Vísbending


Vísbending - 22.06.1988, Blaðsíða 4

Vísbending - 22.06.1988, Blaðsíða 4
Fremurgóðar horfurum hagvöxtí heimínum á næsta ári Nú þegar komið er fram á mitt ár eru menn farnir að endurmeta efnahags- horfurnar fyrir árið og líta lengra fram á við. í dag er allt útlit fyrir að hagvöxt- ur verði meiri um allan heim á þessu ári en almennt var búist við, og svo fram- arlega sem verðbólga eykst ekki, þá ætti 1989 ekki að vera síðra. Þetta er a.m.k. álit “Smith New Court“, sem er breskt ráðgjafafyrirtæki. Smith New Court gerir fremur lítið úr áhyggjum manna af verðhruni hlutabréfa og fjárlaga- og viðskipta- halla Bandaríkjanna á efnahagslíf í heiminum. Fjárlagahallinn sé ekki ýkja stór sem hlutfall af landsfram- leiðslu, og jafnvel þótt gripið yrði til aðhaldsaðgerða eftir kosningar þurfi það ekki endilega að þýða al- mennan samdrátt sbr. það sem gerst hefur í Bretlandi á undanförnum árum. Varðandi viðskiptahallann telur “Smith New Court“ að lækkandi gengi dollars fari brátt að skila sér í auknum útflutningi og minni innflutningi. Að mati ráðgjafafyrirtækisins er það verðbólgan sem öllu máli skiptir þegar efnahagshorfur eru metnar. Takist þjóðum að hamla gegn verðbólgu þá muni hagvöxtur ekki láta á sér standa á næsta ári. Hins vegar eru hættumerki á veginum. í Bandaríkjunum eru fram- leiðsluþættir vel nýttir og eftirspurn er talsverð á vinnumarkaði. Ef þess vegna útflutningur eykst eitthvað að ráði er hætt við að hærri verð fylgi í kjölfarið. Á móti vegur það þungt, að framleiðnivöxtur hefur verið mikill og launahækkanir verið litlar að undan- förnu í löndum eins og Bandaríkjun- um, Japan og V.Þýskalandi, eða á bil- inu 2-3,5%. Af Bretlandi er svipaða sögu að ségja, nema að þar hefur hagvöxtur verið ívið meiri og launahækkanir tals- vert hærri. T.d. hækkuðu laun um 8,5% að meðaltali á seinustu 12 mán- uðum. Við þessu hefur hins vegar verið brugðist með vaxtahækkunum og þyk- ir ráðgjafafyrirtækinu það vera góðs viti. ARGENTÍNA: Verðbólgan heldur sínu striki í maímánuði s.l. hækkaði fram- færsluvísitalan í Argentínu um 15,7% og hafði verðlag þá hækkað um 286% á 12 mánuðum. Að hluta til skýrist hækkun umdanfarinna mánuða af á- kvörðun stjórnvalda um að hætta ERLEND FRÉHBROT stuðningi við ríkisfyrirtæki, sem höfðu verið rekin með tapi. T.d. hækkaði verð á rafmagni og fargjöld almenn- ingsfarartækja. Að því er virðist ríkir um það sam- staða í Argentínu, að höfuðorsök verð- bólgunnar sé styrkjastefna stjórn- valda. Og á þessu ári á einmitt að gera mikið átak til þess að draga úr ríkis- styrkjum. Þar að auki freistast stjórn- völd nú til að ná samkomulagi við vinnuveitendur og verkalýðsfélög um verð- og launastefnu, en fyrr á árinu hafði aðilum vinnumarkaðarins verið veitt fullt frelsi til kjarasamninga og flestum verðhömlum verið aflétt. Gull heldurverögildi sínu en margt spilarinní____________________________ Úti í heimi fer eftirspurnin eftir gulli gjarnan eftir væntingum manna um verðgildi peninga. Menn hafa litið á gull sem öruggan fjárfestingarkost, sem haldi verðgildi sínu án tillits til verðbólgunnar. Raunar gildir það sama um aðra fáséða málma eins og