Vísbending


Vísbending - 22.06.1988, Blaðsíða 2

Vísbending - 22.06.1988, Blaðsíða 2
lækkandi markaðsverðs á olíu. í byrj- un ársins var því almennt spáð að geng- ið yrði að láta undan síga, en nú hafa margítrekaðar yfirlýsingar norska seðlabankans um gengisfestu og á- kvarðanir hans um að stuðla ekki að lækkun vaxta aukið tilrú manna á því að gengið verði ekki fellt. Á íslandi myndi þátttaka Breta og hinna EFTA ríkjanna í samstarfi um gengismál ekki síður ýta á samstarf um gengismál. Árið 1987 nam innflutning- ur vara frá þessum löndum, þ.e. frá löndunum í Evrópumyntkerfinu að viðbættum öðrum löndum EB og EFTA-löndunum, 73% af heildar- vöruinnflutningnum. Og vöruútflutn- ingur til þessara landa samtals nam í fyrra 66% af heildarvöruútflutningn- um. Þar af nam útflutningur til Bret- lands tæpum 20% og rúmlega 8% fór til EFTÁ-landanna. Innflutningur frá Bretlandi var hins vegar um 8% heild- arvöruinnflutningsins og frá EFTA- löndunum komu rúmlega 20% inn- fluttra vara. EFNA- HAGS- BANDALAG EVRÓPU 3,grein Efnahagsstefna bandalagsins og afstaða annarra landa Dr. GuðmundiirMagnússoii Inngangur_________________________ Til þess að ná markmiðinu um virk- an innri markað Efnahagsbandalags Evrópu(EB) er ekki nægilegt að af- nema einstök lög og reglugerðir. Það verður einnig að móta efnahagsstefnu sem stuðlar að því að takmarkinu verði VÍSBENDING______________ náð. í því felst m.a. að örva verður einkafjárfestingu og draga úr vexti einkaneyslu frá því sem verið hefur. Þetta er ekki síst nauðsynlegt vegna þess að hver framleidd eining krefst nú meira fjármagns en áður og hagvöxtur- inn á rót sína að rekja til tæknivæðing- ar þar sem fjármagn leysir vinnuafl af hólmi að vissu marki. En til þess að einkafjármunamynd- un vaxi verða fyrirtækin að reikna með vaxandi eftirspurn og hagnaði. Þar sem EB getur ekki reitt sig á aukningu eftir- spurnar frá umheiminum einvörðungu verður það að koma þessu til leiðar innan frá. Hér er treyst á samhæfingu ríkisfjármála og gengismála til að létta gjöldum og sköttum af fyrirtækjum og til að lækka vaxtakostnað. Sameiginlegt myntkerfi_______________ Sem kunnugt er hefur “Evrópu- myntkerfið“ eða European Monetary System(EMS) verið við lýði um nokk- ur skeið. Full þátttaka í því er ekki skil- yrði fyrir aðild að EB og lönd eins og Bretland og Grikkland taka ekki þátt í því að fullu né heldur Spánn og Portú- gal. Löndum utan EB er hins vegar heimilt að taka þátt í EMS og gæti það verið kjörið fyrir EFTA-löndin að gera það fyrr en seinna. Þetta hefur reyndar verið talsvert rætt hér á landi að und- anförnu, en virðist nú vera hálfgerður brandari þar til við höfum náð betri tökum á okkar eigin efnahagsmálum, nema menn hugsi þátttöku í EMS sem svipu til þess. Hvort sem það er raunhæft eða ekki er vonast til þess að eitt allsherjar myntkerfi geti lækkað vexti í EB um 0,5% skv. “áætlun 1992“. í nýlegri athugun National Institute í Bretlandi er talið að erfitt sé að meta árangur EMS-samstarfsins hingað til. Það hefur áreiðanlega orðið til þess að draga úr sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Aftur orkar tvímælis hvað kerfið hefur 3000 2500 2000 1500 1000- 500 Útflutningur EB til helstu viðskiptalanda 1986 per íbúa innflutningslands I I EFTA EB Bandaríkin Önnur Japan OECDIönd Nýju iðnríkin Austur Evrópa Hlutfall innflutnings frá EB af innflutningi 1986 •100 * * i * t / / cf * / / / f # // / # / f f <■ 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.