Vísbending


Vísbending - 23.03.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.03.1988, Blaðsíða 4
VÍSBENDING BRETLAND:_____________________________ Afgangur á fiárlögum, lækkun tekju- skatta og fækkun skattþrepa Fjármálaráðherra Bretlands, Nigel Lawson, kynnti í síðustu viku fjárlög næsta fjárlagatímabils. Helstu atriði fjárlaganna eru einföldun og lækkun tekjuskatta í líkingu við það sem hefur verið að gerast um allan heim að undanförnu. Nú verða aðeins tvö skatt- þrep í stað sex áður. Efsta (efra) skatt- þrepið lækkar úr 60% í 40% og grunn- skattur verður 25% í stað 27% áður. Hins vegar munu skattar hækka á áfengi, tóbaki og bensíni. Takmarkið er að afgangur á fjárlög- um verði 3 milljarðar punda, en það er svipuð upphæð og varð afgangs á því fjárlagaári sem nú er að líða. Byggja fjárlögin á því að hagvöxtur á þessu ári verði 3% og verðbólga verði 4%. í fyrra var hagvöxtur 4.5% og verðbólga 3.3%. Lawson kom einnig inná gengis- og vaxtamál í kynningarræðu sinni, en áður hefur komið fram ágreiningur á milli hans og Thatchers forsætisráð- herra um það hvort stjórnvöld ættu að stefna að gengisfestu til að halda verð- bólgu í skefjum. Sú hefur verið skoðun Lawsons, en Thatcher hefur viljað ein- blína meira á peningastjórnun. Ræðan bar það með sér, að enginn vafi leikur á því hver ræður í Bretlandi, því engar yfirlýsingar komu fram um að stjórn- völd skuldbyndu sig til að halda geng- inu föstu. Lawson lét sér nægja þá yfir- lýsingu, að gengi myndi gegna mikil- vægu hlutverki við peningastjórnun og varaði ennfremur atvinnurekendur við að láta undan óhóflegum kaupkröfum, þar sem stöðugt gengi byggðist á því að það yrði ekki gert. Nú hefur það gerst að undanförnu að gengi pundsins hefur hækkað lítillega og þá beinist athygli manna að vöxtum sem stjórntæki. Kom það fram í ræðu Lawsons,sem og er í anda Thatchers, að vextir til skamms tíma væru helsta stjórntæki peningamála og þeir yrðu ákveðnir með það fyrir augum að dragi úr verðbólgu. FRAKKLAND:_________________________ Ýmsar breytingar á undanförnum arum, en árangur lætur á sér standa.________________ Forsetakosningar nálgast nú í Frakk- landi, en þær munu fara fram í tveimur lotum þann 24. apríl og 8. maí. Ýmsar grundvallarbreytingar hafa átt sér stað ERLEND FRETIABROT á seinasta 7 ára kjörtímabili. Ríkisaf- skipti hafa minnkað og Frakkland er opnara gagnvart umheiminum, fjár- magnsmarkaður hefur þroskast mikið, viðhorf almennings til kaupsýslumanna hefur breyst og vinnuafl er nú hreyfan- legra en áður. Á árunum 1986-87 voru 13 ríkisfyrir- tæki seld einkaaðilum fyrir samtals 67 milljarða franskra franka. Þá hafa ríkisstyrkir minnkað verulega, einkum niðurgreiddir vextir, og skattar verið lækkaðir. Nú beita stjórnvöld ekki lengur beinum útlánatakmörkunum, en beita þess í stað innlánsbindingu til að hafa áhrif á lánamarkaðinn, og hömlur á gjaldeyrisviðskipti hafa nán- ast verið afnumdar. Fjármálafyrirtæki eru mun frjálsari en áður og einokun á hlutabréfaviðskiptum hefur vcrið af- numin. Allt hefur þetta orðið til þess að samkeppni á jafnréttisgrundvelli hefur aukist mjög mikið. Hins vegar lætur árangur á sér standa. Búist er við aðeins 1.5% aukn- ingu landsframleiðslu á þessu ári og á undanförnum 5 árum hafa ráðstöfunar- tekjur aukist um aðeins tæp 5%. Reynt hefur verið af fremsta megni að halda launakostnaði niðri og er búist við að hann hækki um 3% á þessu ári, eða jafnmikið og verðbólgan. Þrátt fyrir þetta hefur halli á ríkissjóði aukist verulega (115 milljarðar franka í ár) og sömuleiðis halli á viðskiptajöfnuði (32 milljarðar 1987). í Frakklandi eru skiptar skoðanir um ástæður fyrir slökum árangri. Sumir vilja meina að kostnaðaraðhaldið hafi ekki verið nægilegt og að enn þurfi að herða tökin, líkt og gert var í Bret- landi. Aðrir kenna um þátttökunni í Evrópumyntkerfinu, þar sem aðhalds- stefna-Þjóðverja hefur mátt sín mest. Flestir eru þó þeirrar skoðunar, að það taki lengri tíma fyrir aðgerðirnar að skila árangri.Ýmislegt bendi til þess að Frakkar séu á réttri leið, t.d. aukning í fjárfestingum og það þrátt fyrir 6-7% raunvexti. BELGIA:_______________________________ Efnahagsástandið heldur að skána_________________________________ í upphafi þessa áratugar var ástand efnahagsmála afar slæmt í Belgíu. Hagvöxtur var lítill sem enginn, verð- bólga var hærri en víða annars staðar og atvinnuleysi var mikið. Árið 1981 var fjárlagahallinn 14% af landsfram- leiðslu, viðskiptahallinn var 4.5% af landsframleiðslu og atvinnuleysi komst upp í 13% 1984. I fyrra var ástandið orðið talsvert betra. Fjárlagahallinn var kominn í 7% af landsframleiðslu, viðskiptajöfnuður- inn var orðinn verulega hagstæður, atvinnuleysi hafði minnkað niður í 11% af landsframleiðslu og verðbólga var aðeins 1.6% Hins vegar má búast við erfiðum árum áfram. Ríkisskuldir samsvara nú 122% af landsframleiðslu og vaxta- byrðin verður sífellt erfiðari. Þá er spáð litlum hagvexti fyrir 1988, eða um 1.5% Virðisaukaskattur í rúmlega 40 löndum_________________________________ Nú hafa rúmlega 40 lönd í heiminum tekið upp virðisaukaskatt og þar á meðal öll lönd innan Evrópubanda- lagsins. Hins vegar eru skattprósentur æði mismunandi á milli landa, og raun- ar eru þær í mörgum löndum mismun- andi eftir vörutegundum. Þegar litið er á þá skattprósentu sem nær yfir tlestar vörur í hverju landi, þá kemur í ljós að hún er hæst í Chile (30%) og lægst í Taiwan (5%). Á eftir Chile hafa írland og Ungverjaland hæstu skattprósentuna (25%) og Dan- mörk og Noregur fylgja fast á eftir með um og rétt yfir 20%. Frakkland, Ítalía og Grikkland eru með tæplega 20%, en Bretland og V. Þýskaland með 15 og 14%, svo dæmi séu nefnd Enn sem komið er hefur virðisauka- skattur ekki verið tekinn upp í Banda- ríkjunum, Japan og Kanada, en þó hafa japönsk stjórnvöld lagt fram frumvarp um 5% virðisaukaskatt, sem ekki hefur enn verið samþykkt. Ritstj. og ábm.: Finnur Geirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot og útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita meö neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt aö hluta eöa í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.