Vísbending


Vísbending - 27.01.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 27.01.1988, Blaðsíða 4
VISBENDING 4 1. tafla. Löng erlend lán og greiðslubyrði 1980-1987 Ar Löng erlend lán M.kr. í árslok Greiöslubyröi(nettó) % af útflutningstekjum 1980 4.623 13,5 1981 7.521 16,2 1982 14.904 20,7 1983 32.127 20,9 1984 42.559 25,4 1985 60.857 19,9 1986 75.076 19,0 1987* 83.040 15,5 ' Áætlun á gengi 30.júní 1987. Heimild: Seðlabanki Islands. 2. tatla. Erlend skuldastaða í hlutfalli viö verga landsframleiðslu (VLF) 1981- 1987 Löng erlend lán 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987* Staöa í % af VLF 30,8 38,9 48,6 48,3 50,8 47,1 40,4 Breyting í stigum 1,0 8,1 9,7 -0,3 2,5 -6,7 Hlutfallsleg áhrif: Raunaukning lána 2,1 4,1 2,7 2,0 3,4 2,7 2,6 Alþjóðl.gengisbr. 1,1 1,2 1,8 1,1 -0,2 -1,1 -1,5 Raungengi -0,9 3,5 3,3 -2,0 1,0 -2,3 -5,1 Hagvöxtur -1,3 -0,8 1,8 -1,4 -1,6 -3,0 -2,7 • Áætlun á gengi 30.júní 1987. Heimild: Seöiabanki Islands. ing skuldanna meiri en hagvöxt- urinn öll árin nema 1987 þegar þetta tvennt stendur nokkurn veg- inn í járnum. í þriðja lagi endur- speglast í liðnum "alþjóðleg geng- isbreyting” þungt vægi dollaralána. Þess vegna fylgir þessi þáttur geng- isþróun dollarans á alþjóðamark- aði og veldur hækkun skuldahlut- fallsins 1981-1984, en lækkun þess eftir þann tíma. í fjórða lagi ríður fastgengisstefnan baggamuninn, sbr. liðinn "raungengi”. Árin 1986- 1987 lækkar misgengi innlends og erlends verðlags hlutfallið um 7,4 stig. Væri hlutfallið reiknað í er- lendum gjaldeyri yrði annað uppi á teningnum. Það yrði þá um 47% eða eilítið lægra en árið 1984. Að síðustu er athyglisvert að árið 1982 verður allt til þess að veikja stöð- una en á síðasta ári leggjast allt nema aukin lánaslátta á þá sveif að vinda ofan af skuldunum. Sýnd veiði en ekki gefin Þar sem erlendar skuldir hafa lít- ið breyst í erlendri mynt miðað við framleiðsluverðmæti landsins er lækkun hlutfallsins í íslenskum krónum sýnd veiði en ekki gefin. Það miðar því hægt í þá átt að létta raunverulega skuldabyrði gagnvart útlöndum. Tölur um greiðslubyrð- ina eru hins vegar óháðari gengis- skráningu íslensku krónunnar. Greiðslubyrðin hefur lést aðallega af þremur ástæðum; vegna lægri vaxta á alþjóðamarkaði, gengisfalls dollars og aukins verðmætis út- fluttra sjávarafurða. í lánsfjár- áætlun fyrir 1988 er stefnt að því að lækka raungildi erlendra langtíma- lána um 0,4 stig af heildinni með því að greiða niður hluta þeirra. Ef þetta gengur eftir eru það góð tíð- indi. Það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem slíkt gerðist og mikil umskipti frá 2,6 stiga aukningu í fyrra. Því miður hafa erlendar lán- tökur yfirleitt reynst hærri þegar upp er staðið en áformað er. Samanburður á fyrirheitum stjórn- valda og efndum að þessu leyti er efni í aðra grein. Ritstj. ogábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni7.103 Reykjavík. Sími68 69 88. Umbrotog útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem meö Ijósritun eöa á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.