Vísbending - 30.10.1985, Blaðsíða 3
VISBENDING
3
Erlendir vextir
Lækkun dollaragengis og hækkun Evrópumynta veldur miklum breytingum lánskostnaðar
Dollaralánin hagkvæmust síðasta árið
Með gengislækkun dollarans á alþjóðlegum markaði fráþvi 22.
septemþersl. hefurorðið veruleg breyting á erlendum
lánskostnaði eftirþvíí hvaða mynt lánin eru tekin.
Gengisbreytingar þessar hafa þó enn sem komið er ekki haft
umtalsverð áhrifá vexti í útlöndum svo áhrifþeirra á kostnað
vegna erlendra lána hér á landi eru eingöngu vegna
gengishagnaóar eða -taps. Sé litið á síðustu tólfmánuðina (lán
tekin í lok september 7 984 og greidd að fullu i septemberlok
7 985J nam kostnaður (vextir auk gengishagnaðar eða -taps)
vegna lána i svissneskum frönkum, þýskum mörkum og yenum
jafnvirði 11,5% vaxta umfram hækkun lánskjaravísitölu, 11,1%
vaxtaog 12,1% vaxta. Lánídollurumkostuðuafturámótiaðeins
sem svarar 1,3% vöxtum umfram verðbólgu. Lán tekið i
ofantöldum fjórum myntum, fjórðunguríhverri, hefðikostað sem
svarar8,8% vöxtum umfram verðbólgu á síðustu tólf mánuðum.
Eins og áður hefur komið fram er í reikningum þessum jafnan
miðað við LIBOR vexti aflánum til 90 daga að viðbættu 1 %
álagi. Vextir á Euromarkaði breytastað sjálfsögðu eftir
markaðsaóstæðum svo að segja á hverju augnabliki. i
reikningunum er gert ráð fyrir að vextir breytist einu sinni í
mánuði og er reiknað eftir LIBOR vöxtum eins og þeir eru ílok
hvers mánaðar.
Það erkunnara en frá þurfi að segja að lánum í
Bandaríkjadollurum hefur fylgt mikillkostnaður á undanförnum
árum vegna hækkandi gengis dollarans. Lán í ýmsum
Evrópumyntum hafa að sama skapioft verið afar hagkvæm á
þessum tima. Vegna lækkunarágengidollarans frá þvísnemma
í mars á þessu ári er nú komin alveg ný staða þar sem þessi
hlutföll hafa snúist við. Eins og meðfylgjandi tafla bermeð sér
eru dollaralánin ódýrust þegar mælteryfir siðustu þrjá
mánuðina eða síóustu tólf mánuðina. Dollaralánin eru þó enn
dýrust allra lána þegar reiknað er yfir allt tímabilið frá þvíílok
desember 1981 og jafngildir kostnaður vegna þeirra 16,9%
ársvöxtum umfram verðbólgu að meðaltali allt timabilið.
Erlend skammtímalán geta reynst viðsjárverð næstu
mánuðina
Þeim þáttum sem mestu ráða um kostnað innlends fyrirtækis
vegna erlends láns umfram hækkun lánskjaravísitölu á
lánstimanum mætti skipta íþrennt. Þessirþættir eru: nafnvextir
lánsins, breyting á gengi viðmiðunarmyntar lánsins gagnvart
öðrum erlendum myntum á lánstímanum og loks breyting á verði
erlends gjaldeyris að jafnaði hér á landi í samanburði við
hækkun lánskjaravísitölu á lánstímanum. Síðasti liðurinn, þ.e.
breyting á raungengi krónunnar á lánstimanum, getur oft ráðið
úrslitum um það hvort erlent lán reynist hagkvæmt eða ekki.
Sagt erað raungengi krónunnar sé hátt þegar kaupmáttur
krónunnar í útlöndum er mikill - þegar verð á erlendum gjaldeyri
er hlutfallslega lágthérá landi. Kaupmáttur erlendra mynta hér
erþá lítill hlutfallslega, þ.e. tiltölulega lítið fæst hér fyrir þá
fjármuni sem teknir eru að láni erlendis. Ef erlent lán er tekið við
þannig aðstæður en greitt til baka er raungengi krónunnar er
lægra - þ.e. er verð á erlendum gjaldeyri er hlutfallslega hærra
en þegar lánið var tekið - verður lántaki að líkindum fyrir
gengistapi og miklum lánskostnaði. Það er því viðsjárvert að
taka erlentlán þegar raungengi krónunnar þykir hátt, þegarlíkur
eru taldar á að lækka þurfi gengi krónunnar gagnvart öðrum
myntum. Þar sem nokkur óvissa ríkirigengismálum hér á landi
nú erástæða að fara varlega ísakimar hvað erlendar lántökur
varóará næstu vikum og á þetta ekkisíst við um skammtimalán.
Erlend lán til loka september 1985
Árstölur I %
Vísitölur Frádesember 1981 Síðustu 36 mánuðir Síðustu 24 mánuðir Síðustu 12mánuðir Síðustu 3 mánuðir
des. Nafn- Umfram Nafn- Umfram Nafn- Umfram Nafn- Umfram Nafn- Umfram
1983=100 virði verðbólgu virði verðbólgu virði verðbólgu virði verðbólgu virði verðbólgu
Bandaríkjadollari
vextir 119,8 11,7 10,8 10,9 9,9 9,0
gengi 53,9 41,3 21,4 24,1 -6 2
lánskostnaður 172,1 71,9 16,9 56,6 7,6 34,6 7,2 36,4 1,3 2,2 -25,7
Svlssneskur frankl
vextir 110,2 5,8 5,5 5,7 6,2 6,1
gengi 45,9 40,9 19,5 41,4 71,7
/ánskostnaður 157,4 54,4 5,0 48,6 2,0 26,3 1.0 50,2 11,5 82,2 32,4
Þýsk mörk
vextir 112,1 7,5 6,8 6,8 6,7 6,1
gengi 47,0 38,6 20,5 40,3 52,8
lánskostnaður 158,0 58,0 7,5 48,0 1,8 28,7 2,5 49,7 11,1 67,4 21,6
Japönsk yen
vextir 113,3 7,6 7,5 7,4 7,4 7,4
gengi 54,5 51,5 26,7 40,5 63,3
lánskostnaður 174,1 66,3 13,1 62,9 11,9 36,1 8,4 50,9 12,1 75,4 27,5
Fjóröungur 1 hverri mynt
vextir 113,9 8,1 7,7 7,7 7,6 7,2
gengi 50,1 42,8 22,0 36.3 42,0
lánskostnaður 165,4 62,2 9,7 53,8 5,7 31,4 4,7 46,7 8,8 52,2 9,9
/töflunni er miðað við LiBOR vexti af90 daga lánum ihverri mynt að viðbættu 1% átagi. Iefstu linunni séstt.d. að vextiraf
dollaralánum siðustu 3 mánuðihafaveriðað meðaltali9,0 % (þ.e. LIBOR vextiraó meðaltali 8,0 %). Isamsetta láninu (fjórðungur
ihverrimynt. USD, CHF, DEMog JPY) ergertráð fyrirað hvermynthafi vegið 25% idesember 1983. Bæði fyrirog eftirþann tima
kunna hlutföllin að vera önnur vegna innbyrðis gengisbreytinga þessara mynta.