silfur og platínum, en verð þeirra fer þó í ríkara mæli en gullverð eftir nota- gildi þeirra við iðnaðarframleiðslu. Þó er oft alls ekki auðvelt að átta sig á verðsveiflum góðmálmanna, því margt annað spilar inn í. Þetta kom berlega í ljós þegar verð á hlutabréfum féll skyndilega í október s.l. og seðlabank- ar dældu peningum í efnahagslífið, sem aftur ýtti undir verðbólguvænting- ar. Að vísu hækkaði verð á gulli fyrst eftir hrunið í 500 dollara únsan, en lækkaði fljótlega aftur í svipað horf og áður, eða niður undir 450 dollara. Ástæðuna fyrir því að svona fór er að leita í framboðshliðinni. Framboðið jókst af tveimur ástæðum. Annars veg- ar, þegar gullverð hækkaði í kjölfar verðhruns hlutabréfanna, þá seldu þeir gull sem höfðu áður keypt það í þeirri trú að svona færi. Hins vegar brugðust gullframleiðendur skjótt við verð- hækkuninni og sömdu um framleiðslu- magn fram í tímann á þessu tiltölulega háa verði og komu þannig í veg fyrir frekari verðhækkun. Eftir sem áður er talið að verð á gulli ráðist mest af eftirspurninni og merki eru á lofti urh að áhugi manna á gulli sem fjárfestingarkosti fari síst minnk- andi. Jafnvel seðlabankar ýmissa landa hafa að undanförnu séð ástæðu til að skipta á dollurum fyrir gull. í Banda- ríkjunum eru svo ýmsir sem búast við að verð fari hækkandi vegna aukinnar verðbólguhættu. V.ÞÝSKALAND: Kanslari lýsir yfir stuðningi við hug- myndina um evrópskan seolabanka Forustumenn hinna ýmsu landa Evr- ópubandalagsins hafa hver af öðrum lýst yfir stuðningi við hugmyndina um evrópskan seðlabanka. Nú síðast var það V.Þýski kanslarinn Helmut Kohl, sem lét skoðun sína í ljós í tilefni af 40 ára afmæli endurbóta á þýska mynt- kerfinu. Hugmyndin gengur út á það, að í Evrópu, eða a.m.k. innan EB, verði einungis ein mynt sem gefir verði út af óháðum seðlabanka. Að sögn Kohls hlýtur þetta að vera næsta skref eftir að hinn sameiginlegi markaður EB land- anna verður að veruleika. Kohl er þeirrar skoðunar, að hinn sameiginlegi seðlabanki eigi að vera skv. þýskri fyr- irmynd, enda hafi hann sannað gildi sitt. Þýski seðlabankinn hafi nefnilega staðið vörð um stöðugt peningakerfi og verið sjálfstæður gagnvart stjórnmála- öflum. V.Þýski seðlabankastjórinn, Karl Otto Poehl hefur tekið undir það meg- insjónarmið að í Evrópu verði einn gjaldmiðill. Hins vegar hefur hann haft áhyggjur af því að Þjóðverjar afsali sér réttinum til að gefa út peninga, sem hafi gefist þeim svo vel, og láti evr- ópskan banka um peningasláttuna, sem óvíst er hvernig muni gefast. Poehl hefur ennfremur sagt, að til þess að evrópskur seðlabanki verði að veru- leika hljóti Bretar fyrst að gerast aðilar að EMS, og þá verði aðildarlöndin ennfremur að samhæfa hagstjórn sína meira en orðið er. Ritstj. og ábm.: FinnurGeirsson. Útg.: Kaupþing hf. Húsi Verslunarinnar, Kringlunni 7.103 Reykjavík. Sími 68 69 88. Umbrot oa útlitshönnun: Kristján Svansson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Öll réttindi áskilin. Rit þetta má ekki afrita með neinum hætti svo sem með Ijósritun eða á annan hátt að hluta eða í heild sinni án leyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.