á innlánum og útlánum bankanna kæmi ekki að sök ef útlánin bæru betri ávöxtun en unnt er að fá annars staðar að teknu tilliti til áhættu. Þá héldu sparendur áfram að ávaxta fé sitt í bönkunum og nýtt fjármagn kæmi einnig inn. En þegar heilar þjóðir lenda í því að standa ekki í skilum við bankanna eða óska eftir því að skuldir þeirra verði framlengdar þá verður ávöxtunin á innlánum bankanna eftir að tekið hefur verið tillit til áhættu ekki lengur sú besta sem býðst. Eig- endur innlána sækja í að fjárfesta annars staðar og lítið verður um innstreymi fjár í bankana. Þannig myndast eftirspurn eftij dollurum sem að vísu getur verið tímabundin og svæðisbundin en skiptir engu að síður verulegu máli. Dollaraeftirspurn vegna lánahreyfinga Sú dollaraeftirspurn sem stafar af þörfinni til að endurfjáimagna skuldir er alls annars eðlis en önnur eftirspurn eftir dollurum. í fyrsta lagi dregur ekkert úr þeirri eftir- spurn þótt gengi dollarans eða vextir á dollurum hækki. Bankarnir verða að útvega peninga á hvaða verði sem er til að standa við skuldbindingar sem þeir hafa þegar tekið á sig. Ennfremur verður þessi endurfjármögnun skulda til þess að peningarnir renna ekki þangað sem arðsemin er mest. Þessi eftirspurn getur orðið bæði beint og óbeint. Bankar á Euromarkaði sem þurfa að kaupa dollara geta stundum útvegað fé frá aðalstöðvum sínum í Þýskalandi eða á Bretlandi, svo að dæmi séu tekin, en þeir peningar sem þannig eru útvegaðir eru í mörkum eða pundum. Til þess að nota þá þarf oft fyrst að kaupa fyrir þá dollara. Á þennan hátt hækkar gengi doll- arans yfir það gengi sem kenningin um kaupmáttarjöfnuð segir til um og hækkar um leið vexti á dollurum. Telur Ivor Pierce, prófessor, að þessi viðskipti með dollara á al- þjóðlegum markaði ráði langtum meiru um verð á dollurum en áður hefur verið talið. Til marks um hlutföllin má endurtaka tölumar sem nefndar voru hér að framan. Ef heildarskuldir allra ríkja eru í kring- um 3.000 milljarða dollara þarf að borga af þeim um 120 milljarða dollara á dag eða um 4%. Þessir 120 milljarðar geta auðveldlega útskýrt 200 milljarða dollara millibanka- viðskipti á dag umfram þau við- skipti sem eru vegna venjulegra utanríkisviðskipta með vörur og þjónustu. Prófessor Pierce telur einnig augljóst að þessar hreyfing- ar á gjaldeyrismarkaði skýri undar- legar breytingar á gengi dollarans og jafnvel þann vaxtamun sem er á milli dollarans og annarra mynta. Sé þetta rétt er um leið búið að skýra út hvers vegna kenningin um kaupmáttarjöfnuð hefur ekkert for- sagnargildi þegar dollarinn á hlut að máli — þrátt fyrir að hún sé enn í fullu gildi í flestum öðrum tilfellum. Euromoney Eitt stærstu lána íslendinga talið meðal 10 hagkvæmustu lána ársins í framhaldi af frásögn af lánstrausti íslendinga f Vlsbendingu þann 21. nóv- ember sl. er vert að geta þess að eitt af þeim erlendu lánum sem Islendingar tóku á árinu hefur verið valið eitt af 10 hag- kvæmustu lánum ársins 1 Euromoney, víðiesnu bankariti. / Euromoney er greint frá 90 milljón dollara láni sem Islendingar tóku nýlega en um lántökuna sáu Morgan Guaranty og Enskilda Securities. Lánið var tekið á svipuðum tlma og fjögurra milljarða dollara lán Svía, sem þótti takast mjög vel, og eins milljarðs dollara lán Dana. Skilmálarnir á islenska láninu vöktu athygli, en á fyrstu sex árum lánstlmans eru greidd 3/8% yfir LIBOR vexti en 1/2% siðustu fjögur árin. Þetta þykja mjög góð kjör en engu að slður vildu fleiri lána Islendingum á þessum vöxtum en búist hafði verið við og var því lánsfjárhæðin hækkuð 1 90 milljónir dollara, en upphaflega átti lánsfjárhæðin að vera 75 milljónir dollara. 1 frásögn Euromoney kemur einnig fram aðþetta var i fyrsta sinn sem Morgan Guaranty og Enskilda Securities hafa átt samvinnu um útvegun láns til Islands og einnig I fyrsta sinn sem Islendingar hafa skipt við aðra en sína „föstu“ iántökubanka, t.d. Citicorp. Þetta eru vissulega góðar og merkar fréttir og bera þess vott að lánstraust Islendinga sé i góðu lagi svo og stjórn á opinberum lántökum okkar. Hins vegar vekur ugg hve illa þjóðarbúskapur okkar stenst samanburð við aðrar þjóðir sé miðað við hagvöxt, verðbólgu, útflutnings- aukningu, gengisstjórn og jöfnuð i við- skiptum við útlönd, eins og greint var frá i síðasta blaði.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.