Vísbending


Vísbending - 30.10.1985, Síða 1

Vísbending - 30.10.1985, Síða 1
VISBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL OKTÓBER 1985 Innlent yfirlit Efni: Verðlag íoktóber 1985 er 37,7% hærraen ísamamánuði fyrraárs eftirmælingu Hagstofu íslandsáframfærslukostnaði. Síðustu þrjá mánuðina hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 8,0% og svarar það til 36,2% verðbólgu á heilu ári. Lánskjaravísitala fyrir október 1985 er 1266 og er það 36,3% hærragildi en í október í fyrra. Lánskjaravísitala fyrir nóvember 1985 verður að líkindum 1301 (hefur ekki verið birt). Hækkun lánskjaravísitölu frá nóvember 1984 er því 38,7%. Þriggja mánaða hækkun lánskjaravísitölu til nóvember 1985 er 8,1 % og svarar til 36,3% verðbólgu á heilu ári. Eftir endurmetnum gildum framfærsluvísitölu og lánskjaravísitölu (sjá töflu með innlendum vísitölum á bls. 4) gæti hækkun framfærsluvísitölu frá janúar 1985 til janúar 1986 orðið 33-34% og hækkun lánskjaravísitölu á sömu mánuðum orðið um 35%. Hækkun þessara vísitalna á síðustu þremur mánuðum þessa árs gæti orðið um 7,5% og svarar það einnig til um 33-34% árshraða verðbólgu á síðustu mánuðum ársins. Nýboðuð stefna stjórnvalda i gengismálum er að raungengi á árinu haldist svipaö og á síðari hluta þessa árs. Þá eru kjarasamningar stærstu launþegasamtakanna lausir um áramótin. Horfur eru á um 34-37% verðbólgu á síðustu mánuðum þessa árs og fyrstu mánuðum næsta árs. Innlent yfirlit Medalgengi eftir mánudum og kúmulatíft frá áramótum Erlendur lánskostnaður Vextir og verðbólga i vidskiptalöndunum Innlendar visitölur Krossgengi i október 1985 1 2 3 4 4 4 Verð á erlendum gjaldeyri var mánudaginn 21. október sl. 7,5% hærra að meðaltali en I lok júnímánaðar sl. og 13,8% hærra en í byrjun þessaárs. Þá hefur verð á erlendum gjaldeyri hækkað að jafnaði um 34,8% frá því I október I fyrra. Vísitala meðalgengis eftir viðskiptavog (1983=100) var 158,6 mánudaginn 21. október sl. og hækkaði því verð á erlendum gjaldeyri (þ.e. gengi krónunnar lækkaði) I síðustu viku um 0,6%. Frá byrjun þessa mánaðar hefur verð á erlendum gjaldeyri hækkað um 2,3% (gengi krónunnar hefur sigið um 2,2%). Gengi Evrópugjaldmiðlanna hefur þó hækkað mun meira. Þannig kostaði eitt Ecu, sameiginleg mynt Evrópubandalagsríkjanna, kr. 34,171 lok síðasta mánaðar en kr. 35,18 mánudaginn 21. októberog hafðiþví hækkað um 3% I þessum mánuði. Peningamagn og sparifé (M3) með áætluðum vöxtum jókst um 34,5% frá upphafi þessa árs til 31. ágúst sl. Á sama tíma jókst peningamagn og almennt sparifé (M2) m.á.v. um 45,7% og peningamagn (M1) m.á.v. um 16,9%. Áfyrstu átta mánuðum ársins 1984 var aukning þessara stærða 19,3% (M3), 24,9 (M2) og 18,2% (M1). Til samanburðar verður að hafa að hækkun lánskjaravísitölu á fyrstu áttamánuðum ársins 1984 var8,7% en hækkuninásömu mánuðum þessaárs var 23,2%. Hærri verðbætur I ár en I fyrra skýra því hluta af meiri aukningu þessara peningastærða mánuðina janúartil ágúst I ár en á sama tíma I fyrra. Heildargreiðslujöfnuður við útlönd (breyting á stöðu Seðiabanka) á þessu ári er nú áætlaður jákvæður um 3500 milljónir króna samkvæmttöflu um greiðslujöfnuð við útlönd 1984-1986 I töfluviðauka með fjárlögum ársins 1986. Þetta mikla innstreymi fjármagns stafar einkum af miklum skammtímalántökum I útlöndum á þessu ári til að bæta gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins. Áætlað er að viðskiptajöfnuður (með vaxtagreiðslum) verði neikvæður um 5100 milljónir króna. Á móti kemur jákvæðurfjármagnsjöfnuður, þ.e. innstreymi erlendralánaumfram afborganireldri lána, alls 8600 milljónir króna eftir áætlun á meðalgengi þessa árs. Af þessum 8600 milljónum króna eru ný löng lán nettó að andvirði kr. 3325 miiljónir en skammtímalán nettó að andvirði kr. 5275 milljónir.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.