Vísbending - 28.11.1984, Blaðsíða 1
VISBENDING
VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL
47.2 28. NÓVEMBER 1984
Verðbólgan 1985__________________________________
Stefnir í um 25% verðbólgu frá byrjun til loka ársins
Mikil hækkun launa og
erlends gjaldeyris
Eftir kjarasamninga haustsins og
þær ráðstafanir í efnahagsmálum
sem gerðar hafa verið í kjölfar
þeirra má búast við talsvert örum
verðbreytingum næstu vikurnar og
fram á vorið. í samningum ASÍ og
VSÍ fólst 18-19% hækkun peninga-
launa á tímabilinu til 1. janúar nk. en
um 24% hækkun peningalauna til
loka næsta árs. Pá hefur gengi
krónunnar fallið svo gagnvart öðr-
um myntum að meðaltali að verð á
erlendum gjaldeyri var tæplega
19% hærra föstudaginn 23. nóv-
ember sl. en um miðjan október-
mánuð. Erfitt er að segja nákvæm-
lega til um hvernig þessar hækkanir
koma fram í verði vöru og þjónustu
á næstu vikum og mánuðum. Engu
að síður er ljóst að hér er um meiri
hækkanir að ræða en í þeirri hug-
mynd um verðlag á næsta ári sem
sett var fram í Vísbendingu þann 7.
nóvember sl. og birtast því endur-
reiknaðar tölur í þessu blaði (sjá
töflu á bls. 4). Hækkanir eru meiri
annars vegar vegna þess að í ASÍ/
VSÍ samningunum koma launa-
hækkanir fyrr á samningstímanum
en í samningum BSRB og ríkisins,
en hins vegar vegna þeirrar
breytingar á gengi krónunnar sem
nú hefur verið gerð.
Um 3-5% hækkun á mánuöi
næstu 3-4mánuði
Ef til vill hefur sjaldan verið eins
nauðsynlegt og nú að gera skýran
greinarmun á þriggja mánaða
breytingum verðbólgu og tólf mán-
aða breytingum og stafar það af því
hve ofangreindar hækkanir hellast
yfir með skjótum hætti (sjá mynd á
bls. 1). Svo kynni að fara að þriggja
mánaða hraði framfærsluvísitölu
yrði á milli 50 og 60% í febrúar og
mars á næsta ári, jafnvel hærri. Tólf
mánaða hraðinn breytist hægar en
gæti náð um 30% mánuðina mars til
júní/júlí á næsta ári. Eftir það
dregur úr verðhækkunum á nýjan
leik. Þriggja mánaða hraði fram-
færsluvísitölu gæti jafnvel orðið
innan við 15% á síðari hluta næsta
árs. Hækkun verðlags frá upphafi til
loka ársins gæti orðið u.þ.b. 25%.
Þetta er nokkru hærri tala en kom
fram í stefnuræðu forsætisráðherra
á Alþingi sl. fimmtudag og gæti
munurinn legið í ráðstöfunum
stjórnvalda sem enn eru ekki
komnar fram, t.d. lækkunum að-
flutningsgjalda. Auk þess er tölu-
verð óvissa í framreikningum af
þessu tagi og kynni að vera meiri nú
en endranær af tveimur ástæðum.
Um er að ræða allmiklar hækkanir
launa og gjaldeyris (næstum 20% á
tveimur mánuðum) og því erfiðara
að áætla hvernig þær koma fram í
vöruverði en þegar hækkun verð-
lags er jafnari og minni. Auk þess
hefur verðlagning verið gefin frjáls
á allmörgum mikilvægum vöru-
Efni:
Verðbólgan 1985 Hágengi dollarans og viðskipti 1
vegna alþjóðlegra skulda Islendingar með eitt af 10 2
bestu lénum ársins 3
Töflur:
Eurovextir 4
Gengi helstu gjaldmiðla 4
Gengi íslensku krónunnar 4