Vísbending


Vísbending - 22.05.1985, Side 1

Vísbending - 22.05.1985, Side 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMAL 20.3 22. MAI1985 Erlendir vextir Horfur eru á aö kostnaður vegna erlendra lána fari lækkandi í sumar Lægri dollaravextir en í fyrra Kostnaöur vegna erlendra lána á 12, 24 og 36 mánuðunum til loka apríi- mánaöar sl. var yfirleitt svipaöur og á sömu tímabilum til loka mars (sjá Vísbendingu 24. apríl sl.) Vextir á erlendum fjármagnsmarkaöi eru nú venju fremur stööugir og dollaravextir eru mun lægri en fyrir einu ári. Sem dæmi má nefna aö LIBOR vextir á dollaralánum til 90 daga voru liölega 1 I % í apríl í fyrra og fóru hækkandi. Sé nriöaö viö vexti í lok mánaöar voru LIBOR vextir á dollurum hæstir í fyrra íjúní, júlíogágúst, umogyfir 12%, en fóru síöan lækkandi meö haustinu. í lok apríl sl. voru þessir vextir 8,69%. LIBOR vextir á lánum í svissneskum frönkum eru heldur hærri nú en í fyrra, 5,50% í lok apríl 1985 en 3,81% í lok apríl í fyrra. LIBOR vextir á lánum í þýskum mörkum og á lánum í yenum voru 5,94% og 6,38% í lok apríl 1985 en 5,69% og 6,25% í lok apríl í fyrra. Afkoma þjóöarbúsins er afar næm fyrir vöxtum á dollaralánum og á það aö sjálfsögöu ekki síður viö um hag einstakra fyrirtækja og stofnana sem skulda lán í dollurum. Sé um helm- ingur erlendra skulda þjóðarinnar í dollurum og væru öll þau lán á breytilegum vöxtunr lætur nærri aö 3% vaxtalækkun á dollaralánum spari 1% af þjóðarframleiðslu í vaxtagreiöslum. Þetta er að vísu nokkurt ofmat þar sem ekki eru öll dollaralán miðuð við breytilega vexti (ekki er heldur verið aö gefa í skyn að vextir veröi 3% lægri aö meðaltali í ár en í fyrra) en sýnir þó Ijóslega hve efnahagsleg afkoma þjóöarinnar er háö erlendum vöxtum. Munur á lánum teknum 1983 og 1982/84 Önnur myndin hér á síðunni sýnir línurit yfir lánskostnaö umfram hækkun Iánskjaravísitölu á 12, 24 og 36 nránaða tíniabilum. Dæmi: Febrú- arpúnkturinn á 12 mánaða línunni sýnir erlendan lánskostnað umfram hækkun lánskjaravísitölu frá febrúar 1984 til febrúar 1985, marspúnktur- inn á 24 mánaða línunni sýnirerlendan lánskostnaö umfram hækkun láns- kjaravísitölu frá mars 1983 til mars 1985, o.s.frv. Meö erlendum láns- kostnaöi hér er átt við vexti og gengisbætur á lán í fjórum myntum, dollurum, svissneskum frönkum, þýskum nrörkum og yenum, fjórð- ungur í hverri mynt. Tólf mánaöa línan sýnir um 8% í apríl 1985 og merkir það aö lán tekið í myntunum fjórum (fjóröungur í hverri) í apríl 1984 hafi veriö jafndýrt og lán tengt lánskjara- vísitölu meö 8% vöxtum frá apríl 1984 til apríl 1985. Á þessari mynd er einkum tvennt sem vekur athygli. Verulegur munur er á kostnaði vegna erlendra lána síðustu 24 mánuöi annars vegar (neðsta línan) og síðustu 12 eöa 36 mánuöi hins vegar. Þessi Efni: Kostnaður vegna erlendra lána 1982-1985 1 Verðbréfaviðskipti — OTC markaðurinn i Bandarikjunum 3 Töflur: Krossgengi 3 Eurovextir 4 Gengihelstu gjaldmiðla 4 Gengi islensku krónunnar 4 Erlendur lánskostnaöur umfram hækkun lánskjaravísitölu*

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.