Vísbending


Vísbending - 25.11.1987, Síða 3

Vísbending - 25.11.1987, Síða 3
VISBENDING 3 háfleygum kenningum við lausn hag- nýtra vandamála. En athugum nú til hvers það leiðir. Vísindakenningar eru smíðaðar í þeim tilgangi að skýra hlutina - færa okkur vísindalegan skilning. Svo lengi sem það tckst ekki eru þær óstaðfest- ar tilgátur, ekki vel grundaðar kenn- ingar. Þegar háfleygri kenningu er beitt til lausnar hagnýtu vandamáli, jafngildir það því að beita ótraustum eða takmörkuðum skilningi - ef ekki gagngert misskilningi- til að leysa vandann. Því er ekki að undra þótt þau svið, þar sem háfleygum kenn- ingum hefur verið beitt af mestum eldmóði séu nú vígvöllur stundar- tízku, misklíðar, og svimandi stefnu- breytinga. Dæmin eru mýmörg: Beit- ing uppeldisfræðikenninga við skipu- lagningu skólakerfa, hagfræðikenn- inga við uppbyggingu efnahagslífsins, stjórnmálakenninga við mótun stjórnarstefnu. Það hugsunarferli sem nú var rakið endurómar kveinstafi kúristanna. Það gefur í skyn að "nytjaheimspeki" skapi aðeins fleiri tækifæri - það úirog grúir af þeim nú þegar - til að hrasa að meginvillu vorra tíma: ótímabærri beitingu fræðikenninga. Endurskoöun efasemda Duld frú Dúgan, trúboðahræðslan og kveinstafir kúristanna hafa öll við rök að styðjast. Samt gætir í þeim öll- um nokkurs misskilnings varðandi eðlilegt og mögulegt hlutverk nytja- heimspeki. Duld frú Dúgan endurspeglar t.d. réttilega þá hugmynd manna, eins og forstjóra frú Dúgans, að þeir séu oft vanbúnir til að fást við siðferðileg vandamál sem skjóta upp kollinum í starfi þeirra, og að þar kynni sérþjálf- að fólk að koma að gagni. Mönnum skjátlast hins vegar, þegar þeir vænta þess, að sérfræðingarnir geti leyst siðfræðileg vandamál á sama hátt og pípari nær stíflu úr vaski. Trúboðahræðslan er réttlætanleg að því marki að enginn býr yfir vís- indalegum skilningi á réttu og röngu og enginn hefur því rétt til að fella endanlega dóma í siðferðilegum mál- um yfirhöfuð. Siðfræði er háfleyg fræðigrein, sem þýðir hér að kenning- ar hennar eru háfleygar í fyrrnefndum skilningi. Því býr hún hvorki yfir þekkingu né aðferð sem dugir til að greina rétt frá röngu af fullnægjandi öryggi þegar um er að tefla verulega torráðin mál af siðferðilegum toga. Trúboðahræðslan gengur hins vegar of langt þegar hún boðar að ekkert sé að sækja til sérmenntaðs fólks - að enginn (sama hvaða menntun hann eða hún hefur hlotið) geti sagt neitt um siðferðileg efni sem vegi þyngra en það sem hver og einn hafi að segja. Kúristarnir missa ekki marks þegar þeir kveina yfir því að siðfræði sé á engan hátt þess umkomin að fóstra nytjagrein á sama hátt og t.d. efna- fræði og aflfræði sjá ýmsum greinum verkfræðinnar fyrir traustum kenn- ingum. En kúristunum skjátlast um það að nytjaheimspeki sé ætlað að vera, eins og verkfræðigreinunum, nytjagrein í þeim skilningi sem áður var lýst. Það má vel vera að einhverjir upphafsmenn nytjaheimspeki hafi vænzt þcss og vænti þess enn, en þeir eru í minnihluta. Að þessu leyti er því heitið "nytjaheimspeki“ (applied philosophy) villandi. Málsvörn fyrir nytjaheimspeki og viðskiptasiöfræði Hvað hefur nytjaheimspekingur fram að færa? í fyrsta lagi þekkir hann sem menntaður siðfræðingur ýmsar