Vísbending


Vísbending - 13.11.1985, Qupperneq 4

Vísbending - 13.11.1985, Qupperneq 4
VÍSBENDING 4 Hverjir eru ókostir jafns tekjuskatts? Tekjujöfnun? Tilgangurinn með álagningu stig- hækkandi tekjuskatts er að draga úr launamismuni í landinu. Með háum jaðarskatti á háar tekjur er leitast við að taka af tekjum hátekjufólks og flytja þær til þeirra sem hafa lægri laun. Tilfærslan á sér stað þannig að hlutfallslega lægri skattar eru lagðir á lág laun en allir njóta sama aðgangs að opinberri þjónustu. Eins og aðrar tilfærslur fjármuna á vegum hins opinbera býður jöfnun tekna með stighækkandi skatti hætt- unni heim hvert sem litið er. Þótt jað- arskattar á tekjur séu víða um lönd nokkru hærri en hér valda sveiflur í tekjum og innheimta tekjuskatts ári eftir á oft mjög mikilli skattbyrði. Þá er einnig umhugsunarvert hvers vegna lagður er hlutfallslega hærri skattur á fólk sem lagt hefur hart að sér til að afla hárra tekna en á aðra sem minna leggja að sér. Hárra tekna er oft aflað með því taka áhættu á einn eða annan hátt, fjárhagslega eða með því að hætta lífi og limum. Aðrir hafa hátt kaup vegna þess að þeir leggja fram alla sína lífsorku og ganga jafn- vel nær heilsu sinni en þeir sem láta sér nægja meðallaun. Stighækkandi skattur drepur niður hvatann til að gera betur og eykur hættuna á óeðli- legum skattsvikum. Frjósamt at- vinnulíf og lífskjör sem standast sam- anburð við nágrannaþjóðirnar krefj- ast meira en meðalmennsku af hluta þjóðarinnar. Það er ekki hægt í senn að hvetja fólk til að leggja hart að sér og vera heiðarlegt og hegna því árið eftir með innheimtu stighækkandi skatts. Kostnaðarsöm jöfnun Við álagningu skatta á þessu ári vegna tekna ársins 1984 var lagður 20% tekjuskattur á fyrstu 200 þús. kr., 31 % á næstu 200 þús. kr. og 44% skattur á tekjur yfir kr. 400 þús. Alagning 1984 vegna tekna ársins 1983 var 23% á fyrstu 170 þús. kr., 32% á næstu 170 þús. kr. og 45% á tekjur yfir kr. 340 þús. Persónuaf- sláttur var kr. 29.500 vegna álagningar árið 1984 og kr. 35.000 vegna álagn- ingar árið 1985. Stighækkandi tekjuskattur er kostnaðarsamur, ekki aðeins við skattframtöl, álagningu, skatteftirlit og innheimtu, heldur einnig vegna vinnuframlags og hagvaxtar sem glat- ast og hættunnar á óheiðarleik í skatt- skilum. Ávinningurinn er hins vegar léttvægur. Mjög fáir skattborgarar greiða í raun og veru hæstu skattana og þótt greidd séu 44% nú af tekjum í hæsta þrepi (auk útsvars) er meðal- skattur að jafnaði mun lægri. Þar að auki er þess að vænta að hærra hlutfall af háum tekjum sé sparað en af lágum tekjum. Þessi sparnaður er þjóðarbú- inu afar mikilvægur bæði með tilliti til skuldastöðu og hagvaxtar í framtíð- inni. Sú litla tekjujöfnun sem hugsan- lega næst með stighækkandi tekju- skatti hérlendis nú er léttvæg í saman- burði við þann kostnað, beinan og óbeinan, sem af henni hlýst. Tvær tegundir jafns tekjuskatts Til að forðast þá óhagkvæmni og það óréttlæti sem beint og óbeint leið- ir af stighækkandi tekjuskatti mætti taka upp jafnan tekjuskatt (og sam- tímagreiðslu) með tvenns konar út- færslu. Taka mætti eitt hlutfall af öll- um tekjum, t.d. 15% vegna tekju- skatts og útsvars, og heimila aðeins frádrátt vegna fjölskyldustærðar. Verði frádrátturinn hærri en álagður skattur (lágar tekjur, stór fjölskylda) greiðast fjármunir frá ríkinu. Síðari möguleikinn er að miða við mun hærri skattprósentu, ef til vill 25% eða 30% vegna tekjuskatts og útsvars, en leggja engan skatt á lægstu tekjur (t.d. tekjur undir kr. 20 þús. á mánuði). Tekið skal þó skýrt fram að hér er ekki lögð áhersla á tölur heldur hugsanlegar breytingar á tekjuöflun ríkisins til að gera hana skilvirkari, einfaldari og réttlátari. | Genglsskráning og Euro-vextlr (0 «o © CO 3 Gengl m.v. dollara (nema I efstu Ifnu m.v. pund Breytingar í % til 11. 