Vísbending


Vísbending - 27.01.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 27.01.1988, Blaðsíða 2
VISBt-:Nl)ING 2 í fyrra, þegar hann var 27 milljarð- ar. Ástæðurnar eru auknar vaxta- greiðslur af erlendum lánum og minni tekjur af skipaflutningum en áður. Verðbólga var um 7.2% á árinu 1987 og reiknað er með að hún verði ekki lægri en 6% á þessu ári. Líkur á tiltölulega háum launa- samningum er höfuðástæðan fyrir því að verðbólgan næst ekki lengra niður. Nú þegar hafa opinberir starfsmenn farið fram á 6% launa- hækkanir á þessu ári til viðbótar launauppbót fyrir síðasta ár. Er reiknað með 8% launahækkunum 1988. Vextir eru taldir verða áfram til- tölulega háir, þar sem stjórnvöld munu þurfa að treysta gengi krón- unnar. Gengi norsku krónunnar er talið munu verða tiltölulega stöðugt næstu 6 mánuðina, svo sem stjórn- völd munu hafa talið æskilegt. Á hinn bóginn er útlit fyrir þrýsting á gengislækkun vegna bágs efnahags- ástands og í ljósi lágs olíuverðs. Svíþjóð Hagvöxtur er áætlaður 2.75% á árinu 1987 og búist er við að hann verði um 2% 1988. Minnkun hag- vaxtar er talin stafa af minni neyslu í kjölfar vaxandi verðbólgu og lækkun eignaverðs, og af versnandi samkeppnisstöðu sökum hækkandi launa. Vöruskiptajöfnuðurinn reynist væntanlega hagstæður á síðasta ári um 21 milljarð sænskra króna, en var hagstæður um 30 milljarða árið 1986. Viðskiptajöfnuður verður á hinn bóginn með halla upp á 2 milljarða 1987 eftir að hafa verið hagstæður um 7.6 milljarða árið áður. Búist er við vaxandi við- skiptahalla árið 1988, eða um 10 milljarða króna þegar upp verður staðið vegna lakari samkeppnis- stöðu. Verðbólga verður líklega 5.5% á árinu 1987 og búist er við 4.5 til 5.0% verðbólgu á árinu 1988. Almennt minni eftirspurn og lægra orkuverð virkar til lækkunar verðlags, en áætlaðar launahækk- anir upp á 6-7% virka til hækkunar. Þessar launahækkanir eru taldar verða þrátt fyrir loforð stjórnvalda um frestun skattahækkana á at- vinnurekendur og 4% þak á launa- hækkanir hjá opinberum starfs- mönnum. Vextir verða væntanlega áfram tiltölulega háir í Ijósi verðbólgunn- ar og vaxandi viðskiptahalla. Á síð- ari hluta þessa árs gætu þeir lækkað eilítið þegar dregur úr verðbólgu. Gengi sænsku krónunnar verður undir þrýstingi um lækkun vegna minni hagvaxtar, vaxandi viðskiptahalla og sér í lagi vegna óvissu í kringum væntanlegar kosn- ingar í september. Engu að síður er búist við því að stjórnvöld haldi meðalgengi krónunnar tiltölulega stöðugu. Finnland Hagvöxtur er áætlaður 3.5% á árinu 1987 og búist er við 2-2.5% hagvexti 1988. Neysla, fjárfesting og útflutningur munu væntanlega dragast saman á þessu ári, að hluta til vegna nýlegra aðgerða stjórn- valda. Þessar aðgerðir fólu í sér kröfu um að fyrirtæki leggðu 25% af hagnaði til hliðar á reikning í seðlabanka, skatta á vissar tegundir húsbygginga og hækkun olíuskatts. Vöruskiptajöfnuður verður væntanlega hagstæður um 3.5 millj- arða finnskra marka á árinu 1987 og spáð er að hann verði hagstæður um 2.5 milljarða á þessu ári. Við- skiptajöfnuður verður hins vegar óhagstæður á árinu 1987 um líklega 8 milljarða marka og spáð er að viðskiptahallinn aukist lítillega á árinu 1988. Auknar vaxtagreiðslur af erlendum skuldum og minnkandi tekjur af ferðaþjónustu valda hér mestu um. Verðbólga verður nálægt 4% á árinu 1987 og líkur eru á að hún verði litlu lægri á þessu ári, eða um 3.5%. Laun hækkuðu um 7% á síð- asta ári og búast má við svipuðum launahækkunum á árinu 1988. Búist er við að launasamningar verði endurnýjaðir til tveggja ára í mars. Reiknað er með aðhaldssamri stefnu í peningamálum, t.d. með hækkun innlánsbindingar, vegna versnandi viðskiptajafnaðar og til- tölulega hárra launasamninga. Gengi finnska marksins verður væntanlega stöðugt næstu sex mán- uði. Bretland Hagvöxtur verður um 4% þegar upp er staðið á árinu 1987 og til dæmis jókst iðnvöruframleiðsla um tæp 6%. Búist er við heldur hægari hagvexti á árinu 1988, eða um 3%. Hér veldur mestu um minnkun

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.