kenningar sem heimspekingar hafa smíðað í aldanna rás til þess að skilja betur mannlegt siðferði. Þessar kepn- ingar eru háfleygar og því ótraustar og vandmeðfarnar. Þær stangast líka á um margt. En þær gera okkur kleift að sjá siðferðileg vandamál frá ólíkum hliðum. Það getur hjálpað okkur að vita hvað skiptir mestu máli frá sið- ferðilegu sjónarmiði, að greina hismið frá kjarnanum. Það hjálpar okkur líka til þess að koma auga á skynsamlegar leiðir til þess að takast á við siðferði- leg vandamál. En við verðum samt sem áður sjálf að taka siðferðilegar ákvarðanir. I öðru lagi hefur siðfræðingur hlot- ið þjálfun í að hugsa rökrétt um sið- ferðilegar spurningar. Og enda þótt þessi þjálfun í siðfræðilegri rökhugs- un nægi ekki ein sér sem aðferð eða reiknivísi til lausnar siðferðilegum vandamálum, þá getur hún hjálpað okkur að vega og meta hvað taka beri með í reikninginn og hvað skipti máli siðferðilega í hverju einstöku tilfelli. Sú rökhugsun gerir okkur líka kleift að hafna ýmsum lausnum sem stungið er upp á: Enda þótt siðfræðin kveði sjaldan á um hvaða skoðanir okkur beri að aðhyllast, þá sýnir hún okkur oft svo ekki verður um villzt hverjum beri að hafna. í þriðja lagi er nytjaheimspekingi kennt að skilja og veita sérstaka at- hygli þeim þáttum tiltekinna atvinnu- greina sem skipta máli siðferðilega. Það er þetta sem þjálfun í nytjaheim- speki hefur umfram hefðbundið nám í siðfræði. Tökum viðskiptasiðfræði sem dæmi til nánari skýringar: Viðskipti eru um margt ólík annarri starfsemi manna. Þau hafa t.d. eigin markmið, sem eru önnur en þau markmið sem lögfræðistörf, læknis- störf, stjórnmál og önnur slík störf lúta. í viðskiptum rækja menn ákveð- in hlutverk - sem atvinnuveitendur, launþegar, stjórnendur, endurskoð- endur, viðskiptavinir, og þar fram eftir götunum - og hverju hlutverki fylgja ákveðnar skyldur og ábyrgð. Viðskiptalífið stjórnast líka af eigin siðum og venjum, sem eru aðrar en siðvenjur annarra atvinnugreina. Auk þess eru viðskipti í sambýli við fjölda annarra samfélagsstofnana sem allar verka hver á aðra. Allt sem hér er talið, og margt fleira, skiptir máli siðferðilega séð, þegar gerðar eru ráðstafanir og tekn- ar ákvarðgnir í viðskiptalífinu. Hvorki fjármálamenn né siðfræðingar með hefðbundna menntun hafa hlotið þjálfun í að greina alla þessa þætti kerfisbundið og frá siðferðilegu sjónarmiði, en það er nákvæmlega þetta sem nemendum í viðskiptasið- fræði er kennt. Og það er fyrst og fremst þessi þjálfun sem gerir þeim kleift að hjálpa kaupsýslumönnum að hugsá á uppbyggilegan hátt um þau siðferðilegu vandamál sem viðskipti geta skapað. Uppgjör Eins og að er látið liggja í málsvörn- inni hér að ofan, þá eru háfleygum fræðigreinum aðrar leiðir færar en að falbjóða kenningar sínar í heildsölu, svo þeim megi beita á heil fram- kvæmdasvið. í stað þess geta þau boð- ið hagnýt ráð af hógværð og með var- færni - og að því skyldu þau stefna. Háfleyg vísindi geta komið að gagni á marga vegu; en ekki er rúm til að fjalla um það hér. Það sem mér virðist brýnast er að háfleygar fræðigreinar verði metnar að verðieikum - bæði af veitendum og neytendum. Af tak- mörkununum skuluð þér þekkja þœr.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.