11. 85 frá: Euro-vextir Nóv. 84 meðalg. 31.12. 1984 30.6. 1985 M man4.11. -8.11.85 Þ M F F 11:11. 1985 Nóv. 1984 31.12. 1984 30.6. 1985 90 daga lán 31.10.85 _C 1 $/GPB 1,24 1,16 1,30 1,44 1,44 1,44 1,43 1,42 1,42 14,52 22,25 9,66 2 DKR/S 10,80 11,26 10,95 9,41 9,44 9,42 9,40 9,49 9,55 -11,62 -15,17 -12,75 » 3 IKR/$ 36,36 40,60 41,91 41,52 41,60 41,55 41,52 41,82 41,82 15,02 3,00 -0,21 OT 4 NOK/$ 8,71 9,08 8,79 7,80 7,84 7,82 7,82 7,87 7,90 -9,27 -13,03 -10,17 C 5 SEK/$ 8,58 8,97 8,80 7,81 7,84 7,82 7,81 7,87 7,89 -8,13 -12,06 -10,39 6 FRF/$ 9,18 9,61 9,30 7,90 7,93 7,92 7,90 8,16 7,98 -13,05 -16,98 -14,17 7 CHF/$ 2,47 2,59 2,55 2,13 2,14 2,14 2,13 2,15 2,15 -12,71 -16,89 -15,71 © 8 NLG/$ 3,37 3,55 3,44 2,92 2,94 2,93 2,92 2,96 2,95 -12,50 -16,85 -14,22 O) 9 DEM/$ 2,99 3,14 3,05 2,59 2,60 2,60 2,59 2,62 2,62 -12,46 -16,75 -14,24 ■O 10 JPY/$ 243,37 251,60 249,08 207,40 207,57 205,65 203,17 206,38 205,32 -15,64 -18,39 -17,57 © Gengi íslensku krónunnsr «o co 1 Bandaríkjadollari 36,358 40,600 41,910 41,520 41,600 41,550 41,520 41,820 41,820 15,02 3,00 -0,21 8,06 2 Sterlingspund 45,119 47,198 54,315 59,810 59,842 59,770 59,567 59,188 59,435 31,73 25,93 9,43 11,63 3 Kanadadollari 27,622 30,758 30,745 30,383 30,328 30,217 30,173 30,819 30,380 9,99 -1,23 -1,19 © 4 Dönsk króna 3,3649 3,6065 3,8288 4,4140 4,4070 4,4097 4,4148 4,4067 4,3791 30,14 21,42 14,37 9,50 D 5 Norskkróna 4,1756 4,4694 4,7655 5,3207 5,3085 5,3116 5,3112 5,3155 5,2937 26,78 18,44 11,08 6 Sænskkróna 4,2363 4,5282 4,7628 5,3166 5,3095 5,3150 5,3166 5,3139 5,3037 25,20 17,13 11,36 7 Finnskt mark 5,8100 6,2080 6,6083 7,4529 7,4392 7,4476 7,4475 7,4314 7,4248 27,79 19,60 12,36 8 Franskurfranki 3,9622 4,2248 4,5084 5,2527 5,2426 5,2455 5,2532 5,1240 5,2416 32,29 24,07 16,26 9,75 Q 9 Belglskurlranki 0,6023 0,6439 0,6820 0,7894 0,7891 0,7903 0,7915 0,7880 0,7866 30,60 22,16 15,34 9,00 W 10 Svissn. franki 14,7452 15,6757 16,4128 19,5113 19,4347 19,4268 19,4628 19,4241 19,4290 31,77 23,94 18,38 4,56 V) — 11 Hollenskt gyllini 10,7764 11,4366 12,1778 14,2007 14,1665 14,1712 14,1992 14,1355 14,1667 31,46 23,87 16,33 6,31 c c 12 Vesturþ. mark 12,1564 12,9094 13,7275 16,0123 15,9782 15,9869 16,0154 15,9375 15,9725 31,39 23,73 16,35 4,75 « ©, 13 Itölsk llra 0,01955 0,02106 0,02153 0,02370 0,02368 0,02368 0,02370 0,02362 0,02367 21,07 12,39 9,94 13,75 — O) 14 Austurr. sch. 1,7289 1,8388 1,9542 2,2780 2,2723 2,2741 2,2760 2,2677 2,2715 31,38 23,53 16,24 JÉ o 15 Portug. escudo 0,2243 0,2392 0,2402 0,2587 0,2592 0,2589 0,2587 0,2589 0,2574 14,76 7,61 7,16 «íö 16 Spánskur peseti 0,2168 0,2341 0,2401 0,2606 0,2599 0,2600 0,2599 0,2592 0,2601 19,97 11,11 8,33 «5 17 Japanskt yen 0,14939 0,16137 0,16826 0,20019 0,20041 0,20204 0,20436 0,20264 0,20368 36,34 26,22 21,05 7,88 •O XJ 18 Irsk pund 37,665 40,255 43,027 49,513 49,408 49,442 49,523 49,306 49,394 31,14 22,70 14,80 co > 19ECU 27,133 28,826 30,937 35,570 35,518 35,529 35,559 35,269 35,459 30,69 23,01 14,62 ij E 20SDR 36,440 39,826 41,859 44,726 44,756 44,786 44,853 44,798 44,954 23,37 12,87 7,39 .i ? © © X o Meöalgengi IKR 128,89 139,43 147,61 159,82 159,81 159,79 159,81 159,71 159,84 24,01 14,64 8,28 Ritstj. og ábm.: Dr. Siguröur B. Stefánsson. Útg.: Kaupþing hf, Húsi verslunarinnar, Kringlumýn 108, Reykjavik Simi 68 69 88 Umbrot og útlitshonnun Knstján Svansson Prentun Isafoldarprentsmiðja hf öll róttindi áskilm Rit petta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun. eða á annan hátt, aó hluta eða i heild án leyfis útgefanda

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.