Vísbending


Vísbending - 23.03.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.03.1988, Blaðsíða 2
VISITOLU- BINDING LAUNA- KOSTIR OG GALLAR Dr. GuðmundurMagnússon Við höfum langa reynslu af vísitölu- bindingu launa á íslandi. Eðlilega telja launþegar sig vera að tryggja kaupmátt launa með þessum hætti. Flestum er ljóst að verðtryggingin er aldrei full- komin , því að verðbætur eru reiknaðar út og greiddar eftir á. Auk þess er oft samið um nokkra frádráttarliði, eins og vissar tegundir skatta, áfengi og tóbak, launalið bónda í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða o.s.frv. Hins vegar er skellt skolleyrunum við því hvort vís- itölubindingin hefur áhrif á þjóðarfram- leiðslu og atvinnustig. Það er þess vegna engin tilviljun að ríkisvaldið, sem telur sig bera ábyrgð á þessu, hefur iðulega gripið til þess ráðs að skerða umsamdar verðbótagreiðslur eða banna þær um stundarsakir. Við skulum skoða þessi mál svolítið betur. Skiptirverðtrygging launa máli?________________________ Ég minnist þess að fyrir tíu árum eða svo voru margir þeirrar skoðunar að vísitölubinding launa hefði fleiri kosti en galla, eða hefði jafnvel ekkert að segja. Rökstuðningurinn var sá - og er enn - að án hennar yrði samið öðru vísi, þ.e. um hærri krónutöluhækkun launa og til skemmri tíma. Þess vegna gæti kaupmáttartrygging stuðlað að því að slá á væntingar um vaxandi verðbólgu þegar hún væri í rénun vegna aðgerða stjórnvalda. (Þessu hefur t.d. verið haldið fram af Milton Friedman). Þetta er að vísu rétt en með því er ekki nema hálf sagan sögð. í fyrsta lagi bindur slíkt vísitölukerfi hendur stjórnvalda. í öðru __________VÍSBENDING________________ lagi er dregið úr sveigjanleika efnahag- skerfisins til að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Þegar betur er að gáð er mikill munur á því hvort um eftirspurnarþenslu er að ræða eða framboðsbrest. Vísitölu- tryggð laun tákna ósveigjanleg raun- laun en breytileg nafnlaun, en óverð- tryggð laun merkja ósvegjanleg raun- laun. Vegna þess að það eru raunlaunin sem ráða eftirspurninni eftir vinnuafli er það þetta atriði sem ræður úrslitum um útkomuna. Eða hvers virði er kaup- máttartrygging atvinnulausum manni? Rétt er að taka fram að við erum ekki einir um að hafa beitt verðbótum á launagreiðslur. Vissar tryggingar þekkjast mjög víða, en ég held að fáir eða engir hafi gengið eins langt í því að reyna að hafa verðlagsuppbæturnar sem fyllstar, svo sem á þriggja mánaða fresti, og um tíma var meira að segja greiddur sérstakur verðbótaauki til að bæta mönnum það að bæturnar komu eftir á. Líklegt er að vísitölubinding sé algengari í ríkjum með þráláta verð- bólgu og því ekki óháð henni, sbr. ísland, ísrael og Brasilíu. Þess vegna er ekki hægt að kenna verðtryggingu launa um alla hluti sem aflaga fara. til skamms tíma. Öll breytingin kemur fram í verðlaginu og verðbólga gæti orðið mikil, en samkvæmt forsendu er stöðugt verðlag ekki frummarkmið eins ogframleiðslan (atvinnustigið). Framboðsbrestur Sé hins vegar um aflabrest eða olíu- skell að ræða, eins og þeir gerðust á átt- undan áratugnum, getur vísitölubinding launa magnað sveiflur í bæði fram- leiðslu og verðbólgu. Það er áreiðan- lega engin tilviljun að þau lönd sem bjuggu við vísitölubindingu launa lentu í miklu meiri verðbólguógöngum en önnur á þessum tíma. Nægir hér að nefna annars vegar ísland og ísrael, þar sem verðbólgan var orðin um eða yfir 100%, þegar gripið var til róttækra mót- aðgerða, og Bandaríkin hins vegar þar sem hrina með 10-20% verðbólgu stóð aðeins skamma hríð. Þetta er einfald- lega vegna þess að olíuskellirnir breyttu verðhlutföllum og í kerfi með sveigjan- legum raunlaunum hjaðnar verðbólga aftur þegar verðlagshækkunin er gengin yfir, sbr. grein mína nýlega í Vísbend- ingu um “verðlag og verðbólgu". Ég tel að það sé eðlismunur á verð- tryggingu launa og fjárskuldbindinga, en ósveigjanleg verðtrygging launa við framboðsskelli getur haft sömu ókosti og vísitölubinding launa. Eftirspurnarbensla Gefum okkur að aðalmarkmið okkar sé að hafa sveiflur í þjóðarframleiðslu á raunvirði - og þar með sveiflur í atvinnu - sem minnstar. Sé eftirspurn örvuð t.d. með auknu peningaframboði og lægri vöxtum veldur slík truflun í hagkerfinu ekki breytingu á framboði, a.m.k. ekki í efnahagsaðgerðunum við stjórnar- skiptin hér á landi 1983 var afnám vísit- ölubindingar á laun snar þáttur. Verður að telja það mikla framför í hagstjórn að síðan hefur ekki verið samið um “fullar“ verðbætur á kaup, enda þótt “rauð“, “gul“ og “græn“ strik getið valdið nokkrum usla. Atvinnustigið hefur haft algjöran for- gang Ef við lítum á meðfylgjandi mynd sést að atvinnustigið hefur lítið breyst hér á landi síðasta hálfan annan áratug- 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.