Vísbending


Vísbending - 18.12.1985, Blaðsíða 1

Vísbending - 18.12.1985, Blaðsíða 1
VÍSBENDING VIKURIT UM ERLEND VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL_ 50.3 18. DESEMBER 1985 Gengi helstu gjaldmiöla Mikil lækkun á gengi Bandaríkjadollara hefur áhrif víöa um heim Lækkunin langmest gagnvart yeni í byrjun mars á þessu ári tók gengi Bandaríkjadollara að lækka gagnvart helstu myntum en þá hafði gengi hans farið hækkandi nokkurn veginn sam- fellt í fjögur ár. Frá marsbyrjun hefur lækkun á gengi dollarans verið um- talsverð en án þess að valdið hafi sér- stöku umróti eða óvissu á gjaldeyris- markaði eða annars staðar í við- skiptalífinu. í hámarkinu í byrjun mars kostaði hver dollari um 3,4 þýsk mörk og hvert sterlingspund kostaði aðeins 1,066 dollara (hér er reiknað með vikulegu meðalgengi þessara gjaldmiðla). Frá þeim tíma hefur doll- aragengið lækkað í rétt um 2,50 þýsk mörk og pundið kostar nú nærri 1,50 dollara. Eins og sést á meðfylgjandi mynd- um þróaðist gengi dollarans gagnvart yeni á annan hátt frá 1981 til 1985 en gagnvart marki, frönskum franka og sterlingspundi. Gengi dollarans hækkaði að vísu úr 202 yenum í byrj- un árs 1981 í 260 yen í mars 1985. En á þessu skeiði, þ.e. frá október 1982 til júní 1984, kom til umtalsverðrar hækkunar á yeni gagnvart dollara eða úr 270 yenum (október 1982) í 230 yen. Frá marsbyrjun í ár hefur yenið hækkað úr 260 í dollara í u.þ.b. 202 yen pr. dollara. Mismunur á raunvöxtum horfinn Eftir fund fimmveldanna í Banda- ríkjunum þann 22. september sl. lækkaði gengi dollarans á alþjóðleg- um markaði heldur hraðar en til þess tíma. Fundinn sátu auk Bandaríkja- manna seðlabankastjórar og fjár- málaráðherrar Japana, Vestur-Pjóð- verja, Frakka og Breta. Einkum var það seðlabankinn í Japan sem lét til Raunvextir í helstu iönríkjum Þriggja mánaða lán, % Banda- rlkin Japan Þýska- land Bret- land 1982 des. 4,4 5,2 2,0 4,5 1983des. 5,5 4,6 3,9 3,6 1984 des. 4,4 3,7 4,1 4,5 1985 nóv. 4,7 4,2 2,7 5,3 Heimild: FT, Simon & Coates sín taka á gjaldeyrismarkaði í Japan en auk bandaríska seðlabankans Vísbending kemur næst út föstudag- inn 3. janúarnk. Útgefendur blaðsins óska lesendum gleðilegra jóla og far- sæls komandi árs. Efni: Gengi helstu gjaldmiðla 1 Hagvöxtur og verðbólga áárinu 1986 3 Töflur: Eurovextir 4 Gengi helstu gjaldmiðla 4 Gengi íslensku krónunnar 4 Fylgirit: Desember - Gengi Bandaríkjadollara gagnvart: 3.4 3,0 2.5 2,0 10 9 8 7 6 5 1981 83 85

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.