Vísbending


Vísbending - 03.02.1988, Blaðsíða 3

Vísbending - 03.02.1988, Blaðsíða 3
VISBKNDING 3 4) Dr. Ragnar Árnason_________________________________ Um þjóðhagsleg áhrif staðgreiðslukerfis skatta Inngangur Staðgreiðslukerfi skatta, sem nú hefur verið tekið upp, felur í sér veigamiklar breytingar á þeirri efnahagslegu umgjörð, sem lands- menn búa við. Óhætt er að ganga að því vísu, að allir viðkomandi aðilar, einstaklingar, fyrirtæki ríki og sveitarfélög, munu laga efnahagslegt atferli sitt að hinum nýju aðstæðum. Breytingin frá kerfi eftirágreiddra skatta yfir í staðgreiðslukerfi getur því hæg- lega haft umtalsverð áhrif á þróun efnahagslífsins á komandi árum og þar með lífskjör þjóðarinnar. í þessu ljósi hlýtur það að teljast sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, að á vegum hins opinbera hefur ekki farið fram nein athug- un, svo vitað sé, á sennilegum þjóðhagslegum áhrifum staðgreiðslu- kerfísins Umræðan um staðgreiðslukerfið á síðastliðnu ári snerist fyrst og fremst um áhrif hennar á skatt- byrði einstaklinga og skatttekjur ríkis og sveitarfélaga. Þó er næsta augljóst, að áhrif staðgreiðslu skatta á efnahagslífið eru miklu víðtækari. Á meðal áhrifa stað- greiðslukerfisins, sem mikilvæg virðast í efnahagslegu tilliti en hlotið hafa takmarkaða athygli til þessa, má nefna eftirfarandi: • Upptaka staðgreiðslukerfis skatta felur í sér tilfærslu skatt- byrði frá núverandi kynslóð skattþegna yfir á herðar komandi kynslóða. • Upptaka staðgreiðslukerfis skatta felur í sér tilfærslu óvissu frá skattgreiðendum til skatt- þeganna, þ.e. rtkis og sveitar- félaga. • Upptaka staðgreiðslukerfis skatta gefur ríkisvaldinu kost á nýjum hagstjórnartækjum og skapar þar með tækifæri til ná- kvæmari hagstjórnar. • Upptaka staðgreiðslukerfis skatta hefur áhrif á afstöðu skattgreiðenda annars vegar og ríkis og sveitarfélaga hins vegar til verðbólgu. • Upptaka staðgreiðslukerfis skatta dregur að öllum líkind- um úr framboði vinnuafls og kann þannig að hafa um- talsverð áhrif á þróun lands- framleiðslunnar á komandi árum. í þessari grein er ætlunin að íhuga í stuttu máli fjögur fyrstu of- angreindra efnisatriða. Um síðasta atriðið, líkleg áhrif staðgreiðslu- kerfisins á vinnumarkaðinn og þar með landsframleiðsluna, verður fjallað í sérstakri grein, sem væntanlega mun birtast í Vísbend- ingu innan skamms. Færsla skattbyrði á milli kyn- slóða í grein, sem ég ritaði í Vísbend- ingu í nóvember sl. vakti ég m.a. athygli á því, að breytingin yfir í staðgreiðslukerfi skatta felur í sér umtalsverðan flutning á æviskatt- byrði frá núverandi kynslóð skatt- þegna yfir á herðar komandi kyn- slóða. Hér er í stórum dráttum um að ræða eina ársgreiðslu beinna skatta. Sé miðað við bæði tekju- skatt og útsvar gæti sú upphæð verið í námunda við 11 milljarða króna á núgildandi verðlagi. Vera kann, að þessi ávinningur ríkjandi skattgreiðslukynslóðar, sem í dag- legu máli gengur undir nafninu ”skattlausa árið”, sé ein af ástæð- unum fyrir því, að hún hefur reynst svo fús að veita stað- greiðslukerfinu brautargengi til- tölulega gagnrýnislaust. Þessi tilfærsla á skattbyrði er sérstaklega umhugsunarverð í ljósi ríkrar tilhneigingar núverandi kynslóðar til að velta fjárhagsleg- um byrðum yfir á herðar komandi kynslóða á öðrum sviðum. Þekkt- ast í þessu efni eru vafalaust er- lendar skuldir þjóðarinnar. Þær endurspegla auðvitað eina aðferð ríkjandi kynslóðar til að halda uppi lífskjörum umfram fram- leiðslu. Mismuninn verður komandi kynslóð að greiða. Annað dæmi er rekstur lífeyris- kerfis landsmanna. Flestir lífeyris- sjóðirnir hafa tekið á sig skuld- bindingar, sem virðast langt umfram fyrirsjáanlega greiðslu- getu og margir þeirra hafa þegar hafið greiðslur lífeyrisbóta í samræmi við þessar skuldbinding- ar. Greinilega er til þess ætlast, að síðari kynslóðir standi við þessar skuldbindingar lífeyrissjóðanna með hærri iðgjöldum og/eða skött- um. Upptaka staðgreiðslukerfis skatta með þeim hætti, sem valinn var, felur í sér lántöku núverandi kynslóðar hjá kynslóðum fram- tíðarinnar, sem er hliðstæð erlend- um lántökum þjóðarinnar og rekstri lífeyriskerfisins. Tilfærsla óvissu Önnur hlið staðgreiðslukerfis skatta, sem ekki hefur hlotið verðskuldaða athygli, er sú, að hún eykur að öllum líkindum óvissu opinberra aðila um beinar skatttekjur. Þegar skattahlutföll voru ákveðin í eftirágreidda kerf- inu lágu jafnan fyrir allgóðar upp- lýsingar um skattstofninn, þ.e.a.s. liðnar tekjur skattþegnanna. Auk innheimtunnar snerist óvissan um skatttekjurnar því fyrst og fremst um raungildi skattteknanna, þ.e. verðbólguna á skattgreiðsluárinu. Til viðbótar við óvissu vegna verðbólgu og innheimtu er í stað- greiðslukerfinu hins vegar einnig um að ræða óvissu um tekjur skattþegnanna á skattgreiðsluár- inu. Af þessari ástæðu er óvissan um raunvirði skatttekna hins opin- bera að öllum líkindum meiri í staðgreiðslukerfinu en í kerfi eftirágreiddra skatta. Á móti þessu kemur, að óvissa skattgreiðenda um skattbyrði, þ.e. hversu stórt hlutfall af tekjum fari til greiðslu skatta ár hvert minnkar verulega við upptöku staðgreiðslu- kerfis. Þegar á allt er litið er óvissa skattgreiðenda um ráðstöfunar- tekjur minni í staðgreiðslukerfi skatta en í kerfi eftirágreiddra skatta. Þannig sjáum við, að upptaka staðgreiðslukerfisins felur í sér til- færslu á óvissu um væntanlegar ráðstöfunartekjur frá skattgreið- endum til skattheimtuaðila, þ.e.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.