Vísbending


Vísbending - 08.08.1985, Síða 2

Vísbending - 08.08.1985, Síða 2
VÍSBENDING 2 Peningamál Vaxandi sparnaður veldur minni veltuhraða og aukningu peningamagns Ánægjuleg þróun eða uggvekjandi? Tölur um aukningu peningamagns á fyrri hluta þessa árs liggja nú fyrir og hljóta viö fyrstu sýn að skjóta mönnum skelk í bringu. Tafla 1 sýnir aukningu peningamagns Ml, M2 og M3 á fyrri árshelmingi 1984 og 1985 og eru tölurnar reiknaðar til árshraða. M 1 er þrengsta skilgreining peninga- magns sem notuð er í íslenskum peningamálatölum og á við seðla og mynt í umferð. Til að fá M2 er bætt við almennu sparifé (óbundnum inn- lánum banka og sparisjóða og velti- innlánum) en M3 er víðasta skil- greining peningamagns, og á við seðla og mynt í umferð, og sparifé, bundið sem óbundið. Þrátt fyrir að stjórnvöld hér á landi hafi einatt sett sér markmið við stjórn verðlags- og gengismála hafa enn sem komið er ekki verið sett markmið um vöxt peningamagns, svo að kunnugt sé, þannig að fylgst sé með aukningu peningamagns frá mánuði til mánaðar og gripið til viðhlýtandi ráðstafana ef eitthvað fer úrskeiðis. Utan land- steinanna er leit að því landi þar sem ekki eru sett opinber markmið í peningamálum og a.m.k. reynt að bregðast við ef vöxtur peningamagns fer út fyrir tilskilin mörk. Hitt er svo annað mál að árangurinn við pen- ingastjórn hefur verið upp og niður og allvíða hefur borið á því að aukning peningamagns síðustu árin hafi orðið lang umfram markmið án þess að merkjanleg áhrif hafi sést á verð- bólgu. Ef svokallaður veltuhraði peninga er nokkurn veginn þekktur eða unnt að áætla hann t.d. eftir breytingum tekna og raunvaxta er um að ræða allnáið samband á milli peninga- magns í umferð og framleiðslu og verðlags. Veltuhraði peninga er hlutfallið á milli peninga í umferð í þjóðarbúinu og þjóðarframleiðsl- unnar. í nágrannalöndunum flestum hefur veltuhraðinn minnkað talsvert á árunum frá 1980 en á því skeiði hefur orðið veruleg hækkun á raun- vöxtum. Tafla 2 sýnir veltuhraða peningamagns Ml, M2 og M3 hér á landi á árunum 1980 til 1985 (eftir áætluðum tölum þessa árs). Þar kemur fram að mjög hefur hægt á veltuhraða peninga, hver mælikvarð- inn sem notaður er, og ísland því að þessu leyti ekki frábrugðið viðskipta- Iöndunum. Ef svo fer sem horfir að veltuhraðinn í ár verði enn minni en í fyrra merkið það peningamagn getur vaxið nokkuð umfram verðbólgu og hagvöxt á þess að hafa í för með sér hættu á aukinni verðbólgu. Minni veltuhraði peninga merkir að fólk og Tafla 1 Breyting peningamagns á fyrri árshelmingi 1984 og 1985 Árshraði, % Breyting 1.1. -30.6. 1984 1985 M1 44,5 33,9 M2 49,8 76,6 M3 38,3 63,3 Lánskjaravisitala. 13,9 43,2 Tafla 2 Veltuhraði peninga á árunum 1980 til 1985 Ar M1 M2 M3 1980 ........ 16,4 6,0 4,0 1981 ........ 15,6 5,4 3,7 1982 ........ 16,8 5,2 3,4 1983 ........ 18,2 5,4 3,0 1984 ........ 15,2 4,4 3,0 1985*......... 14,8 3,8 2,7 * Áætlun. fyrirtæki hafi meiri peninga handbæra en áður, þ.e. í seðlum eða mynt eða á bankareikningum. Tölurnar um mikla aukningu peningamagns á fyrri helmingi þessa árs eru því vafalaust ekki eins ógnvekjandi og þær virðast við fyrstu sýn þótt tæpast geti þær kallast góðar. Stjórn peningamála I næstsíðasta hefti breska tímarits- ins The Ecomist er fjallað um stjórn peningamála í Bandaríkjunum, Bret- Iandi, Þýskalandi og Japan og vitnað til síðustu ársskýrslu Bank for Inter- national Settlements. Þar segir að þrátt fyrir misjafna reynslu af stjórn peningamála í mörgum ríkjum virðist samt ekki um skárri kosti að velja en að miða við einhvers konar markmið um aukningu peningamagns. Slík markmið þjóni ekki síst þeim tilgangi að draga úr hættunni á að menn fari að búast við annarri þróun en stefnt er að - og að gera stjórnvöld ábyrgari fyrir áætlunum sínum og gerðum. (Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi nú birt spá sem felur í sér 10,4% hækkun á erlendum gjaldeyri á þessu ári (Hagtölur mánaðarins, júlí 1985) hafa stjórnvöld enn ekki birt annað markmið í gengismálum á þessu ári en það sem fól í sér 5% gengissig). í ljósi þess að setning marka um vöxt peningamagns hefur gefið mis- jafna raun bendir The Economist á þrjár leiðir sem hugsanlegt er að fara við stjórn peningamála. í fyrsta lagi er að sjá sem gengi gjaldmiðilsins sé nú notað sem vísbending um ástand á peningamarkaði í nokkrum löndum, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hátt gengi merkir þá að aðhaldssamri stefnu sé fylgt í peningamálum þjóð- arinnar en lækkandi gengi gjald- miðilisins að of mikillar þenslu gæti. Gengið eitt er þó ekki talið full- nægjandi mælikvarði á markvissa peningamálastjórn nema í smærri ríkjunum - ef gjaldeyrisviðskipti eru þá nokkurn veginn frjáls. 1 öðru lagi er hugsanlegt að setja markmið um vöxt þjóðarframleiðsl- unnar sjálfrar - á verðlagi hvers mánaðar. Gallinn við þetta er að tölur um þjóðarframleiðslu birtast aðeins ársfjórðungslega (hér eru aðeins reiknaðar árstölur um framleiðslu) og oftast nokkrum mánuðum eftir lok viðkomandi ársfjórðungs. Nákvæm markmið um vöxt þjóðarframleiðslu á verðlagi hvers mánaðar leysir því ekki þörfina á annarri stærð til að miða vöxt peningamagns við meðan beðið er nýrra talna um framleiðslu. í þriðja lagi eru svo peningamagnsmarkmiðin sjálf - þau hin sömu og til þessa hafa verið notuð með misjöfnum árangri. Telur The Economist að í reynd sé skást að beita þeim áfram en með opnu hugarfari og með hliðsjón af öðru þáttum svo sem hagvexti, verð- bólgu og gengi. Umfram allt er því beint til seðlabankamanna allra landa að óþarft sé að fullkomin leynd hvíli yfir peningastjórn. Bandaríski seðla- bankinn er til fyrirmyndar á þessu sviði en hann birtir jafnan fundar- gerðir „Open Market Committee" um stjórn peningamála og reynir á annan hátt að skýra markmið og fyrirætlanir stjórnvalda á þessu sviði. Aukning peningamagns á íslandi Til þessa hefur mátt rekja óhóflega aukningu peningamagns hér á Iandi einkum til þriggja þátta - til skulda- aukningar ríkissjóðs við Seðlabanka á fyrri helmingi hvers árs, til versnandi lausafjárstöðu innlánsstofnana við Seðlabanka og til mikilla gjaldeyris- kaupa Seðlabankans vegna hækkandi útflutningstekna eða mikils inn- streymis erlendra lána. Á síðustu árum hefur ekki komið til mikils búhnykks í útflutningsgreinunum og

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.